Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 15

Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 15
 Í takt við tÍmann HólmfrÍður SamúelSdóttir Vel góðan bröns fram yfir fínan veitingastað Hólmfríður Samúelsdóttir er þrítugur kennari í Hörðuvallaskóla. Hún semur lög hljómsveitarinnar SamSam sem hún skipar ásamt systur sinni, Gretu Mjöll, og fleirum en fyrsta plata þeirra kom út á dögunum. Hólm- fríður fer aldrei eyrnalokkalaus út úr húsi og elskar sushi. Staðalbúnaður Ég geng mikið í síðum peysum við leggings eða gallabuxur. Íþrótta- fötin eru líka minn staðalbúnaður og ég þarf að eiga bæði góða hlaupaskó og hlaupaföt. Ég fer ekki eyrnalokkalaus úr húsi og finnst gaman að skreyta mig með fal- legum hálsmenum. Ég er líka handalaus ef úrið vantar á vinstri hönd- ina. Svo passa ég alltaf að klæða mig vel, mér finnst ferlega leiðin- legt að vera kalt. Hugbúnaður Mér líður alltaf langbest heima. Mér finnst oft betra að vinna vinnuna mína heima og heima hjá mér verður músíkin mín til. Ég fer nánast aldrei í líkamsræktarstöðvar en hleyp úti og á tæki og tól til líkams- ræktar heima. Þar sem tónlist er mín ástríða eru til nokkur hljóðfæri á heimilinu sem mér finnst gaman að glamra á. Ég kveiki aldrei á sjónvarpi en horfi stundum á þætti með kærast- anum og finnst það mjög notalegt. Su- its, Modern Family og Friends klikka aldrei. Ég þyki lítill djammari en finnst mjög gaman að hitta vini og borða og blaðra. Þá er alltaf gaman að kíkja í bíó eða með vinkonum á kaffihús. Vélbúnaður Ég á iPhone 4s og kann nokkurn veg- inn á hann. Ég hef alltaf átt Appletölv- ur og fíla mjög vel. Facebook, Snapc- hat, Instagram eru mínir miðlar. Mér finnst mjög gaman að fá Snapchat frá öðrum en ég gleymi yfirleitt að senda sjálf. Ég er ennþá í því að njóta mó- mentsins og er ekki alltaf með símann á lofti. Ég nota útvarpsappið í síman- um mikið og kaupi ennþá geisladiska, ég er ekkert farin að nota Spotify. Aukabúnaður Mér finnst gaman að bjóða í mat eða borða í heimahúsi með vinum og fjöl- skyldu. Samt er sushi mitt uppáhald og mér finnst æði að borða á góðum sushistað. Við skötuhjú veljum bröns á Vox fram yfir fínan veitingastað að kvöldi til og erum miklir bröns- unnendur. Fólkið í kringum mig er meiriháttar kokkar – mamma, tengda- mamma, systir mín og kærasti eru ótrúlega fær í eldhúsinu og ég er alsæl með það. Sjálf get ég eldað en það er ekki áhugamál. Uppáhaldið er að láta fólkið mitt stjana við bragðlaukana. Tónlistin er mitt stærsta áhugamál en hreyfing og góðir vinir, fótbolti og ferðalög eru líka í uppáhaldi. Mér finnst samt betra að hafa ferðalögin í styttra lagi því mér finnst svo fínt að vera heima og í kringum fólkið mitt. Ég kýs að búa nálægt náttúrunni og þrífst á því að komast út. Ljósmynd/Hari innra  Rökkurró Hugljúft og krefjandi Lagasmíðarnar eru hugljúfar og krefjandi í senn. Mjög vel hefur tekst til og alltaf þakk- látt að upplifa slíka tónlist. Söngkona sveitarinnar, Hildur Kristín Stefánsdóttir, er í aðalhlutverki plötunnar og hefur hún rödd sem sker sig úr annars góðri flóru söngkvenna á Íslandi. Ekki er hægt að festa fingur beint á uppruna þeirrar tónlistar sem Rökkurró sendir frá sér. Er það vel þó einstaka sinnum finni maður fyrir Kate Bush áhrifum og smá Goldfrapp hér og þar, en það er skemmtilegt. Af einhverri ástæðu tengi ég betur við íslensku textana á plötunni, en kannski er það sökum þess að þeir eru bara tveir og skera sig svolítið úr annars mjög heilsteyptri plötu. Rökkurró er mögulega næst í röð íslenskra sveita til þess að fá breiðari markhóp, eins og gerist oft hjá þeim sveitum sem halda út og gefast ekki upp. Innra ætti allavega að opna eyrun hjá mörgum fyrir þessi jól. Bestu lögin eru Flugdrekar, The Backbone, Blue Skies og Weightless. Í núinu  Mannakorn Söknuður Ég elska Mannakorn, Magga Eiríks og Pálma Gunnars. Hef gert það síðan ég var smástrákur. Nýjasta plata þessarar sígildu sveitar nefnist Í núinu. Mér finnst ýmsu ábótavant á þessari plötu, eiginlega of mörgu hreinlega. Það er ekkert lag sem fær mann til þess að staldra við og leggja við hlustir, heldur rennur platan í gegn nánast án þess að maður taki eftir því. Textar Magga njóta sín best þegar hann bregður sér í hlutverk vonlauss rómantíkers eins og í laginu Eftir að ég hitti þig, þá kemur fram einhver tvíræðni sem enginn kann betur en Maggi. Ekki skal taka það af þeim að allur hljóðfæraleikur er til mikillar fyrirmyndar og Pálmi er alltaf upp á 10 í söngvarahlutverkinu. Í heildina sakna ég betri laga. Ískalt mat. Bestu lög eru Eftir að ég hitti þig, Of seint að iðrast. Bitter, resentful  Sindri Eldon Hressandi mjög Sindri Eldon sendir nú frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan kom mér svo á óvart að ég er enn að hlæja að fordómunum í sjálfum mér áður en ég smellti henni undir geislann. Platan er full af hressilegu rokki sem oft heyrir undir það að kallast háskóla popprokk. Gítar, tromma, bassi og söngvari sem er að koma skilaboðum á framfæri. Stungið í sam- band og talið í. Er til eitt- hvað betra form? Sindri er ekki besti söngvari á Íslandi, og er langt frá því. En hann er sannfærandi og beittur, sem er mikilvægt í góðu rokki. Eiginlega mikilvægara en „réttur“ söngstíll. Tónlist Sindra er í skúffu með sveitum eins og Ash, Weezer og Pixies þó það sé aldrei gaman að flokka sveitir í skúffur, nema þá til þess að gefa lesandanum einhverja mynd af þessari plötu. Ég fer í óhemju stuð við það að hlusta á þessa plötu og hún snertir alla 90́ s strengina í mér með látum. Þetta er ekkert rugl, bara rokk. Bestu lögin eru Bitter Resentful, Doer, 18 og Song of frustration in the face of resolute fidelity. Plötuhorn HanneSar Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. Einnig: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á gjofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334–26–50886, kt. 450670-0499 Þinn stuðningur gerir kraftaverk Skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu veldur banvænum sjúkdómum en með aðgangi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Hjálparstarf kirkjunnar tryggir fólki aðgang að hreinu vatni í Úganda og Eþíópíu – og þitt framlag skiptir sköpum. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 43 21 104 dægurmál Helgin 5.-7. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.