Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 65

Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 65
V ið grípum hér niður í frásögnina þegar Jóhanna Birna Sigurðar- dóttir, 19 ára unnusta Birgis Óskarssonar, loftskeytamannsins á Elliða, var að fá fregnir af slysinu heima á Siglufirði. Hún var gengin rúma átta mánuði með barn þeirra. Barnið á að heita eftir föður sínum Jóhanna var á leið heim og var í þungum þönkum: „Fannfergið var svo mikið að það var ekki bílfært nema að mjög litlu leyti. Mér fannst ég geta ráðið það af svip og tali fólksins sem ég hitti og talaði við að það byggist flest við að togarinn kæmi ekki aftur heim til Siglufjarðar. Hins vegar tel ég að ég og kona Krist- jáns skipstjóra höfum verið einu konurnar sem gátu verið vissar um að okkar menn væru ekki um borð í gúmbátnum sem saknað var. Það heyrðist í Birgi eftir að gúmbátur- inn slitnaði frá skipinu – ég þekkti rödd hans – og svo vissu allir að skipstjórinn færi alltaf síðastur frá borði. Annars vissi enginn í bænum hverjir þessir tveir menn voru. Alls staðar þar sem ég hafði komið við í bænum var tauga- titringur. Fólk taldi að þetta yrði síðasta ferð Elliða enda var veðrið kolvitlaust og hann lá á hliðinni. Ég ákvað að láta barnið mitt heita eftir Birgi ef hann færist með El- liða. Ef það yrði stúlka yrði hún látin heita Birgitta en Birgir ef það yrði drengur.“ Um klukkan 19.30 – Erfið sam- skipti í svartaéli Klukkan 19.30 kom tilkynning um að bátarnir af Snæfellsnesi væru að raða sér skipulega upp til leitar að mönnunum tveimur í gúmbátn- um sem slitnaði frá Elliða. Stuttu síðar kallaði Birgir loftskeyta- maður á björgunarskipið sem var á leiðinni til þeirra. Enn var um hálfrar annarrar klukkustundar sigling á slysstað: „Júpiter – Elliði. Sjáið þið flug- eldinn núna?“ Júpiter svaraði ekki. Þá kom loftskeytastöðin í Reykjavík inn og spurði Júpiter: „Heyrðirðu það sem hann (Elliði) sagði?“ Enn svaraði Júpiter ekki. Reykjavík kom aftur inn: „Júpiter – Reykjavík. Heyrðirðu þetta rétt áðan hjá þeim? Nú svaraði Júpiter og Reykjavík sagði: „Hann var að spyrja rétt áðan hvort þú hefðir séð neyðarljósið frá honum.“ „Nei, ég hef ekki séð það enn þá.“ Klukkan 19.35 spurði einn af togurunum, sem voru á leiðinni á slysstað, hvernig Júpiter gengi. Aðalsteinn á Júpiter kvaðst hafa heyrt í Elliða klukkan rúmlega hálfátta: „Já, það fer að styttast í okkur. Ætli við eigum ekki fimmtán sjó- mílur eftir.“ Um klukkan 19.50 töluðu Elliði og Júpiter saman á ný. Þar sem Elliði lá á hliðinni, mjög lágt á sjónum, voru mun minni líkur á að hann sæist á ratsjá en ella. „Ég á eftir sirka tólf sjómílur,“ sagði Aðalsteinn. „Já, við erum á reki ljóslausir. Þið vitið það.“ „Já, við vitum það.“ „Sjáið þið okkur í radar? Ég skipti“ „Nei, ég sé ykkur nú ekki í radar enn þá. Þið skjótið upp öðru hverju, er það ekki? Svo látum við vita þegar við sjáum til ykkar.“ Stuttu síðar kallaði Júpiter: „Viltu láta vita hvort þið sjáið ljósið frá okkur núna. Við erum með kastarann á.“ „Það er svo mikil gufa frá katlin- um að við sjáum ekki vel frá okkur. Skipti,“ svaraði Birgir. Vélstjórarnir höfðu verið að hleypa gufunni út áður en þeir yfir- gáfu vélarrúmið – til að minnka þrýstinginn og hættuna á spreng- ingu þegar skipið sykki. Elliði var með gufuknúna vél. „Við sjáum ekki vel frá okkur. Skipti,“ kallaði Birgir aftur. „Það er nefnilega það. Viltu láta okkur vita þegar þið skjótið næst því þá ætlum við að slökkva á ljós- kastaranum hjá okkur.“ „Já, ég skal gera það.“ Nú kallaði Júpiter á Elliða: „Það er svartaél hérna hjá okkur eins og er. Ég skal láta þig vita þegar stytt- ir upp. Yfir.“ Ekki þýddi að skjóta upp flugeldum því að Júpitersmenn sáu ekkert fyrir snjóélinu. „Júpiter – Elliði. Ég heyrði þetta, þakka þér fyrir.