Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 27

Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 27
F ækkað hefur í sérfræði-stéttum á Landspítalanum og veldur það læknum áhyggjum. Mest hefur fækkað á rannsóknarsviði eða um 5 stöðu- gildi. Sérfræðingum á Land- spítala hefur þó fjölgað um 3 í heildina á 7 árum eða frá 2007 til ársbyrjunar 2014 og hangir það saman við fjölgun verkefna sem spítalinn þarf að sinna. Læknar sjá það þó sem stöðnun en ekki framþróun. Mikil þörf er fyrir nýliðun sérfræðilækna LSH á Íslandi þar sem 66% sér- fræðilækna eru 50 ára eða eldri og 81% yfirlækna eru 50 ára eða eldri. Að mati Elísabetar Benedikz, yfirlæknis gæða- og sýkinga- varnardeildar Landspítalans, er ástandið verst á deildum lyf- lækningasviðs. „Þær eru alltaf yfirfullar og ástandið er líka slæmt á bráðadeild þar sem krónískur fráflæðivandi sjúk- linga sem þurfa að leggjast inn er orðinn viðvarandi og leiðir til örtraðar, lengds biðtíma og álags á starfsfólk. Það endur- speglar líka ástandið á yfir- fullum legudeildunum. Þá hefur líka verið krísa um langt skeið á myndgreiningardeild vegna manneklu þar. Fleira mætti ef- laust telja,“ segir hún. 66% sérfræðilækna 50 ára eða eldri Vandinn sem blasir við er alvar- legur; 35% þeirra sérfræðilækna sem eru á spítalanum núna geta farið á eftirlaun innan 10 ára, þar af 20% innan 5 ára. Það þarf því að taka á vandanum strax og laga aðstæður þannig að ís- lenska lækna langi að koma heim að námi loknu. Kandídatar á aldrinum 20-29 ára eru 33 og einn á aldrinum 30-34 ára. Læknar með almennt lækningaleyfi eru 59 á aldrinum 25-29 ára, 58 á aldrinum 30-34 ára og 16 á aldrinum 35-39 ára. Gat er í aldursstig sérfræði- lækna á aldrinum 30-40 ára en á þeim aldri eru margir læknar erlendis í sérfræðinámi. Sérfæðilæknar eru flestir á aldursbilinu 50-54 ára eða 78 og 61 á aldrinum 45-50 ára. Sér- fræðilæknar á aldrinum 40-44 ára eru 56. Nú eru 66% sérfræði- lækna 50 ára eða eldri, einungis 18 sérfræðilæknar eru á aldr- inum 30-39 ára. Sérfræðilæknar á aldrinum 55-64 ára eru 87 og þeim fækkar eftir það. Mikil þörf er á því að fá ungu læknana heim og búa þeim það umhverfi sem þeir þurfa til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Stöðnun í uppsiglingu Fréttatíminn ákvað að skoða fjölda stöðugilda sérfræðinga hjá spítalanum brotið niður á sérfræðigreinar og þróun á fjölda þeirra síðastliðin 5 ár. Allir yfirlæknar eru með sérfræðirétt- indi þeirra sérgreina sem þeir eru yfirlæknar á. Svæfinga- og gjörgæslulækningar og blóð- banki eru taldar með skurð- lækningasviði en tilheyra í dag nýju aðgerðasviði. „Í raun er þetta engin mark- tæk fjölgun eða aðeins um 3,9 stöðugildi eða 1,2% frá árinu 2007 og 3,3% frá árinu 2010 þegar mönnun var í lágmarki eftir kreppu. Miðað við þróun í mannfjölda og aldurssam- setningu þjóðarinnar endur- spegla þessar tölur stöðnun en ekki framþróun. Ef framþróun í læknisfræði og aðstöðu væri eðlileg hér á landi mætti ætla að fjölgunin væri meiri. Skoða þarf