Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI stunda dvöl í lauginni. Hjúkrunarfræðingur í hópnum lýsti einkennunum þannig að fljótlega eftir baðferðina hafi myndast fjöldinn allur af vel afmörkuðum útbrotum á þeim hlutum líkamans sem verið höfðu niður í vatninu og fylgdi útbrot- unum ofsakláði. Vökvafyllt þina myndaðist oft í miðju kláðabólanna og springi hún vessaði úr sárinu. Sama var uppi á teningnum dagana 23. og 24. ágúst þegar allir þeirra níu sem þá böðuðu sig í Laugalæknum fengu kláðabólur. Fjórum dögunt síðar leitaði einn þeirra (sá var með um 100 kláðabólur) til Jens Magnússonar heimilislæknis sem taldi að sundmannakláði væri þar á ferðinni. Ljósmyndaði Jens útbrotin (mynd 3). Þegar þessar fregnir bárust var hafist handa við að gera ráð- stafanir til að fá til rannsókna bæði snigla úr vað- tjörninni og stokkendur sem héldu þar einnig til. Eftir að Trichobilharzia smit hafði verið staðfest í báðum þessum tegundum 1. september 2003 var sett upp viðvörunarskilti þar sem tilgreint var að lirfur taugasækinnar nasaögðu hefðu verið stað- festar í Laugalæknum og fólki ráðið frá baðferðunt þar. Sömu upplýsingum var komið til skálavarða og Ferðafélags íslands. Viðvaranirnar voru þó iðu- lega virtar að vettugi. Sundlirfum í tjörninni fækkaði greinilega þegar leið á septembermánuð. Þrír Islendingar fóru til dæmis í hálftíma í Laugalækinn 22. september. Fékk einn þeirra 19 kláðabólur en hinir engar. Hjón sem fóru um svipað leyti í laugina fengu 20 og tvær bólur hvort. Dagana 29. september til 1. októ- ber var 56 manna hópur í Landmannalaugum og böðuðu allflestir sig einu sinni eða tvisvar í lækn- um. Einungis átta þeirra fengu útbrot. Kláðabólur komu í ljós fyrsta sólarhringinn hjá þremur þeirra, næstu tvo til þrjá dagana hjá þremur til viðbótar en hjá einum komu 25-30 bólur ekki fram fyrr en á fjórða og fimmta degi. Hjá þeint síðastnefnda voru bólurnar einkum á handleggjum og brjóstkassa sem bendir til þess að lirfurnar hafi þá haldið sig alveg í yfirborði vatnsins. Fyrstu klukkutímana eftir baðferðina fann viðkomandi fyrir kláða sem síðan hvarf en kom aftur þegar bólurnar tóku að blása upp. Kláðinn minnkaði smám saman á ann- arri viku. Á þriðju viku hurfu einkennin nema þar sem rifið hafði verið ofan af bólum og bakteríu- sýkingar höfðu hreiðrað um sig. Seinni hluta októ- bermánaðar fóru sjö manns ítrekað í Laugalækinn án þess að fá útbrot. Því kom það nokkuð á óvart þegar flestir í 26 manna hópi erlendra gesta sem fóru í Laugalækinn dagana 7. og 8. desember 2003 fengu nokkrar kláðabólur hver. Svipað var uppi á teningnum í mars og apríl 2004 þegar allmargir bað- gestir fengu sundmannakláða eftir að hafa farið í Laugalækinn. Vorið og sumarið 2004 bárust engar fregnir um sundmannakláða fyrr en kunningjakona eins skálavarðanna upplýsti hana símleiðis, nokkrum dögum eftir dvöl hennar í Landmannalaugum, að hún væri illa leikin af sundmannakláða eftir að hafa farið f Laugalækinn 8. ágúst 2004. Fregnir um fyrsta tilfellið í ágúst bárust því nokkrum dögum fyrr en árið á undan. Hvernig málin þróuðust eftir þetta er óljóst. Þann 1. september hafði Ferðafélag íslands forgöngu um að sett yrði upp skilti við bað- staðinn þar sem lífsferill sníkjudýrsins var kynntur og fólki ráðlegt að útsetja sig ekki fyrir sundmanna- kláða. Dagana þar á undan höfðu skálavörðum borist fregnir af allmörgum tilfellum og var meðal annars leitað eftir stuðningi héraðslæknisins á Hellu við að banna baðferðir í Landmannalaugum. Ferðamaður sem fór 31. ágúst í laugina og dvaldi þar í tvo klukkutíma tók tveim stundum síðar eftir 23 kláðabólum sem sáust ennþá þremur vikum síðar sem rauðir flekkir á húðinni. Eiginkonan sem dvaldi jafnlengi í lauginni fékk engin útbrot. Á að giska 20 aðrir gestir fóru í laugina á þessum tveim- ur tímum. Engar heimildir eru fyrirliggjandi um sundmannakláða í Laugum frá septemberbyrjun og því ekki vitað hvort, eða þá hvenær sundlirf- urnar hurfu úr vatninu. Viðvörunarskiltið var samt enn við baðstaðinn í lok febrúar 2005. Fjöldi sundmannakláðatilfella í ágúst 2003 Hægt er að meta gróflega hversu margir ferðamenn voru útsettir fyrir sundmannakláða í Laugalæknum Mynd 3. Útbrot af völdum sundlirfa Tricho- bilharzia sníkjudýra. Of- nœmisviðbrögð sýna að ferð sundlirfunnar hefur verið stöðvuð og verið sé að brjóta hana niður. Læknablaðið 2005/91 733
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.