“ Grundarfjarðarbáturinn Runólfur var að kalla á Júpiter: „Viltu segja okkur klukkan hvað hann missti bátinn frá sér? Er það nema einn bátur með tveimur mönnum í? Hvernig er vindstaðan þarna, í hvaða átt myndirðu álíta að hann ræki – beint upp á Önd- verðarnesið?“ Júpiter svaraði: „Það var einn bátur með tveimur mönnum sem rak burt klukkan 18.55. Ég talaði við hann aftur klukkan rúmlega nítján og þá sagði hann mér að það væru líka tveir á korkfleka og svo var einn mannlaus bátur. Það er vestan ruddaveður hérna og mikill sjór. Ég skipti. „Takk, ég hef það.“ Nú kallaði Birgir á Elliða yfir til Júpiters: „Við erum að skjóta núna. Við erum að skjóta.“ „Já, og þá er komið annað él hjá okkur,“ svaraði Júpiter. Arngrímur Jónsson taldi líkur á að mennirnir á gúmbátnum myndu finnast á lífi – verra þótti honum útlitið með piltana á flekanum: „Við reiknuðum ekki með að sjá piltana á korkflekanum aftur. Ég taldi hins vegar að þrátt fyrir allt væru Hólmar og Egill nú hólpnir. Þessir gúmbátar höfðu þegar sýnt að þeir voru góð björgunartæki. Mér fannst nokkuð ljóst að bát- arnir hefðu slitnað frá vegna þess að enn var ferð á skipinu. Hefði það verið stopp hefðu þeir að líkindum ekki slitnað. Kristján vildi auðvitað alls ekki að menn sjósettu bátana strax. Það voru gríðarleg vonbrigði að missa gúmbátana sem áttu að bjarga okkur þegar skipið sykki.“ Sjómennirnir töluðu um það í talstöðinni að með hliðsjón af veðri og straumum ræki gúmbáta að líkindum sex til sjö sjómílur á klukkustund. Nú heyrðist Birgir kalla: „Júpiter – Elliði: „Við erum að skjóta núna. Viljið þið líta út fyrir?“ „Já, en það er komið annað él hérna, við lítum út,“ svaraði Aðal- steinn. „Allt í lagi.“ Allir sem gátu voru á útkikki í brúnni á Júpiter. Stuttu síðar heyrðist Aðalsteinn kalla: „Elliði – Júpiter. Við erum búnir að sjá það, ljósið.“ Klukkan 19.55 – Júpiter sér neyðarljós Þegar Birgir á Elliða heyrði svar Aðalsteins varð hann mjög feginn. Hann og félagar hans voru búnir að bíða lengi milli vonar og ótta og vissu ekki hvort Júpiter kæmist á slysstað í tæka tíð. Þeim fannst gott að vita að menn væru í það minnsta farnir að sjá til þeirra. „Þakka þér fyrir,“ sagði Birgir og Aðalsteinn svaraði: „Þú verður svo í sambandi áfram.“ „Ég geri það ef ég get.“ Júpiter kallaði: „Sérðu kastarann hjá okkur?“ „Viltu bíða aðeins,“ sagði Birgir, gekk frá talstöðinni og fór fram í brú. Hann kom svo til baka og kallaði í Júpiter: „Hvað er langt í ykkur?“ „Augnablik,“ svaraði Aðalsteinn. Hann fór að tala við Bjarna skip- stjóra. Eftir stutta stund kom hann til baka og kallaði: „Hann heldur að það séu um 10 mílur (rúmir 18 km) í ykkur.“ Birgir þakkaði fyrir. Þetta þýddi að um 45 mínútna sigling var eftir miðað við fulla keyrslu. Færist faðirinn héti barnið eftir honum Í bókinni Útkall – Örlagaskotið eftir Óttar Sveinsson er ný frásögn af árásinni á Goðafoss, byggð á viðtölum við þá sem komust af en einnig þýsku kafbátsmennina sem sökktu skipinu á ögurstundu við Garðskaga 1944. Þar er jafnframt lýst aðdraganda þess þegar Óttar leiddi saman fyrrum skipverja á Goðafossi og loftskeytamann kafbátsins á bókasýningunni í Frankfurt 2011. Titilsaga bókarinnar fjallar um það þegar togarinn Elliði SI1 frá Siglufirði lá lengi ljóslaus og vélarvana á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi út af Breiðafirði í febrúar 1962. Tuttugu og átta manna áhöfn barðist fyrir lífi sínu áður en skipið sökk. Lýst er atburðarás slyssins og líðan þeirra sem heima biðu milli vonar og ótta. Togarinn Elliði SI1 frá Siglufirði lá lengi ljóslaus og vélarvana á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi út af Breiðafirði í febrúar 1962. Tuttugu og átta manna áhöfn barðist fyrir lífi sínu áður en skipið sökk. Frá baráttu sjómannanna er greint í nýút- kominni bók Óttars Sveinssonar, Útkall – örlagaskotið. Óttar Sveinsson rithöfundur. 56 bækur Helgin 5.-7. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.