starfsemistölur á milli ára en þær leiða í raun ljós stöðnun eða lækkun á helstu framleiðni- mælikvörðum nema hvað varðar komur í dag- og göngudeildar- þjónustu og á bráðamóttökur,“ segir Elísabet. Rannsóknarsvið Á rannsóknarsviði hefur fækkun stöðugilda orðið mest en alls hefur fækkað þar um 5,2 stöðu- gildi, 3,6 í myndgreiningu og 1,7 í rannsóknarsérgreinum. Þetta hefur þær afleiðingar að verkefnin færast á færri hendur og álag eykst. Rannsóknarsér- greinar eru erfða- og sameinda- líffræði, klínísk lífefnafræði, ónæmisfræði, blóðmeinafræði, meinafræði, réttarlæknisfræði, sýklafræði, veirufræði, vefja- rannsóknir og fleira. Flæðissvið – geðsvið „Á flæðissviði hefur heildar- fjöldi lækna aukist innan bráða- lækninga en það er ný sérgrein sem hefur verið í vexti auk þess sem verkefnum hefur fjölgað, bæði vegna aukins fjölda koma á bráðamóttökur en einnig eftir tilfærslu verkefna þegar bráða- móttökur á Hringbraut og í Foss- vogi voru sameinaðar í Fossvogi árið 2010,“ segir Elísabet. Aftur á móti hefur stöðugildum fækk- að í endurhæfingarlækningum og á geðsviði. Kvenna- og barnasvið Á kvenna- og barnasviði hefur stöðugildum fjölgað um 3,9 á fimm árum. Þar hefur fjölgað um 1 stöðugildi í barna- og unglingageðlækningum og 1,2 stöðugildi í sérfræðilæknum fæðingarteymis. 2,2 stöðugildi hafa bæst við í sérfræðilækn- ingum kvenlækninga. Fækkað hefur um rúmlega tvö stöðugildi í barnalækningum. Lyflækningasvið Á lyflækningasviði hefur heild- arstöðugildum lækna fjölgað um 2,1. Fjölgunin er aðallega í líkn- andi meðferð en þar hafa stöðu- gildin farið úr 1,1 í 3. Fækkun hefur aftur á móti orðið hjá geislameðferðarlækningum eða um 1,1 stöðugildi. Einnig hefur stöðugildum í gigtarlækningum fækkað um 0,6 og 0,4 í húð- og kynsjúkrómalækningum. Stöðu- gildum í lyflækningum krabba- meina hefur fækkað um 1,8 sem er alvarlegt mál, að mati Elísa- betar. Skurðlækningasvið Á skurðlækningasviði hefur stöðugildum í heildina fjölgað um 0,4 á 5 árum. Fjölgun hefur orðið í bæklunarskurðlækning- um og blóðbanka ásamt háls-, nef- og eyrnalækningum. Einn- ig hefur sérfræðingum fjölgað eilítið í svæfinga og gjörgæslu- lækningum. Stöðugildum hefur fækkað örlítið á öðrum sviðum. Elísabet segir að lokum að þessu til viðbótar komi minnk- andi framlög til rannsóknar- starfs fram núna með fækkun birtra rannsóknargreina í vísindatímaritum. Þessari þróun þurfi að snúa við. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Sár þörf fyrir nýliðun sérfræðilækna á Íslandi 66% sérfræðilækna og 81% yfirlækna eru 50 ára eða eldri. Fækkun sérfræðilækna á Landspítalanum veldur áhyggjum. Mikil þörf er fyrir nýliðun í hópi þeirra. g Kandidatar g Læknar með lækningaleyfi g Sérfræðilæknar g Yfirlæknar 2 31 59 1 3 11 4 61 78 53 53 34 16 58 56 11 13 18 22 11 2 16 2 3 2 11 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 Aldursdreifing lækna eftir stöðu Aþena, Ohio er í 1. sæti á kiljulista Eymundsson 18 úttekt Helgin 5.-7. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.