Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 89

Fréttatíminn - 05.12.2014, Síða 89
80 matur & vín Helgin 5.-7. desember 2014 Í þessari nýju bók fórum við að skoða tengslin á milli borgar­innar og sveitarinnar,“ segir Gísli Egill Hrafnsson sem starfar alla jafna sem ljósmyndari og tekur allar þær fallegu myndir sem prýtt hafa bækurnar. „Á síðustu öld flutt­ ist meirihluti þjóðarinnar úr sveit­ unum til Reykjavíkur og samfélagið breyttist mikið. Á þeim tíma var þetta landbúnaðarsamfélag og heill hellingur af hlutum sem var verið að búa til inni á heimilunum sjálfum. Auðvitað varð sama þróun í öðrum löndum, en hún var mjög skörp hér,“ segir Gísli. „Við töp­ uðum mörgu af því sem við áttum. Kunnáttan varð svolítið eftir og smátt og smátt er hún að deyja út því matvælafram­ leiðslan fluttist bara inn í stóru mat­ vælafyrirtækin,“ segir Inga Elsa Bergþórsdóttir. „Ef við skoðum önnur lönd er staðbundin smáfram­ leiðsla miklu algengari, hvort sem um er að ræða, vín, osta eða kjöt­ framleiðslu.“ Hampa heimaframleiðslu „Það urðu ákveðnir hlutir óþarflega einsleitir. Við erum kunnug Frakk­ landi eftir að hafa búið þar og þar þekkist það að hampa þeirri fram­ leiðslu sem á sér stað í sveitunum og okkur langar til þess að gera það,“ segir Gísli. „Með þessari bók langar okkur að hvetja fólk til að styrkja þá sem standa í sinni framleiðslu eða ræktun t.d. kjöt beint frá býli,“ segir Inga. „Margt af þeim vörum eru svo vel gerðar og það er mikill ávinningur fyrir okkur neytendur að hafa fjölbreytni og vitneskju um uppruna hráefnanna. „Í bókinni heimsækja þau Gísli og Inga landið og sýna upp á hvaða lystisemdir það hefur upp á að bjóða. „Það er mjög mikilvægt að landsbyggðarfólk átti sig á því að það er hægt að skapa mikil verð­ mæti í gegnum matvælaframleiðslu sem hefur staðbundna tengingu. Ekkisíst fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir slíka vöru. Svo auðgar það matarmenninguna okkar“. „Það er mikilvægt okkur öllum að halda þræðinum. Rannsóknir sína t.d. að matarsmekkur mótast mest á árunum fyrir tvítugt og ef við erum ekki dugleg að bjóða börnunum upp á sjálfsagðan mat eins og fisk, þá er stutt í það að kynslóðirnar sem á eftir koma borði engan fisk,“ segir Inga. Samvinna hjónanna Gísli og Inga hafa unnið bækurnar í sínum hjáverkum. Inga er grafískur hönnuður og Gísli ljósmyndari og bæði eru þau leiðsögumenn, svo bókin er unnin frá grunni af þeim hjónum. „Við höfum bæði unnið að matreiðslubókum og matartengdu markaðsefni fyrir fyrirtæki  í gegnum tíðina,“ segir Inga. „Gísli var lengi ljósmyndari hjá Gest­ gjafanum svo matur hefur verið áberandi í okkar lífi alla tíð. Svo í hruninu fór maður að hugsa að­ eins meira inn á við og við höfðum meiri tíma eins og gerðist hjá svo mörgum,“ segir Inga. „Fólk opnaði meira fyrir ákveðnum hlutum og af hverju ekki að prófa að gera eitthvað sjálf.“  „Okkur langaði að gera fallegan hlut sem hefði gott innihald og jákvæðan boðskap,“ segir Gísli. „Hjálpa fólki að gera hlutina sjálft.  