Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 41

Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 41
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is GÓÐIR, NÝLEGIR, TRAUSTIR GÆÐABÍLAR Á GÓÐU VERÐI VW Golf A6 Trendl. 1.4 TSI Árgerð 2010, bensín Ekinn 74.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 1.950.000 VW Golf A7 Highl. 1.4 TSI DSG. Árgerð 2013, bensín Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur Komdu og skoðaðu úrvalið! Skoda Superb Combi 2.0 TDI 4x4. Árgerð 2013, dísil Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.190.000 VW Tiguan Track&Style 2.0 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 31.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.790.000 Audi A4 Avant 2.0 TDI 143 hö. Árgerð 2013, dísil Ekinn 34.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 6.290.000 MM Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 7.590.000 Ásett verð: 3.640.000 VW Polo 1.4 Comfl. 85 hö. Árgerð 2013, bensín Ekinn 55.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.390.000 VW Caddy Maxi Trendl. 1.6 TDI. Árgerð 2013, dísil Ekinn 27.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.690.000 Skoda Rapid Amb. 1.2 TSI 105 hö. Árg. 2013, bensín Ekinn 35.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.690.000 Skoda Octavia Combi 2.0 TDI 4x4. Árgerð 2013, dísil Ekinn 46.500 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.490.000 Hafdís Huld var gestur í Kastljósinu á RÚV í byrjun ársins þar sem hún talaði um einelti sem hún varð fyrir á netinu. Í þættinum kom fram að niðrandi ummæli voru skrifuð um Hafdísi á Bland.is og fremst í flokki níðinganna fór Hildur Lilliendahl. Fram að þessu hafði Hildur getið sér gott orð fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna og meðal annars hlotið viðurkenningu frá Stígamótum fyrir. Málið vakti að vonum mikla athygli. „Mér fannst bara sem móður og konu að það yrði að koma þessu á framfæri. Umræðan hafði ekki gefið sanna mynd af því sem var og mér fannst heiðarlegasta leiðin að ég kæmi í þetta viðtal. Þá fengju allir að kynnast öllum hliðum málsins og gætu tekið upplýsta afstöðu til þess. Síðan hef ég ekkert tjáð mig um þetta mál. Það er ekki mitt að díla við eftirmálin, gerand- inn verður bara að ákveða hvernig hann vill vinna úr þessu,“ segir Hafdís Huld. Varð að tjá sig um níð á netinu Það hentar kannski ekki fullkom- lega að gefa plötur út á alþjóðlegum markaði en gera út frá Íslandi. „Plötufyrirtækið var ekki alveg sátt að ég væri að flytja til Íslands í miðri markaðsherferð fyrir síðustu plötu. En ég held að ég verði samt alltaf með samastað hérna þó ég skjótist út af og til.“ Hafdís sendi frá sér þriðju sóló- plötu sína síðasta sumar. Hún kall- ast Home. Áður hafði Hafdís gefið út plöturnar Dirty Paper Cup árið 2006 og Syncronised Swimmers árið 2009 auk tveggja barnaplatna; Englar í ullarsokkum árið 2007 og Vögguvísur árið 2012. Á Home eru ellefu frumsamin lög og textar eftir Hafdísi og eigin- mann hennar, Alisdair Wright, og samstarfsmenn á borð við Nik Kershaw og Ed Harcourt. Platan var öll tekin upp á heimili þeirra hjóna í Mosfellsdal. „Ætli hún sé ekki rólegri og persónulegri en fyrri plötur mínar,“ segir Hafdís um Home. „Ég samdi hana þegar ég var ólétt og með lítið barn hjá mér. Hún var tekin upp á efri hæðinni heima og þetta setur svolítið tóninn. Maður gat farið út og kíkt á hænurnar eða fengið sér tebolla. Þetta er samt ekki heil plata um hvað það er kósí í sveitinni, það væri of mikið. En það spilar auðvitað inn í hvar maður hefur verið og hvert maður stefnir.