Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN
vegum menntamálaráðuneytis efnt til samkeppni
um hönnun nýbyggingar fyrir safnið skammt frá Nes-
stofu og er fjallað um það í næstu opnu blaðsins.
/ verðlaunatillögunni er
gert ráð fyrir að nýbygg-
iitgin rísi þar sem örin
bendir neðan við hólinn
sem mun vera gamall sorp-
haugur.
Hver á að byggja?
Eftir að LÍ hafði afhent ríkinu Bygggarða 7 gerðist
fátt í málefnum safnsins og á aðalfundi skömmu
eftir afhendinguna var samþykkt ályktun þess efnis
að félagið legði ekki meira fé til Nesstofusafns að
Bygggarðar 7 sem Lækna-
félag íslands keyptifyrir
arfJóns Steffensen og
fœrði Þjóðminjasafninu
að gjöf.
ildir um sögu þjóðarinnar. Sum þessara beina eru með áberandi
sjúklegunr breytingum og væri eðlilegast að varðveita þau í
safni rannsóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar, bæði sem
sýningargripi og til rannsókna á sögu sjúkdómanna. Heilbrigðu
beinin færi best á að þau yrðu áfram á vegunr rannsóknarstofu
í líffærafræði, en bæði beinasöfnin þurfa að vera aðgengileg til
rannsókna.
Að öðru leyti yrði þáttur háskóla og læknadeildar sá, að efla
getu rannsóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar, til þekkingar-
öflunar og miðlunar á sínu sérsviði. Forstöðumaður stofnun-
arinnar teldist til kennaraliðs læknadeildar, án þess þó, að þar
nreð sé verið að hugsa um sögu læknisfræðinnar sem skyldunám
við þá deild, enda á sviði fyrirhugaðrar nefndar að fjalla um
það. En æskilegt væri að forstöðumaðurinn flytti árlega nokkra
fyrirlestra um sögu læknisfræðinnar svo þeim sem áhuga hefðu
á því gæfist kostur á nokkurri fræðslu í henni. Ennfremur leið-
beini hann þeim er hafa hug á ákveðnu rannsóknarefni til úr-
vinnslu í stofnuninni.
Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar var stofnað
18. des. 1964 til að efla þekkingu á sögu læknisfræðinnar og
jafnframt með það í huga að skapa íslenskan samstarfsaðila að
Nordisk medicinhistorisk Ársbok, sem hliðstæð félög á hinum
Norðurlöndunum stóðu að. Frá og með árbók 1965 hefur
íslenska félagið verið meðútgefandi hennar og félagar þess lagt
til efni í hverja árbók. Ef rannsóknarstofnun sögu læknisfræð-
innar kæmist á laggirnar, þá yrði hún sjálfsagður aðili að útgáfu
árbókarinnar, en Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar
yrði þá að styrktarsamtökum stofnunarinnar á líkan hátt og
Fornleifafélagið er nú samtök manna til styrktar starfsemi
Þjóðminjasafns.
Ef ríkisstjórn íslands getur fallist á þau meginsjónarmið
er hér hafa verið sett fram og kaupir Nesstofu og afhendir
Þjóðminjasafni til umræddra nota, vorum við hjónin búin að
ákveða að afhenda ríkinu tvær milljónir króna til lagfæringa á
Nesstofu. Þessu framlagi myndi ég vilja haga svo að helminginn
afhenti ég á þessu ári og hinn helminginn á næsta ári. Og er
það þá hugmynd mín, að undirbúningsvinna gæti hafist sem
allra fyrst svo unnt væri að hefja vinnu við húsið þegar er það
losnaði.
Síðar meir er línurnar tækju að skýrast og sýnt væri að þær
vonir er ég bind við framtíð rannsóknarstofnunar sögu læknis-
fræðinnar muni rætast, hefi ég hugsað mér að það af bókasafni
mínu er hefur gildi fyrir sögu læknisfræðinnar, en meginstofn-
inn í því hefur sérstakt gildi fyrir sögu íslenskra heilbrigðismála,
renni til stofnunarinnar.
Reykjavík 23. september 1972.
Virðingarfyllst
Jón Steffensen
Til Menntamálaráðherra.
Læknablaðið 2005/91 373