Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 51

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Mynd 1. Vísindagreinar fjögurra höfunda, tveggja íslenskra og tveggja erlendra Nóbelsverðlaunaliafa, hafa veriðflokk- aðar eftir fjölda tilvitnana. Byggt er á gögnum úr Web of Science (ISI), „generalsearch" og „cited reference search“. Mynd A sýnir greinar eftir tilvitnunum (0-20, 21-40 osfrv.), mynd B (framhald af\ með breyttum ásum) greinar eftir tilvitnunum (100-200, 200-400 osfrv.að 1000) og >1000. Greinar frá 2005 eru ekki teknar með en tilvitnanirnar annars taldar í allar greinar höfundanna. Höfundur 1 (opnir ferhyrningar) var á 208 birtum greinum með 3033 tilvitnanir, höf. II (fylltir tíglar) 155 greinar, 6918 tilvitn., höf. III (fylltir þríhyrningar) 100 greinar, 7615 tilvitn. og höf. IV (opnir hríngir) 276 greinar, 4693 tilvitn. Ljóst er að 60-80% greina fá minna en 40 tilvitnanir og greinar með meira en 800 tilvitnanir eru afar fágœtar. Slíkar greinar eru því afbrigðileg tilvik sem gera verður grein fyrir sérstaklega. Það kynni því að vera besti vitnisburðurinn um ágœti höfunda að líkjast Nóbelsverðlaunahöfum í dreifingu tilvísana á greinar þeirra. Lesendum er látið eftir að finna Nóbelsverðlaunahafana. gera ekki skarpan greinarmun á klínískum greinum og öðrum greinum sem fást við grundvallar (basic) rannsóknir. Eru t.d. greinar um gen, prótein eða frumulíffræði alltaf klínískar eða bara stundum? Af greininni (1) má ætla að há tíðni tilvitnana í íslenskar vísindagreinar sé ekki marktækt hærri en slík tíðni margra annarra þjóða. Þetta byggist á því að almennt hafa um 90% vísindagreina innan við 100 tilvitnanir og örfáar (<1%) meira en 800 (mynd 1, A og B) og ber ekki að nota meðaltal til samanburðar í slíkum tilfellum eins og fram kemur í athugasemd við greinina (5). Ef einhver breyting yrði á meðferð mest tilvitnuðu (sjá heimildaskrá) „skandinavísk-íslensku og bresk-íslensku“ grein- anna þriggja (2-4) í tölulegri úrvinnslu gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir tilvísunartíðni hinna til- tölulega fáu „íslensku" greina í „clinical medicine“ þótt sú breyting hreyfði lítt við tilvísunartfðni hjá stærri þjóðum. Stórar yfirlýsingar um tilvitnanatíðni eru því varhugaverðar. Loks blasir það við eftir því hvernig reiknað er og ekki er gerð grein fyrir í umræddri grein (1) að ef allir þrír fslensku læknarnir sem voru höfundar að mest tilvitnuðu greininni hefðu fengið inni hjá höfundum greinarinnar (1) með sínar tilvitnanir hver, þá hefðum við verið með ennþá meiri yfir- burði í tilvitnunum meðal þjóða heims. Ef til vill grunsamlega yfirburði? Hvað skyldu t.d. Svíar (9,0 millj., 47 sjúkrasetur) og Norðmenn (4,6 millj., 22 sjúkrasetur) með miklu fleiri höfunda á þessari grein hafa fengið há meðaltöl tilvitnana ef þeir hefðu fengið sömu hlutfallslega aðild að greininni (1) og Islendingar? Pað hefði styrkt umrædda grein Læknablaðsins verulega ef slíkar kannanir hefðu verið gerðar á áhrifum mest tilvitnuðu greinarinnar hjá þessum þjóðum, en höfundar hennar voru ein- göngu frá Norðurlöndunum? Með vandaðri vinnu- brögðum hefði síðan mátt senda umrædda grein til birtingar í „Ugeskrift for læger“ t.d. og þannig kynna dugnað Islendinga fyrir alheimi en ekki bara hlakka sjálfir yfir eigin ágæti. Leyfa öðrum að hlæja með okkur eða hlæja að okkur ef þeim sýndist svo? Ugeskrift for læger er inni í tölvugagnagrunnunum ISI og SCI þangað sem Læknablaðið sækist eftir að komast, og því áhugavert að vita hvort slík blöð eru tilbúin til að birta títtnefnda grein. Ósennilegt er að hún yrði tekin til birtingar í slíkum blöðum óbreytt en auðvitað mætti reyna það í byrjun til að sjá hvar Læknablaðið stendur m.t.t. birtingarhæfni greina. Aðeins ein athugasemd út af greininni hefur borist Læknablaðinu (5). í svari (6) viðurkenna höfundar að 60% af tilvitnunum í íslenskar greinar séu vegna þeirra þriggja „fjölhöfunda og fjölsetra“ greina sem að framan er getið (2-4). Nokkurs mis- skilnings gætir þó í svari (6). í athugasemd (5) var birt athyglisverð könnun sem sýndi að eftir því sem heimildir í greinum væru fleiri, þeim mun líklegri væru þær greinar til að fá fleiri tilvitnanir. I raun er þetta í samræmi við það sem getið er í greininni (1) að yfirlitsgreinar sem byggja á mun fleiri heim- ildum fá mun fleiri tilvitnanir, þótt þar sé ekki að finna nýjar uppgötvanir eða þekkingu. Svargreinin Læknablaðið 2005/91 767

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.