Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 35
Ert þú að rannsaka orku og umhverfi? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms menn og rannsóknarverkefni á sviði um hverfis- og orkumála. Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þess vegna felast mikil verðmæti í því að nýta íslenskt hugvit til þess að auka þekkingu á orku og umhverfismálum. Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2015 eru 54 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku - mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2015. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Nú er vetur! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-2Y 110cm ál snjóskófla 1.990 S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.495 S805-4L 170CM ál snjóskafa 1.990 Rúðuskafa 190 Hálkusalt 5 kg 590 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 745 Morna Fell hefur alltaf elskað blóm og gæti ekki hugsað sér tilveruna án þeirra. Eftir að hafa starfað við blómahönnun í Glasgow í 15 ár flutti hún til Íslands því hér vill hún búa með börnin sín. Nú raðar hún blómum eftir kúnstarinnar reglum á vinnustofu sinni í Kópavogi. Uppáhaldsblóm „Þetta er svo erfið spurning því það er misjafnt eftir dögum. Núna er það samt Eucharus, eða Amazon lilja. Liljan stendur á háum stilk og er stjörnulaga. Hún hangir niður því hún er ættuð úr Amazon þar sem rignir mikið. Hún hefur átta knúppa sem allir blómstra á sitt- hvorum tíma. Þegar fyrsta blómið deyr þá klippir þú það af og þá byrjar það næsta að blómstra. Ég pantaði dálítið af þeim til að nota í jólaskreytingarnar og nú hefur ein staðið í stofunni hjá mér í þrjár vikur og er enn að blómstra.“ É g elska blóm og hef alltaf gert. Mér finnst þau falleg á öllum stigum, ekki bara í full-um blóma heldur líka áður en þau blómstra og þegar þau byrja að visna. Mamma mín ræktaði fallegan garð við húsið okkar í Skotlandi og ég var alltaf að tína þar blóm til að búa til kransa eða ilmvötn. Svo fannst mér alltaf svo gaman að koma í blómaverslanir þegar ég var yngri svo það lá ein- hvernveginn beint við að vinna með blóm,“ segir Morna Fell en hún vann við blómahönnun í 15 ár í Glasgow áður en hún ákvað að flytja til Íslands fyrir þremur árum. Gott að búa á Íslandi „Ég heillaðist af Íslandi þegar ég kom hingað fyrst og ákvað að flytja hingað til að skipta aðeins um um- hverfi. Ég var í rauninni ekki með neitt plan, bara að vera hér svo lengi sem ég hefði vinnu. En eftir að hafa kynnst því að ala upp börn hér get ég ekki snúið aft- ur,“ segir Morna sem á tvo stráka á grunnskólaaldri. „Ég féll algjörlega fyrir frelsinu sem íslensk börn lifa við. Það er líka svo frábært hvernig börn leika sér hér úti í öllum veðrum, þau eru bara dúðuð upp og þá eru þau tilbúin í hvað sem er. Hér er allt líka svo öruggt og þægilegt, fyrir utan hversu fallegt er hérna. Svo er Íslandi líka mjög stutt frá Skotlandi svo það er auðvelt að fljúga yfir.“ Blóm eru nauðsynlegur hluti af tilverunni Morna Fell er skoskur blómahönnuður sem féll fyrir Íslandi. „Sumir kaupa sér gott rauðvín til að hafa það notalegt heima hjá sér en mér finnst jafn mikilvægt að kaupa falleg blóm.“ Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.