Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING / NÁMSKEIÐ ln memoriam Sigurjón Jóhannsson Fæddur 12. ágúst 1933 - Dáinn 18. ágúst 2005 Snemma árs 1976 ákváðu forráðamenn Lækna- blaðsins að leyfa ráðningu blaðamanns í hlutastarf við blaðið. Ég leitaði þá til gamals skólabróður míns, Sigurjóns Jóhannssonar, sem ég vissi að kunni til verka við frágang blaða og fékk hann til starfa. Við þá ráðningu skipti ekki minna máli að Sigurjón var vel að sér um sálarlíf prentara. Samstarfið við Sigurjón var farsælt og það var eftirsjá að honum þegar hann flutti til Noregs fjór- um árum seinna. Þangað fylgdi hann konu sinni, Ernu Þorleifsdóttur læknaritara, sem var á leið í framhaldsnám í félagsráðgjöf. Sigurjón var fljótlega ráðinn sem kennari við norska blaðamannaháskólann vegna þekkingar hans á blaðamennsku og vinnslu blaða, þótt hann hefði ekki háskólapróf upp á vasann. Þar kom sér vel listfengi hans enda var hann fær ljósmyndari að auki. Þegar heim kom tók hann þátl í að hleypa af stokkunum upplýsinga- og fjölmiðlabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hann starf- aði fram að eftirlaunaaldri. Um leið og ég þakka Sigurjóni samfylgdina og samstarfið vil ég ítreka það sem ég hef áður sagt að velgengni Læknablaðsins hefur æ síðan hann kom til starfa byggst á því að blaðið hefur notið þeirrar gæfu að hafa góða blaðamenn í starfi. Ég votta börnum Sigurjóns og eftirlifandi sam- býliskonu hans, Ingibjörgu Þórarinsdóttur, samúð mína. Örn Bjarnason Við þessa kveðju Arnar Bjarnasonar vil ég bæta örfáum orðum. Um það leyti sem Sigurjón réðst til starfa á Læknablaðinu var hans aðalstarfsvett- vangur á Þjóðviljanum. Þar kynntist ég honum þegar ég hóf störf sem blaðamaður í ársbyrjun 1973. Ég er ekki frekar en Sigurjón með langa menntun að baki en naut þeirra forréttinda að geta leitað til reyndra blaðamanna sem leiddu mig fyrstu sporin í faginu. Meðal þeirra sem reyndust mér best á þessum tíma var Sigurjón Jóhannsson. Það kom mér ekki á óvart að hann skyldi helga sig kennslu síðari hluta starfsævi sinnar því honum var í blóð borið að segja ungu fólki til og kenna því réttu vinnubrögð- in. Okkur varð vel til vina og þó við sæjumst ekki reglulega voru fundir okkar alltaf ánægjulegir. Að kynnum okkar bý ég enn og vil þakka fyrir mig. Þröstur Haraldsson V AfVf ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Bráðalækningar utan sjúkrahúsa í samstarfi við slysa- og bráðadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Fræðslustofnun lækna. Ætlað starfandi læknum. Hámarksfjöldi þátt- takenda er 24. Markmið námskeiðsins er að þjálfa lækna í að bregðast við vandamál- um sjúklinga á vettvangi utan sjúkrahúsa með þeim búnaði sem er í fullbúnum sjúkrabíl. Allir sem koma að kennslu á námskeiðinu hafa umtalsverða reynslu af vettvangsstörfum. í fyrirlestrum er fjallað um: vinnuaðstæður utan sjúkrahúsa og öryggi á vettvangi, störf sjúkra- flutningamanna og neyðarvarða, ábyrgð og eftirlitshlutverk lækna með þeim störfum, bráðalyf og bráð sjúkdómseinkenni, kynntir vinnuferlar endurlífgunar, fæðingarog kvensjúkdómar, bráðveik börn og endurlífgun barna, áverkar aldraðra, áverkaferli, hópslys. Helmingur námskeiðsins felst í verklegum æfingum í endurlífgun, sérhæfðum öndunarvegi, áverkamati, skorðun á hrygg og spelkun, hópslysaviðbúnaði, heimsókn á Neyðarlínu og fleira. Verknám á neyðarbíl (val). Á síðasta degi fer hluti verklegra æfinga fram utandyra hvernig sem viðrar. Fólk klæði sig í samræmi við veður. Umsjón/kennarar: Hjalti Már Björnsson læknir á slysa- og bráðadeild LSH, Jón Baldursson yfirlæknir á slysa- og bráðadeild LSH, Kristín Sigurðardóttir læknir á slysa- og bráðadeild LSH, og Viðar Magnússon læknir á slysa- og bráðadeild LSH. Tími: 25.-28. okt. 2005, kl. 8:30 -16:30. Verð: 55.000 kr. Nánari upplýsingar og skráning á www.endurmenntun.is Læknablaðið 2005/91 779
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.