Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Qupperneq 73

Fréttatíminn - 05.12.2014, Qupperneq 73
64 fjölskyldan Skilaboð um að barn tilheyri ekki fjölskyldunni É g er með kvíðahnút í maganum í hvert sinni sem ég sæki dóttur mína. Það er ekki út af mömmu hennar, heldur eiginkonu minni. Ég veit aldrei hvaða móttökur dótt-irin fær. Stundum heilsar konan mín henni ekki og ef það gerist er það í áhuga- lausum mæðutóni. Aðfinnslur um hvar hún setur töskuna og skóna fylgja venjulega á eftir. Hún fær líka að heyra það ef hún klárar ekki mjólkina úr skálinni með mjólkur- korninu, það fá stjúpbörnin mín líka en umburðarlyndi móður þeirra er meira og tónninn annar. Dóttir mín fær ósjaldan skilaboð frá konunni að hún tilheyri ekki fjölskyldunni, þó hún orði það ekki. Henni þykir til dæmis sjálfsagt að ættingjar utan að landi fái afnot af herbergi dóttur minnar, hvort sem hún er hjá okkur eða ekki. Þegar ég mótmæli, fæ ég að heyra að dóttir mín „búi ekki hjá okkur“ hún sé bara á heim- ilinu nokkra daga í mánuði. Hún sé meira eins og gestur en heimilismeðlimur. Ég er þessu algerlega ósammála, auðvitað á dóttir mín heima hjá okkur líka. Ég finn reiðina, já og sorgina, krauma í mér. Sjaldan eru myndir eftir hana eða skraut sem hún kemur með úr skólanum sett á ísskápinn eins og myndir hinna barnanna og sömu reglur virðast ekki gilda um dót- ið hennar og þeirra. Þau fá að vaða í það þegar hún er ekki heima, en eigi að spyrja hvort annað vilji þau fá eitthvað lánað. Ósjaldan eru geisladiskarnir hennar ekki á sínum stað þegar hún kemur til okkar. Finn ég að hún er sár en segir ekki neitt. Þegar hún getur ekki sofnað og lít ég til hennar, en svo lítið beri á. Konan mín segir hana ekki vera smábarn og hún eigi ekki að stýra heimilislífinu þegar hún kemur. Rétt eins og tilvist dóttur minnar eigi ekki að hafa neitt vægi í mínu lífi. Hún er líka sífellt með athugasemdir á mig sem föður en bara sem föður hennar, en ekki hinna barnanna á heimilinu. Ekki veit ég hvað konan mín segi ef ég gerði það sama við hana. Ég bið ekki konuna mína fyrir hana þegar ég þarf að fara eitthvað á kvöldin. Dótt- irin finnur spennuna á heimilinu og er á nálum þegar hún sér eitthvað fararsnið á mér. Ég reyni því oftast að taka hana með mér eða fá pössun fyrir hana hjá mömmu. Það er heldur ekki jafn sjálfsagt að dóttir mín komi með í sumarfríin, eins og hennar börn. Ég er hundleiður á því að það þurfi allt að fara í háaloft á heimilinu þurfi að ræða eða gera eitthvað fyrir dóttur mína, en það er allt svo sjálfsagt sem snýr að hennar börnum. Framkoma konunnar minnar er farin að bitna á samskiptum mínum við hana og hennar börn sem annars hafa verið mjög góð. Mér líður eins og ég sé í framhjáhaldi með dóttur minni þar sem ég fer á bak við konuna mína með ýmislegt er varðar hana. Það versta er að er að ég get ekki talað um þessi mál við konuna mína án þess að allt fari í háa loft og hún segir: „Á nú að gera mig að vondu stjúpunni?“ Einmana faðir og „vonda stjúpan“ er ekki góð blanda, hvorki fyrir fullorðna né börn sem eru eins og barómet á líðan foreldra. Allar fjölskyldur eiga möguleika á að lifa góðu lífi, óháð fjölskyldugerð. Sumar þurfa meiri upplýsingar og stuðning en aðrar þeg- ar tekist er á við verkefni sem þær þekkja ekki eða eru illa undir búnar, og stundum frá fagfólki. Að hlaupa í vörn, ræða ekki málin, draga sig út úr samskiptum, fara í felur, verða enn gagnrýnni og neikvæðari er ekki vænleg leið til að byggja upp gott fjölskyldulíf. Í vel starfhæfum fjölskyldum er tekið á vandamálunum fljótt, í stað þess að leyfa þeim að safnast upp. Það er ekki vandamál að upp komi ágreiningur heldur ef ekki er á honum tekið. Hver og einn þarf að axla sína ábyrgð á stöðunni og hafa í huga – að öll börn eru mikilvæg! Byggt á „Bréfi frá föður“ á stjuptengsl.is Einmana faðir og „vonda stjúpan“ er ekki góð blanda, hvorki fyrir fullorðna né börn sem eru eins og barómet á líðan foreldra. Allar fjölskyldur eiga möguleika á að lifa góðu lífi, óháð fjölskyldugerð. Eru börn konunnar mikil- vægari en dóttir mín? Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Helgin 5.-7. desember 2014 Næstu þrjá sunnudaga munu ungir sem aldnir geta rölt um Árbæjar- safnið og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Þar munu hrekkjóttir jóla- sveinar gægjast á glugga og kíkja í potta á meðan börn og fullorðnir fá að föndra og syngja jólalög. Guðsþjónusta hefst alla dag- ana klukkan 14 í safnkirkjunni og klukkan 15 er jólatrésskemmtun á torginu þar sem sungin verða jóla- lög og dansað í kringum jólatréð við harmonikkuundirleik og kórsöng. Í Árbænum verða fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufa- brauð en á baðstofuloftinu verður spunnið og prjónað. Í Kornhúsinu fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira en í Hábæ verður hangikjöt í potti og gestum boðið að bragða á nýsoðnu kjöti. Í hesthúsinu frá Garðastræti verður svo sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Að vanda verður hægt að orna sér í Dillonshúsi þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Sýningin opin sunnudagana 7., 14. og 21. desember klukkan 13-17. Aðgangseyrir er 1300 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. Menn- ingarkortið veitir ókeypis aðgang að safninu. -hh  Árbæjarsafn undirbúningur jólanna Gamlir dagar rifjaðir upp í safninu Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík húfum, útigöllum, jólafötum, sængurgjöfum, afmælisgjöfum Mikið úrval af fallegum jólagjöfum.... Galli: 19.895,- Allt fyrir jólaprjónið laugavegi 59 101 reykjavík 551 82 58 storkurinn@storkurinn.is www.storkurinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.