Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 4

Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 4
Silfur 925, ykkar teikning. Verð frá 19.800 kr. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Versnandi þegar líður á daginn, hVessir, skafrenningur og snjókoma. höfuðborgarsVæðið: Hægviðri, en tekur að blása upp úr kl. 15. sV-strekkingur og éljagangur Vestantil, en rofar til eystra. höfuðborgarsVæðið: Él meira og minna og Hiti undir frostmarki. snýst í fremur hæga n-átt og Víða éljagangur, einkum framan af degi höfuðborgarsVæðið: n og na-átt og rofar til þegar líður á daginn. Vetrarlegt næstu dagana Nú er nýr snjór yfir um nánast allt land. Seinna í dag föstudag og í nótt fara skil hratt yfir landið. Seinni partinn verður víða skafrenningur og ofankoma um landið sunnan- og vestanvert. Það nær rétt svo að hlána í byggð í skamma stund, en hríðarkóf gæti hæglega torveldað ferðir á milli landshluta. Á laugardag snýst til SV-áttar með éljum vestantil og kólnar ákveðið fram á sunnnudag þegar áttin verður N-læg og él sýna sig þá einnig norðan- og norðaustantil. Birtir þá upp syðra. -4 -3 -5 -6 -7 -1 -3 -5 -3 -2 -5 -3 -5 -5 -7 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var trivial Pursuit heyrir sögunni til Spurningaspilið Trivial Pursuit kemur að öllum líkindum ekki aftur út á Íslandi. Þetta kemur fram á vef Kjarnans. Þar kemur fram að það sé einfaldlega of dýrt að gefa spilið út hér á landi sökum fólksfæðar. Ný útgáfa spilsins myndi ekki borga sig. Trivial Pursuit hefur verið ófáanlegt hér á landi undanfarin ár. Kjarninn segir frá því að bandaríski leikjarisinn Hasbro hafi eignast öll útgáfuréttindi að spilinu árið 2008. Síðan hefur það ekki komið út hér á landi. Seltjarnarnesbær lækkar fasteignaskatta og hækkar tómstundastyrki Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar gerir ráð fyrir lækkun fasteignaskatta úr 0,21% í 0,20%. Þá mun tómstunda- styrkur hækka um 65% á milli ára, úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Í tilkynningu kemur fram að styrkirnir séu þeir hæstu á landinu. 365 semur við HBO 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtæk- ið HBO. Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið en þar segir að samningurinn muni tryggja Stöð 2 viðamikil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarps- markað. Efni frá HBO verður bæði sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem að það verður aðgengilegt í gegnum sérrásina Stöð 2 Maraþon. 818 milljónir Langisjór ehf., sem á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, hagnaðist um 818 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Hagnaðurinn jókst um 115% frá á árinu 2012 en þá nam hagnaður fyrirtækisins 380 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 6,2 milljörðum króna um áramótin samanborið við 5,5 milljarða árið á undan. Skuldir námu tæpum 5 milljörðum en voru 4,7 milljarðar árið 2012. Eigið fé félagsins í lok síðasta árs nam tæpum 1,3 milljörðum en var rúmlega 800 milljónir árið á undan. Eiginfjárhlutfall var 20,2%. 800 þúsund ár af tónlist Virkir notendur Spotify eru orðnir um 50 milljónir og þeir hafa streymt um sjö milljörðum klukkustunda af tónlist það sem af er ári. Það þýðir að þeir hlustuðu samtals á um 800 þúsund ár af tónlist á árinu, sem er reyndar enn ekki lokið. Barbie í frost Barbie er ekki lengur vinsælasta dúkkan í leikfangabúðum vestanhafs, að því er ný könnun America’s National Retail Federation, leiðir í ljós. Dúkkur byggðar á Disney-myndinni Frozen eru nú orðnar vinsælli. Þetta ku vera í fyrsta sinn í meira en áratug sem Barbie vermir ekki fyrsta sætið, í aðdraganda jólanna. Barbie-dúkkan vermir nú annað sætið. Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjár-magns Kvikmyndamiðstöðvar Ís-lands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvik- myndagerð. Dögg Mósesdóttir, formaður Wift á Ís- landi, Félags kvenna í kvikmyndagerð, seg- ir hluta vandans liggja í því að færri konur en karlar sæki um styrki og að róttækar breytingar þurfi til að breyta því. Stelpur þurfi hvata til að fara í kvikmyndagerð og því sé mikilvægt að merkja hluta styrkj- anna konum, líkt og gert er í Svíþjóð. Vantar jafnréttisáætlun „Miðað við þær tölur sem hafa komið fram þá lítur út fyrir að konur séu líklegri til að fá styrk ef þær sækja um en það er samt ekki yfirlýst stefna hjá Kvikmynda- miðstöð og þar af leiðandi er engin pressa á framleiðendur að veðja á konur. Það eru fleiri karlframleiðendur á Íslandi en kven- framleiðendur og þeir eru oft að vinna með æskuvinum eða félögum sínum. Mín kenning er sú að Kvikmyndamiðstöð geti gert helling til að breyta þessu ójafnvægi með því að vera með einhverskonar jafn- réttisáætlun. Ef ákveðinn hluti styrkjanna væri merktur konum þá myndi skapast eft- irspurn eftir konum í bransann, þær væru hvattar til að fara í kvikmyndanám og það hefði rosaleg margfeldisáhrif,“ segir Dögg. Dögg nefnir „sænsku leiðina“ í þessu samhengi þar sem yfirlýst jafnréttisátak hefur komið hlutfalli kvenna upp í 40%. „Auðvitað tekur allt sinn tíma og það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að breyt- ingarnar gerist á einu ári en eitthvað þarf að gerast. Auðvitað mega konur taka sig á og sækja meira um en það er ákveðinn valdastrúktúr í gangi sem er erfitt að brjót- ast í gegnum nema með róttækum leiðum. Það hefur sýnt sig að það er ekki skortur á sögum hjá konum því þegar við settum handritasamkeppnina Doris á laggirnar þá bárust okkur 102 umsóknir. Þetta voru konur af öllum stigum samfélagsins sem vildu segja sögur sem hafa aldrei heyrst áður.“ Erfitt að framkvæma jafnrétt- isáætlun Laufey Guðjónsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður Kvikmyndmiðstöðvar Ís- lands frá árinu 2003. Hún fagnar því að um- ræðan sé komin upp á yfirborðið. Hún seg- ir áberandi vöxt í handritaskrifum kvenna, stuttmyndagerð og heimildamyndum en að lítil ásókn kvenna í leiknar myndir í fullir lengd sé margslungið vandamál sem hún sjái ekki eina lausn á. Hún segir Kvikmyndasjóð vera með jafnréttissýn en erfitt sé að hrinda jafnréttisáætlun í fram- kvæmd. „Þá þyrfti ráðuneytið að strúkt- úrera þetta allt öðruvísi, fjárveitingar, reglugerðir og úthlutanir úr sjóðnum. Við erum með rosalega stífar reglugerðir sem við þurfum að fara eftir svo það þyrfti að breyta allri umgjörðinni.“ „Ég held að við séum með jafnréttissýn, en sjóðurinn er hálfgerð endastöð. Það þarf eitthvað annað að vera í boði líka, meðfram KMÍ. Við höfum mun takmarkaðra starfs- svið en til dæmis sænska kvikmyndamið- stöðin. Við styrkjum bara fólk sem hefur atvinnu af þessu, en erum ekki mennta- stofnun.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  kvikmyndamiðstöð konur kreFjast róttækra breytinga 87% fjármagns Kvik- myndasjóðs fer til karla Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndasjóðs til karla. Dögg Mósesdóttir, for- maður Wift, Félags kvenna í kvikmyndum á Íslandi, segir þurfa róttækar breytingar til að komast upp úr gömlum valdastrúktúr. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, telur Kvikmyndamiðstöð vera með jafnréttissýn. „Það eru rosaleg tækifæri þarna fyrir framleiðendur sem vilja gefa nýja sýn á íslenskan raunveruleika. Það er hellingur af kvikmyndagerðarkonum í startholunum, tilbúnar að takast á við tækifærin um leið og þau bjóðast.“ Dögg Mósesdóttir, formaður Wift; Félags kvenna í kvikmyndum. Ljósmynd/Hari Árið 2012 var 39 styrkjum úthlutað til leikinna kvikmynda í fullri lengd úr Kvikmynda­ sjóði og 2 þeirra runnu til kvenleikstjóra. Árið 2013 var 63 styrkjum úthlutað og 11 þeirra runnu til kvenleiks­ tjóra. Á sama tíma eru konur líklegri til að fá styrk til stuttmynda og heimilda­ mynda. 4 fréttir Helgin 5.-7. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.