sveitasæla Ný matreiðslubók hjóNa Uppskrift úr bókinni Smjörsteiktur silungur með fífla- blöðum á pönnu Ef fíflablöðin eru soðin í sjóðandi vatni stutta stund og þeim dýft í kalt vatn strax á eftir, minnkar biturleik­ inn mikið. Best er að nota stór og safarík blöð sem gjarnan má finna á rökum stöðum, í skurðum, við ár­ farvegi eða í skjóli við aðrar hærri plöntur. Handa 4 4 heilir smásilungar eða samsvarandi magn af silungsflökum smjör og olía til steikingar salt og svartur pipar 1 stórt búnt af fíflablöðum 10 valhnetukjarnar, gróft saxaðir 3 msk ólívuolía 1 hvítlauksrif ½ rauður chilipipar, sneiddur salt Skolið fíflablöðin undir rennandi vatni. Leggið blöðin í sjóðandi vatn sem hefur verið léttsaltað. Látið sjóða í 3–5 mínútur. Takið blöðin með spaða úr sjóðandi vatninu og setjið í ískalt vatn, gott er að hafa nokkra ísmola í vatninu eða skipta um vatn fljótt og fylla aftur með ís­ köldu vatni. Þegar blöðin hafa kóln­ að takið þau þá úr vatninu og kreistið vatnið úr þeim. Saltið og piprið silunginn að utan sem innan. Bræðið smjörið og olí­ una á pönnu og steikið silungana á báðum hliðum. Setjið til hliðar og haldið heitu. Hitið olíuna á pönnu við meðal­ hita. Setjið chilisneiðarnar og hvít­ laukinn út á og eldið í 30–40 sekúnd­ ur. Látið hvít laukinn ekki brenna. Hækkið hitann og bætið fíf la­ blöðunum og valhnetunum út í og veltið í olíunni. Látið hitna vel í gegn og veltið í u.þ.b. 2–3 mínútur. Berið strax fram. Gæðin eru allsstaðar í náttúrunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson hafa sent frá sér matreiðslubókina Sveitasæla. Fyrri bækur þeirra hjóna, Góður matur – Gott líf og Eldað og bakað í ofninum heima, hafa notið mikilla vinsælda fyrir uppskriftir sínar og aðferðir. Þau vilja vekja athygli á öllu því góða hráefni sem hægt er að nálgast í okkar nánasta umhverfi og upplifa íslenska náttúru í leiðinni. Það er til hráefni í náttúrunni sem ekki er séns fyrir verslanirnar að gera betur. Með litlum tilkostnaði getur fólk lyft lífsgæðunum ofar og við viljum miðla þekkingunni áfram.“ „Allsstaðar á landinu er eitthvað spennandi og skemmtilegt í gangi,“ segir Inga. „Gæðin eru allstaðar, maður þarf bara að opna augun fyrir þeim,“ segir Gísli. Samþætting Í Sveitasælu eru gefnar hugmyndir um hvernig er hægt að samþætta útivist, tómstundir og matargerð, ekki síst með börnunum. Maturinn er árstíðatengdur, allt frá einföldum heimilismat yfir í ómótstæðilegan veislumat. Margar uppskriftirnar innihalda hráefni sem finna má í sínu nánasta umhverfi. Meðal annars eru aðferðir til þess að fram­ leiða eigin sýrðan rjóma, jógúrt, krapís úr villijurtum og meira að segja eigin bjór. Gísli segir allar þessa framleiðslu frekar auðvelda í framkvæmd. „Ég var búinn að fylgj­ ast lengi með bjórframleiðslu og í bókinni er aðferð til þess að búa til sinn eigin gæðabjór,“ segir Gísli.  „Við sækjum hugmyndir í matar­ gerð um allan heim og erum opin fyrir öllu, en það er nauðsynlegt að stunda smá ævintýramennsku þegar maður er að prófa sig áfram.“ Þau Inga Elsa og Gísli Egill horfa ekki bara inn á við því þau eru komin á kaf í vinnslu næstu bókar um norræna matargerð fyrir eitt stærsta bókaforlag í heimi. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hjónin Gísli Egill Hrafnsson Inga Elsa Bergþórs- dóttir vilja gefa hugmyndir um nýtingu á fæðutegundum í náttúrunni. Mynd/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.