Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN
Verður byggt yfir lækningaminjasafnið?
Skiptar skoðanir eru á því hverjum beri að reisa hús svo hægt verði að sýna muni safnsins
Þröstur
Haraldsson
Að undanförnu hefur þess verið minnst hér í
blaðinu og víðar að Jón Steffensen prófessor í
læknisfræði hefði átt aldarafmæli í febrúar. Við það
tækifæri hefur verið spurt hvað liði þeirri draum-
sýn Jóns að upp risi öflugt lækningaminjasafn á
Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er ánafnaði Jón
stórum hluta arfs síns til þess að koma lækninga-
minjasafni á laggirnar en hugmynd hans og fleiri
var sú að byggt yrði hús fyrir safnið í næsta ná-
grenni Nesstofu.
Læknablaðið grennslaðist fyrir um það hvað
væri að gerast í þessu máli og komst að því að það
er í raun harla lítið. Enginn vill kannast við að
bera ábyrgð á því að byggingin rísi og vísar hver
á annan.
Læknafélag Islands fékk erfðafé Jóns til um-
sýslu og ákvað stjórn þess að höfðu samráði við
Þjóðminjasafnið og Félag áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar að verja fénu til kaupa á húsinu
Bygggarðar 7 sem er steinsnar frá Nesstofu. Að
sögn Sigurbjörns Sveinssonar formanns var sú
ákvörðun tekin fyrst og fremst til að koma munum
safnsins undir þak svo hægt væri að verja þá fyrir
skemmdum.
Húsið var afhent ríkissjóði sumarið 2000 en
það hafði kostað 33 milljónir króna. Einnig fylgdu
gjöfinni eftirstöðvar af arfi Jóns að upphæð 10,6
milljónir króna og tvær milljónir til viðbótar úr
sjóðum Læknafélags íslands. Átti að verja þessu
fé til endurbóta á húsinu. Húsið var innréttað sem
geymsla og munir safnsins settir þar inn. Raunar
hafa tannlæknar fengið inni í kjallara hússins undir
muni sem tengjast sögu tannlækninga.
Áður en þetta gerðist hafði bygginganefnd á
Bréf Jóns Steffensen til menntamálaráðherra
í framhaldi af viðtali mínu og Þórs Magnússonar þjóðminja-
varðar þ. 20. þ.m. við yður herra menntamálaráðherra vil ég
gera eftirfarandi, frekari grein fyrir hugmynd minni og tilboði
viðvíkjandi Nesstofu.
Meðan Kristín eiginkona mín var á lífi, var það gamalt
áhugamál okkar, að Nesstofa yrði varðveitt eftir því sem ger-
legt reyndist, í þeirri mynd er hún var reist í utanhúss, og inn-
anhúss að því er tæki til lækningastofu og lyfjabúðar. En hinn
hluti hússins yrði skipulagður með það fyrir augum, að hann
þjónaði sem best því hlutverki að vera í senn safn og rannsókn-
arstofnun á sviði sögu heilbrigðismála.
Hér er um tvíþætt verkefni að ræða. I fyrsta lagi er um
friðun og varðveislu húss að ræða, sem þjóðminjalög nr. 52 19.
maí 1969 gilda um, og má segja, að frá þeim þætti sé að nokk-
ru gengið þar, sem fyrir hendi er heimild Alþingis til að ríkið
kaupi Nesstofu í þeim tilgangi. Eftir stendur að ríkið gangi
frá kaupum á henni og taki ákvörðun um hvaða hlutverki hún
skuli gegna jafnframt því að vera varðveittar þjóðminjar.
I öðru lagi er um safn og rannsóknarstofnun á sviði sögu
læknisfræðinnar að ræða, sem er nýmæli og því nauðsynlegt að
ákveða verksvið hennar og stöðu gagnvarl þeim aðilum er hér
eiga hlut að máli. Jeg gæti hugsað mér, að nefnd ynni að málinu,
skipuð þeim aðilum er hér koma mest við sögu s.s. mennta-
málaráðuneytinu, sem væntanlega hefði forgöngu um málið
og skipaði formann hennar. Aðrir nefndarmenn gætu verið
frá eftirfarandi aðilum: heilbrigðis- og fjármálaráðuneytunum,
Þjóðminjasafni, Háskóla íslands, læknadeild og Félagi áhug-
amanna um sögu læknisfræðinnar.
Ég vil hér gera nokkra grein fyrir þætti hinna fjögra síðast
töldu aðila í þessu máli. Á vegum Þjóðminjasafns yrðu
varðveisla Nesstofu, og það á nokkuð af munum er viðkoma
sögu heilbrigðismála, en er auk þess samkv. 2. gr. þjóðminjalaga
„miðstöð allrar þjóðminjavörslu í landinu“. Læknadeild á
einnig nokkuð af munum, sem hafa sögulegt gildi, og á hinum
ýmsu stofnunum hennar, sjúkrahúsum og rannsóknarstofum
fellur að staðaldri til talsvert af munum, sem ekki eru lengur
nothæfir, en margir hverjir hafa sögulegt gildi. Þessir rnunir eru
nú flestir tortímingunni ofurseldir, bæði er að engum á þessum
stofnunum er uppálagt að annast um slíka hluti, og þeir sem
áhuga hafa á því eiga mjög óhægt með það sökum þrengsla,
sem þessar stofnanir eiga við að búa. Það er því mjög brýnt að
sem fyrst megi skapast aðstaða til varðveislu muna af þessu
tagi, sem þegar hafa allt of margir glatast.
Á einu sviði hefur um margra ára skeið verið náin samvinna
milli Þjóðminjasafns og einnar stofnunar læknadeildar, rann-
sóknarstofu háskólans í líffærafræði. Hún hefur tekið til rann-
sóknar og varðveislu þau mannabein, sem grafin hafa verið
upp á vegum Þjóðminjasafns og því hafa borist. Það er eftir
sem áður eigandi beinanna úr heiðni, en um flest hinna bein-
anna hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um eignaréttinn,
enda frekar lítilsvert. Það sem mestu máli varðar er að þau eru
þjóðareign í vörslu ríkisstofnana og með þau farið sem heim-
372 Læknablaðið 2005/91