Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 55

Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 55
Disney hringir ekki á hverjum degi G reta Salome Stefánsdóttir er um þessar mundir stödd á Íslandi í jólafríi þar sem hún mun halda íslensk jól og njóta þeirra í botn þar til hún mun sigla aftur á vit ævintýranna í sól- inni á Bahamas og Flórída eftir áramótin. Undanfarna mánuði hefur tónlistar- og söngkonan sungið og skemmt þúsund- um manna á skemmtiferðaskipinu Dis- ney Dream. Hún flytur eigið efni og bætir einnig við þekktum og óþekktum lögum í eigin útsetningu. Hún fékk starfið eftir að hún sendi efnið sitt til bandarískrar um- boðsskrifstofu í Los Angeles og Kanada. En dreymir hana um að ljá teikni- myndum Disney rödd sína? „Ég held að líkingin við Elsu sé aðallega tilvísunin í Ísland og ljósa hárið mitt. Ég efast um að ég geri eitthvað svoleiðis en ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri sem ég hef fengið. Þetta er al- gjört ævintýri,“ segir hún. Greta Salóme er ein af okkar ungu og efnilegustu tón- listarmönnum, uppalin í Mosfellsbænum í faðmi fella og fjalla. Hún hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir í tónlist og leikið sér að því frá unga aldri að blanda saman klassík og dægurtónlist með einstökum hætti. Ljúfa lífið í sólskinsparadísinni „Disney hringir ekki á hverjum degi svo maður verður að grípa tækifærin þegar þau gefast,“ segir hún. En hvernig skyldi tónlistarsnillingurinn Gréta eyða deginum í sólskinslöndunum Flórída og Bahamas sem hún flakkar á milli. „Ég hef mjög mikinn tíma til þess að vinna að nýrri tónlist og útsetningu hennar. Það er mjög erfitt að láta sér leiðast. Ég fer í tvær siglingar í hverri viku, þrjá og fjóra daga í einu til skiptis til Flórída og Bahamas. Ég á marga vini á Flórída og eyði miklum tíma með þeim þegar ég er þar. Í Nassau á Bahamas fer ég yfir- leitt í bæinn og nota þráðlaus net á kaffi- húsum til að vinna. Tvisvar í viku fer áhöfnin á æðislega Disney einkaeyju, sem er hitabeltis paradís, með eintómri strönd og pálmatrjám. Ég nota tímann til þess að hlaupa, fara í strandblak og liggja á ströndinni á milli þess sem ég vinn skrifstofuvinnuna í tónlistinni. Þetta er mjög ljúft líf. „Mig óraði aldrei fyrir því að ég ætti eftir að lenda í svona ævintýri. Ég hef reynt að seilast eftir draumum mín- um en það hefur líka kostað heilmikla vinnu. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, þessi árangur er 90% vinna og 10% hæfi- leikar. Það fylgir því að vera tónlistar- kona að vera tilbúin til að fórna flestu öðru. Ég vissi fyrir löngu að ég væri reiðubúin til þess,“ segir Greta Salóme. Eins og að spila í Eldborg á hverju kvöldi „Ég er virkilega þakklát fyrir tækifærið og viðbrögðin við tónleikunum mínum hafa verið mjög góð. Þetta er eins og að spila í Eldborg á hverju kvöldi. Það eru 4000 farþegar í hverri siglingu, tvær sýningar á dag. Um 2.000 manns koma á hverja sýningu og ég syng fyrir um 8.000 manns á viku. Ég er að átta mig á því að ég er að vinna fyrir stærsta af- þreyingarfyrirtæki í heimi, það þýðir að gæðastaðallinn er gríðarlega hár. Það er magnað að fá að vinna í svona umhverfi. Ég hef frábæra aðstöðu um borð í skipinu þar sem ég hef aðgang að flygli og stúdíói til að taka upp. Tón- listarfólkið heldur mjög mikið saman hérna og ég hef eignast frábæra vini. Þetta er í rauninni bara algjör draumur,“ segir Greta Salóme. Hárin duttu úr boganum „Þetta hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum, ég hef verið pínu óheppin