Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2005, Page 17

Læknablaðið - 15.10.2005, Page 17
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI stunda dvöl í lauginni. Hjúkrunarfræðingur í hópnum lýsti einkennunum þannig að fljótlega eftir baðferðina hafi myndast fjöldinn allur af vel afmörkuðum útbrotum á þeim hlutum líkamans sem verið höfðu niður í vatninu og fylgdi útbrot- unum ofsakláði. Vökvafyllt þina myndaðist oft í miðju kláðabólanna og springi hún vessaði úr sárinu. Sama var uppi á teningnum dagana 23. og 24. ágúst þegar allir þeirra níu sem þá böðuðu sig í Laugalæknum fengu kláðabólur. Fjórum dögunt síðar leitaði einn þeirra (sá var með um 100 kláðabólur) til Jens Magnússonar heimilislæknis sem taldi að sundmannakláði væri þar á ferðinni. Ljósmyndaði Jens útbrotin (mynd 3). Þegar þessar fregnir bárust var hafist handa við að gera ráð- stafanir til að fá til rannsókna bæði snigla úr vað- tjörninni og stokkendur sem héldu þar einnig til. Eftir að Trichobilharzia smit hafði verið staðfest í báðum þessum tegundum 1. september 2003 var sett upp viðvörunarskilti þar sem tilgreint var að lirfur taugasækinnar nasaögðu hefðu verið stað- festar í Laugalæknum og fólki ráðið frá baðferðunt þar. Sömu upplýsingum var komið til skálavarða og Ferðafélags íslands. Viðvaranirnar voru þó iðu- lega virtar að vettugi. Sundlirfum í tjörninni fækkaði greinilega þegar leið á septembermánuð. Þrír Islendingar fóru til dæmis í hálftíma í Laugalækinn 22. september. Fékk einn þeirra 19 kláðabólur en hinir engar. Hjón sem fóru um svipað leyti í laugina fengu 20 og tvær bólur hvort. Dagana 29. september til 1. októ- ber var 56 manna hópur í Landmannalaugum og böðuðu allflestir sig einu sinni eða tvisvar í lækn- um. Einungis átta þeirra fengu útbrot. Kláðabólur komu í ljós fyrsta sólarhringinn hjá þremur þeirra, næstu tvo til þrjá dagana hjá þremur til viðbótar en hjá einum komu 25-30 bólur ekki fram fyrr en á fjórða og fimmta degi. Hjá þeint síðastnefnda voru bólurnar einkum á handleggjum og brjóstkassa sem bendir til þess að lirfurnar hafi þá haldið sig alveg í yfirborði vatnsins. Fyrstu klukkutímana eftir baðferðina fann viðkomandi fyrir kláða sem síðan hvarf en kom aftur þegar bólurnar tóku að blása upp. Kláðinn minnkaði smám saman á ann- arri viku. Á þriðju viku hurfu einkennin nema þar sem rifið hafði verið ofan af bólum og bakteríu- sýkingar höfðu hreiðrað um sig. Seinni hluta októ- bermánaðar fóru sjö manns ítrekað í Laugalækinn án þess að fá útbrot. Því kom það nokkuð á óvart þegar flestir í 26 manna hópi erlendra gesta sem fóru í Laugalækinn dagana 7. og 8. desember 2003 fengu nokkrar kláðabólur hver. Svipað var uppi á teningnum í mars og apríl 2004 þegar allmargir bað- gestir fengu sundmannakláða eftir að hafa farið í Laugalækinn. Vorið og sumarið 2004 bárust engar fregnir um sundmannakláða fyrr en kunningjakona eins skálavarðanna upplýsti hana símleiðis, nokkrum dögum eftir dvöl hennar í Landmannalaugum, að hún væri illa leikin af sundmannakláða eftir að hafa farið f Laugalækinn 8. ágúst 2004. Fregnir um fyrsta tilfellið í ágúst bárust því nokkrum dögum fyrr en árið á undan. Hvernig málin þróuðust eftir þetta er óljóst. Þann 1. september hafði Ferðafélag íslands forgöngu um að sett yrði upp skilti við bað- staðinn þar sem lífsferill sníkjudýrsins var kynntur og fólki ráðlegt að útsetja sig ekki fyrir sundmanna- kláða. Dagana þar á undan höfðu skálavörðum borist fregnir af allmörgum tilfellum og var meðal annars leitað eftir stuðningi héraðslæknisins á Hellu við að banna baðferðir í Landmannalaugum. Ferðamaður sem fór 31. ágúst í laugina og dvaldi þar í tvo klukkutíma tók tveim stundum síðar eftir 23 kláðabólum sem sáust ennþá þremur vikum síðar sem rauðir flekkir á húðinni. Eiginkonan sem dvaldi jafnlengi í lauginni fékk engin útbrot. Á að giska 20 aðrir gestir fóru í laugina á þessum tveim- ur tímum. Engar heimildir eru fyrirliggjandi um sundmannakláða í Laugum frá septemberbyrjun og því ekki vitað hvort, eða þá hvenær sundlirf- urnar hurfu úr vatninu. Viðvörunarskiltið var samt enn við baðstaðinn í lok febrúar 2005. Fjöldi sundmannakláðatilfella í ágúst 2003 Hægt er að meta gróflega hversu margir ferðamenn voru útsettir fyrir sundmannakláða í Laugalæknum Mynd 3. Útbrot af völdum sundlirfa Tricho- bilharzia sníkjudýra. Of- nœmisviðbrögð sýna að ferð sundlirfunnar hefur verið stöðvuð og verið sé að brjóta hana niður. Læknablaðið 2005/91 733

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.