Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 49

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÉTTINDI SJÚKLINGA til rekja hann til breytinga á viðhorfum í samfélag- inu þar sem vaxandi einstaklingshyggja hefði gert einstaklinginn ábyrgari fyrir eigin heilsu. Maðurinn grípur í vaxandi mæli inn í gang náttúrunnar og það hefur áhrif á verðmætamat okkar og hvernig við skilgreinum hugtök á borð við líf, dauða og fæðingu. Við þetta bætist að markaðssamfélagið hefur gert okkur öll að neytendum og það sjónar- horn breiðist út yfir æ fleiri svið tilverunnar. Hún benti á að meðgangan yrði æ tæknivæddari. Það er hægt að fylgjast náið með þroska fóstursins með ómskoðun og fleiri aðferðum sem verða æ betri og nákvæmari. Það skýtur svo skökku við að loksins þegar kernur að sjálfri fæðingunni eigi bara að láta móður náttúru eina um hana. í lok meðgöngu eru konur búnar að velta mikið fyrir sér þeirri hættu sem þær og barnið geta verið í. Þær eru líka búnar að fá tröllatrú á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þær hafa átt samskipti við og treysta þeim best til að sjá um að koma barninu heilu og höldnu í heiminn. Hún sagði að eitt einkenni á þeim konum sem óska eftir keisaraskurði væri ótti við að missa stjórn á lífi sínu. Þær vilja geta ákveðið sjálfar hvenær þær fæða svo tryggt sé að eiginmaðurinn geti verið við- staddur. Þær trúa því að keisaraskurður dragi úr hættunni á að þær verði fyrir áfalli í fæðingunni, miklum blæðingum og sársauka, skemmdum á þvagfærum og kynfærum sem dragi úr getu þeirra til að lifa kynlífi. Misvísandi skilaboð úr kerfinu Heilbrigðiskerfið á hér líka hlut að máli þótt hags- munir þess ættu að vera að halda aftur af keisara- skurðum. Þeir eru um það bil helmingi dýrari en eðlileg fæðing. Stjórnvöld hafa hins vegar ýtt undir einkavæðingu og samkeppni í heilbrigðisþjónustu sem hefur breytt mörgu, meðal annars því að gera þjónustuna að neyslugæðum sem fólk semur um við lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þessi staða gagnast þeim sém standa sterkar að vígi í samfélaginu og geta haft sitt fram. Aukin samkeppni veldur því líka að aðgerðum sem byggjast á vafasömum sjúkdómsgreiningum fer fjölgandi. Ein leiðin til fjármögnunar sjúkra- trygginga er sú að láta peninginn fylgja sjúklingn- um en það getur leitt til samkeppni um sjúklinga milli sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Þetta getur náttúrlega haft skelfilegar afleiðingar ef stjórnvöld móta ekki skýra stefnu um það hvað megi gera og hvað ekki í heilbrigðisþjónustu. Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt væri að móta stefnu um það hvort konur ættu skil- yrðislausan rétt á að velja keisaraskurð en til þess þyrfti rannsóknir. Læknar hljóta að hafa skoðun á því hvort þeir vilji gera skurðaðgerð sem þeir telja enga þörf vera á. Hins vegar séu það ekki endilega sömu læknarnir sem taka viðtölin við konurnar og eru á vakt þegar kemur að fæðingunni. Greinilegt var á ummælum fundarmanna sem tjáðu sig eftir erindi Karinar að þarna var á ferðinni mál sem varðar alla sem starfa á kvenna- og fæðing- ardeildum miklu. Umræðan er rétt að byrja. Þess má svo geta hér í lokin að læknar á kvennadeild Landspítala hafa gert rannsóknir á fylgikvillum keisaraskurða sem þar eru gerðir og fræðigrein um það efni mun birtast hér í blaðinu á næstunni. Heimild 1. Lavender T, Kingdon C, Hart A, Gyte G, Gabbay M, Neison JP. Could a randomised trial answer the controversy relating to elective caesarean section? National survey of consultant obstetricians and heads of midwifery. BMJ 2005; 331:490-1. Karin Holler ber lililinn „ udviklingssygeplejerske “ á Háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum á Fjóni. Það gœti þýlt hjúkrunarfrœð- ingur rneð þróun fagsins sem sérsvið. Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.