Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / MELTINGARSJÚKDÓMAR
Table I. Association of Functional Bowel Disorders with
presumed psychosomatic diseases
Functional Irritable bowel
dyspepsia syndrome
X2 P X2 P
Headache 76,8 <0,05 80,2 <0,05
Backpain 42,9 <0,05 28,9 <0,05
Insomnia 15,1 <0,05 17,5 <0,05
Tiredness 43,5 <0,05 27,7 <0,05
Depression 23,6 <0,05 17,3 <0,05
Nausea 73,9 <0,05 36,0 <0,05
Stiffness 12,4 <0,05 18,6 <0,05
Dizziness 23,9 <0,05 8,5 <0,05
Package of Social Sciences) tölfræði úrvinnslu-
forrit. Notað var kí Kvaðrat próf með 5% örygg-
ismörkum ásamt ANOVA við úrvinnslu gagna.
Stuðst var við 95% öryggismörk ásamt t-prófi.
Skráning gagna, tvískráning og tölfræðileg úr-
vinnsla var unnin af Félagsvísindastofnun Fláskóla
Islands.
Niðurstöður
Meltuónot: Á rannsóknarárinu skráðu 14% meðal
eða slæm einkenni (12,6% karlar, 15,3% konur).
Útilokaðir úr þessum hóp voru 8,8% sem höfðu
sögu um maga eða skeifugarnarsár. Algengi meltu-
ónota minnkuðu með aldrinum (mynd 1). Af þeim
sem uppfylltu skilmerki um meltuónot voru 54,5%
með verki í efra kviðarholi þegar þeir borðuðu,
36,4% fengu bata á einkennum sínum með því að
taka sýrubindandi lyf og 33,3% með því að taka
histamínblokka. Ekki voru marktæk tengsl á milli
meltuónota og brottnáms gallblöðru. Þeir sem
fundu fyrir alvarlegum einkennum frá efra kviðar-
holi voru líklegri til að hafa samband við lækni og
voru oftar frá vinnu. Samband var á milli reykinga,
áfengisneyslu og meltuónota.
Iðraólga: Algengi iðraólgu var 30,9% (25,3%
karlar, 35,8% konur, p<0,05). Algengi iðraólgu
minnkaði með aldrinum og var tvöfalt hærra hjá
ungu fólki (<30) heldur en hjá eldri einstaklingum
(p<0,05) (mynd 2).
Skörtm heilkenna og fylgisjúkdómar: Þeir sem
voru með iðraólgu höfðu eftirfarandi fylgisjúk-
dóma. Botnlangi hafði verið tekinn marktækt oftar
en hjá öðrum (30,7% á móti 18,5%, p<0,05). Al-
gengi tíðaverkja var marktækt hærra og voru þeir
skráðir hjá 84,3% kvenna á móti 71,9% (p<0,05)
hjá þeim sem ekki voru með iðraólgu.Alvarlegir
og mjög alvarlegir tíðaverkir voru skráðir hjá
32,8% kvenna með iðraólgu á móti 14,6% hjá
þeim sem ekki voru með iðraólgu. Tafla I sýnir
að bæði meltuónot og iðraólga tengjast marktækt
ýmsum meintum geðvefrænum kvillum eins og
%
höfuðverk, bakverk, svefnleysi. þreytu, þunglyndi, Fig. 2. Irritable bowel
ógleði og stirðleika. Tengsl fundust á milli töku syndrome.
aspiríns, parasetamóls og verkjalyfja almennt og
gigtarlyfja og alvarlegra einkenna SEM.
Félagsleg og lýðfrœðileg tengsl: Algengi minnk-
aði marktækt með aldri í báðum flokkum. Hjá
þeim sem voru með iðraólgu var algengi hærra
hjá konum en körlunt í öllum aldursflokkum með
einni undantekningu (mynd 2). Algengi í aldurs-
hópnum 36-45 ára var það sama hjá körlum og
konum. Engin tengsl fundust á milli iðraólgu og
menntunar. Truflanir á vinnu voru algengari hjá
iðraólgu sjúklingum en öðrum og var það oft
vegna kviðverkja.
Umræða
Aðferðafrœðileg atriði: Þessi umfangsmikla far-
aldsfræðilega rannsókn kannar tvær megin tegund-
ir SEM hjá slembiúrtaki Islendinga. Spurningalisti
var sendur út til 2000 manns á aldrinum 18-75 ára.
1336 sendu til baka útfyllta spurningalista en það
er 1% Islendinga á þessu aldursbili. Þeir sem ekki
svöruðu dreifðust jafnt í félagshópa og ætti það því
ekki að hafa áhrif á niðurstöður. Spurningalistinn
var þróaður og prófaður á bandarískum hópum
(29-31) og reyndist vera gott mælitæki fyrir SEM.
Spurningar voru þýddar og aðlagaðar fyrir Island.
Niðurstöður um algengi: Niðurstöður þessarar
rannsóknar sýna að starfrænir kvillar í meltingar-
Læknablaðið 2005/91 331