Læknablaðið - 15.10.2005, Side 9
RITSTJÓRNARGREINAR
Sérgreinar læknisfræðinnar
Hugleiðingar um stöðu sérgreina á íslensku háskólasjúkrahúsi
Sérgreinar eru undirstöðueiningar læknisfræðinnar
og byggja á langri hefð sem festist að verulegu leyti
í sessi þegar á 19. öld og var lögleidd á íslandi árið
1932. Hver sérgrein hefur mótast um ákveðna þekk-
ingu á klínískri læknisfræði og tengjast oft þekk-
ingu á sjúkdómum í tilteknu líffærakerfi eða líffæri.
Hver sérgrein hefur sínar ákveðnu starfsaðferðir og
fagþekkingu sem birtist meðal annars í sérhæfðum
fagtímaritum og ráðstefnum og símenntun. Aðrar
heilbrigðisstéttir hafa síðan tekið upp þessa skiptingu
að verulegu leyti.
Flestir íslenskir læknar dvelja erlendis árum saman
við sérnám og starfa síðan innan þeirrar greinar eftir
að heim er komið. Val á sérgrein er þannig ekki síður
mikil ákvörðun fyrir unglækna en val á háskólanámi.
Þekking og starf sérgreina skarast og fjöldi og skil-
greining sérgreina hafa breyst með tímanum. Reynt
hefur verið að staðla kröfur til sérnáms bæði austan
hafs og vestan. Bandaríkjamenn hafa búið við staðlað
kerfi áratugum saman og á síðustu árum hefur verið
unnið að samræmingu sérnáms í læknisfræði í Evrópu.
Sérfræðilæknar (þar með talið heimilislæknar að
sjálfsögðu) eru sú heilbrigðisstétt sem hefur í krafti
menntunar, reynslu og starfa ráðið ferðinni í uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustunnar. Framfarir í læknisfræði
hér á landi hafa oftast tengst nýrri þekkingu í viðkom-
andi sérgrein og meðal annars þess vegna er mikilvægt
að tryggja vöxt og viðgang sérgreina hér á landi.
Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar er vaxandi
vandamál, meðal annars vegna tilkomu dýrra lyfja,
dýrra greiningarrannsókna og hækkandi aldurs þjóð-
arinnar. Sérfræðilæknar taka flestar ákvarðanir um
svokallaðan breytilegan rekstrarkostnað heilbrigðis-
þjónustunnar, það er kostnaður við lyf, rannsóknir og
svo framvegis. Læknar verða að axla þá ábyrgð sem
fylgir útdeilingu takmarkaðs fjármagns og þetta er
best tryggt á Landspítala með því að sérgreinar komi
beint að stjórnun sjúkrahússins.
Margar sérgreinar eru litlar og byggja tilvist sína á
fáum sérfræðilæknum og þá er nýliðun greinarinnar
áhyggjuefni og ekki dugar að líta á sérþekkingu sem
ótæmandi auðlind. Þannig huga unglæknar vandlega
að vinnuumhverfi í sérgreininni hér á landi, áður en
þeir velja sér sérgrein. Vegna smæðar er Island sér-
staklega viðkvæmt fyrir þessum vanda og því þarf
að tryggja að hægt sé að laða unglækna að minni sér-
greinum. Vaxandi álag á heilbrigðiskerfið vegna kröfu
um aðhald í fjármálum hefur minnkað sveiganleika
í rekstri og aukið álag og þannig gert sjúkradeildar
minna aðlaðandi fyrir unglækna. Hluti vandans er
einnig að almenn viðhorfsbreyting hefur orðið á
Vesturlöndum til vinnu utan hefðbundins dagvinnu-
tíma og víða er orðið erfiðara að manna sérgreinar
sem krefjast mikillar vaktavinnu. Móta þarf stefnu um
hvernig tryggja eigi lágmarksmönnun í sérgreinum
læknisfræðinnar í náinni framtíð. Þetta verður að gera
í góðri samvinnu heilbrigðisyfirvalda og sérfræðilækna.
Nýlega hljóp heilbrigðisráðuneytið undir bagga við
eflingu sémáms í heimilislækningum og mikilvægt er
að ráðuneytið geti komið að sambærilegum lausnum
í öðrum sérgreinum. ísland er nú hluti af alþjóðlegu
umhverfi og ef ekki er hugað að óskum neytenda mun
smám saman myndast tvöfalt kerfi, þar sem þeir sem
hafa einkatryggingar geta leitað út fyrir landsteinana
eftir heilbrigðisþjónustu. Heyrst hefur að til séu stór-
fyrirtæki á Norðurlöndum sem tryggi sumum starfs-
mönnum sínum aðgang að læknisþjónustu erlendis, ef
hún er ekki í boði í heimalandinu. Skortur á heildar-
stefnu eykur einnig líkur á að ákveðnir sjúklingahópar,
svo sem eldri einstaklingar, verði afskiptir.
Landspítali er háskólasjúkrahús og margir læknar
sjúkrahússins eru jafnframt fastráðnir kennarar við
Háskóla íslands. Eitt meginhlutverk háskóla og há-
skólasjúkrahúss er fagleg umræða. Tryggja verður að
þessi umræða fari fram og efla verður tjáningu lækna
um fagleg málefni og forðast verður með öllum ráðum
að þagga niður gagnrýnisraddir. Grunnhugmynd um
háskóla á Vesturlöndum hefur byggist á því að frum-
skylda og grunnréttindi háskólakennara séu að tjá sig
óhindrað um málefni sinna greina, og hefur til dæmis
Þýskaland séð ástæðu til að binda tjáningarfrelsi há-
skólakennara í stjórnarskrána. Læknadeildin verður
að taka miklu meiri forystu í að skapa umhverfi þekk-
ingaröflunar og þekkingarmiðlunar á sjúkrahúsinu
með því að stuðla að meiri og opnari umræðu um
rekstur sjúkrahússins. Rétt er að hugleiða hvort ekki
eigi að taka upp fyrirlestra í læknadeild urn fjármögn-
un og fjármálastjórnun í heilbrigðisþjónustunni.
Sérgreinar læknisfræðinnar þurfa að hafa fullnægj-
andi aðstöðu og áhrif á daglegan rekstur, aðstöðu til
kennslu og rannsókna og aðstöðu til að tryggja fram-
tíðarmönnun sérgreinarinnar. Núverandi stjórnkerfi
hefur lagt megin áherslu á fjármálahliðina, en rödd
faglegrar þekkingar og kennslu þarf að heyrast miklu
betur. Nauðsynlegt er að háskólinn, og þar með lækna-
deild HÍ, eigi miklu meira frumkvæði í að þróa til-
lögur að framtíðarskipun heilbrigðismála. Rétt er og
nauðsynlegt að sérgreinar á Landspítala hafi beinan
aðgang að stjórn sjúkrahússins og jafnframt að lækna-
deild hafi sjálfstæða rödd í stjórnkerfi spítalans.
Elías Ólafsson
Höfundur er prófessor í
taugasjúkdómafræði og
yfirlæknir taugalækn-
ingadeildar Landspítala.
Læknablaðið 2005/91 725