líka,“ segir hún og hlær. „Tveimur vikum áður en ég kom heim var ég að halda stóra tónleika og í miðju fiðlusólói duttu öll hárin úr boganum á fiðlunni minni svo ég gat ómögulega spilað meira. Ég varð að redda þessu með því að hneigja mig í miðju lagi. Sumir héldu bara að þetta væri hluti af sýningunni og fyrirfram ákveðið sem það var auðvitað ekki. Svona nokkuð getur komið fyrir hvenær sem er og fyrir hvern sem er, “ segir hún og hlær. Ást á milli heimsálfa Kærasti Gretu Salóme til síðustu fjög- urra ára heitir Elvar Þór Karlsson, með- eigandi í Svanhvíti efnalaug. Elvar hefur ekki séð mikið af kærustunni á þessu ári en þau eru sammála um að láta sam- bandið ganga þrátt fyrir að búa í sitt hvorri heimsálfunni. „Það eru mikil for- réttindi að hafa hann með mér í þessu, hann hefur stutt mig 100 prósent. Við áttum mjög góðan tíma saman í sumar þegar við fórum í þriggja vikna frí til Flórdía og lágum þar í sólinni. Síðan fórum við til New York og fengum jól í hjartað á heimleiðinni. Aðstaðan sem ég hef úti er frábær og hann getur verið hjá mér eins mikið og hann getur. Okkur finnst báðum þetta vera ævintýri sem er þess virði að fórna ýmsu fyrir,“ segir Greta Salóme. Forfallið jólabarn En að jólum heima á Íslandi: „Ég er fæ fiðring í september þegar ég sé jóla- skreytingarnar í IKEA. Ég er forfallið jólabarn, það er eiginlega alveg hræði- legt,“ segir hún og brosir. Hjá mér hafa jólin almennt byrjað í október með und- irbúningi fyrir jólatónleika, nema núna. Jólin eru mér mikils virði, ég er alin upp á heimili þar sem ekki má stugga við neinum hefðum. Við borðum yfirleitt hamborgarhrygg, smákökurnar hennar mömmu tilheyra þessari hefð og jóla- boðin gera jólin svo hátíðleg. Mér er það lífsnauðsynlegt að vera heima hjá pabba og mömmu um jólin,“ segir hún. Skortur á jafnrétti er menningar- lega rótgróið vandamál Það vakti athygli þegar Greta Salóme tjáði sig á facebook um jafnréttismál og vísaði í rannsókn frá Háskóla Íslands þar sem fram kom að yfir 90% allra stef- gjalda renni til tónlistarkarla en undir 10% til tónlistarkvenna. Ein af ástæð- unum er skortur á kvenkynsþáttastjórn- endum í útvarpi. Tölfræðin talar sínu Gretu Salóme Stefánsdóttur hefur verið líkt við Elsu í teiknimyndinni Frozen sem er langvinsælasta teiknimynd Disney veldisins um þessar mundir. Tónlistar- og söngkonan hefur upplifað ævintýri lífs síns þar sem hún hefur verið á siglingu með skemmtiferðaskipinu Disney Dream í fjóra og hálfan mánuð og spilað og sungið fyrir 8.000 manns í hverri viku. Ferillinn Greta Salóme lifir fyrir tónlist en hún hóf tónlistar- nám í Suzukiskóla Íslands og var síðar í Allegro Suzukiskólanum. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2008 útskrifaðist hún úr Listaháskóla Íslands með B.Mus gráðu í fiðluleik og einnig lærði hún við Stetson University í Flórída þar sem kennari hennar var Routa Kroumou- vitch. Greta Salóme útskrifaðist með meistaragráðu í tónlist árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu sama ár og var það Sena sem gaf út þá plötu. Hún er tónskáld, söngkona og textahöfundur. Lag hennar, Mundu eftir mér, var valið sem framlag Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva í Bakú árið 2012. Hún hefur starfað sem fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2008 og þangað til núna í haust 2014. Greta Salóme Stefánsdóttir hugsar vel um heilsuna o gtekur vel á því í Boot Camp. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 46 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.