“ Home fékk „frábærar viðtökur“ gagnrýnenda úti eins og Hafdís Huld orðar það. „Manni þykir enn vænna um fjögurra stjörnu dóma af því þetta er algerlega heimagerð plata. Alger heimilisiðnaður. Það kom enginn utanaðkomandi að henni fyrr en hún fór í mix. Og fyrir vikið vorum við ofsalega ánægð og þakklát.“ Herjar á Asíumarkað Í sumar fóru þau Hafdís og Al- isdair á tónleikaferðalag um landið. Tveggja ára dóttir þeirra var með í för og þau heimsóttu ýmsa staði sem ekki komast alltaf á kortið þegar tónleikaferðir eru skipu- lagðar. „Við gistum hjá ferðaþjón- ustbændum og ferðalagið var mjög afslappað. Við spiluðum til dæmis á Kópaskeri þar sem fimmtíu prósent íbúanna mættu á tónleikana. Þetta ferðalag var frábær upplifun og við fengum yndislega hlýjar móttökur. Við ætlum pottþétt að gera þetta aftur næsta sumar.“ Hafdís hefur líka fylgt plötunni eftir úti í heimi. Hún fór með Boo Hewerdine á tónleikaferðalag um Bretland síðasta vor og um haustið fór hún í eigið tónleikaferðalag um Bretland. Eftir jól er svo stefnan sett á ferðalag um Ítalíu og með vorinu kveðst hún vonast til að fara til Bandaríkjanna. „Svo erum við að ganga frá út- gáfusamningi í Asíu. Það er í fyrsta skipti sem ég geri útgáfusamning þar og ég væri alveg til í að fara og halda tónleika í Asíu. Það gæti reyndar orðið erfitt flug fyrir litluna mína en það verður gaman að tengjast nýjum markaði. Það er líka gaman að þetta vex hjá mér með hverri plötu. Fyrsta platan kom bara út í Evrópu og önnur þar og í Bandaríkjunum en nú bætist Asía við.“ Jólatónleikar sendir út á netinu úr eldhúsinu Eins og áður segir vinnur Hafdís nú að nýrri plötu sem sungin verður á íslensku. Hún segir að það verði áhugavert að spila lögin á tón- leikum úti í heimi. „Þegar ég gerði Vögguvísnaplötuna bjóst ég við því að hún yrði alfarið fyrir íslenskan markað en hún hefur selst vel úti, jafnt og þétt. Það gefur mér von varðandi næstu plötu og ég ætla að láta á það reyna. Það verður skemmtilegt að prófa þá nálgun.“ Næst á dagskrá eru þó óvenjuleg- ir jólatónleikar. „Við gerðum þetta fyrir fjórum árum þegar við vorum nýflutt heim. Þá áttum við að spila á tónleikum í London en fluginu var frestað svo við ákváðum að halda tónleikana úr eldhúsinu heima og senda þá út á netinu í staðinn. Maður hafði ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu... við sátum bara þarna að búa til heitt kakó og spila en það voru fimm þúsund tölv- ur sem tengdust okkur á meðan. Og síðan þá hefur verið reglulega spurt hvort við ætlum ekki að gera þetta aftur og okkur fannst það til- valið núna. Tónleikarnir verða 21. desember og það eru allir velkomn- ir. Fólk getur haft okkur með sér í piparkökubakstrinum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hafdís Huld nýtur lífsins uppi í Mosfellsdal þar sem hún býr ásamt eiginmanni og tveggja ára dóttur. Þau eru meðal annars með hænur og hesta. Ljósmynd/Hari Hver er Hafdís Huld Fædd 22. maí 1979. Gekk 15 ára til liðs við „fjöllistahópinn“ GusGus. Foreldrar hennar þurftu að skrifa undir plötusamning fyrir hennar hönd vegna ungs aldurs. Rekin úr Gus Gus árið 1999. Flutti í kjölfarið til London og lauk námi í upptöku- og tónsmíðum við LCCM- skólann. Gaf út fyrstu sólóplötu sína sama ár og hún útskrifaðist, 2006. Gift Alisdair Wright og saman eiga þau tveggja ára dóttur. ? Helgin 5.-7. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.