Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 103

Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 103
94 bækur  RitdómuR LitLu dauðaRniR Yrsa náði toppsætinu Ný spennusaga Yrsu Sigurðardóttur, DNA, tyllti sér á topp metsölulista Eymundsson í vikunni. Þar með sló hún við Kamp Knox eftir Arnald Indriðason sem setið hafði í toppsætinu frá því hún kom út 1. nóvember. Vísindabók Villa 2 er komin í þriðja sæti listans og bók Helgu Guðrúnar Johnson, Saga þeirra, saga mín, stekkur úr níunda sæti upp í það fimmta. Heklfélagið kemur ný inn í áttunda sætið og Skálmöld Einars Kárasonar er í tíunda sæti. Mest selda kiljan er Aþena, Ohio eftir Karl Ágúst Úlfsson. Listinn er byggður á sölu í verslunum Pennans Eymundsson um land allt dagana 26. nóvem- ber til 2. desember. BóksöLuListinn  RitdómuR Enginn dans við ufsakLEtt – Ástin Ein taugahRúga Í ljóðabókinni Enginn dans við Ufsa-klett segir frá ástarsambandi sem fór út um þúfur. Ljóðmælandinn stendur utan við atburðina og gaumgæfir þá í þremur köflum, tilhugalífið, sambúðina og skilnaðinn, og undrast öll viðvör- unarmerkin (hann er ofbeldismaður og þetta á aldrei eftir að ganga, skrifað með blikkandi jólaseríu) sem voru markvisst hunsuð, því konuna langaði svo skelfing mikið að eignast kærasta. Það er sérkennilega tær sársauki í text- anum, en með fjarlægðinni verða sumir atburðirnir sem lýst er kómískir. Enginn dans við Ufsaklett er því bráðfyndin á köflum, þessi sérstaka ísmeygilega kímni sem Elísabet Jökulsdóttir hefur gert að vörumerki sínu, er áberandi. Að segja frá átakanlegum hlutum svo blátt áfram og eðlilega að þeir verða eiginlega drep- fyndnir. Sýlindermaðurinn kjarnar þetta ágætlega: Kvöldið áður en hann flytur inn trúir hann mér fyrir því að konur hafi oft skipt um sýlinder til að varna honum inngöngu og augu hans fyllast af tárum og ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta hann hafi dottið í það og þær haldið að hann ætlaði að berja þær og skipt um sýlinder með köldu blóði hann komið að lokuðum dyrum og tekur af mér loforð að skipta aldrei um sýlinder, aldrei ef allt hefði verið með felldu hefði ég átt að rjúka heim og skipta um sýlinder en ég ætlaði að fá mína sambúð hvað sem það kostaði þótt ég yrði læst inni eða úti bara einhvers staðar. (41) Ljóðmælandi áttar sig á blindu sinni, sýlinderinn er svo augljóst tákn um það að maðurinn sé bad news (og þar að auki hafa konur oft skipt um sýlinder, ekki bara einu sinni!). Dyramyndin er líka endurtekin í bókinni, konan hleypir manninum inn um sínar dyr (og lofar að skipta ekki um sýlinder) en lokast sjálf inni. „Kannski vissi ég ekki hvar dyrnar voru“ segir hún strax á fyrsta degi (13). Dyr og lyklar koma oft við sögu, enda býður ástfangna konan manninum að búa hjá sér fljótlega eftir að hún opnar hjarta sitt fyrir honum og megnar ekki að biðja hann að skila lyklinum. Hún leitar ítrekað að dyrum fyrir sjálfa sig, útgönguleiðinni, en hana er erfitt að finna. Hamingjan er stundum nálæg, villt og óhamin, en geð- veikin líka alltaf skammt undan, með algera örvæntingu og niðurbrot í far- teskinu. Teikningarnar eru gerðar af höfundi sjálfum, naívar og sterkar. Þær ríma einkar vel við ljóðin, en teprur munu vís- ast hrökkva í kút, þar sem píkur eru þar í öndvegi. Tenntar og gróteskar píkur sem gleypa, bljúgar og sætar píkur sem gráta. Ástin/sársaukinn eiga upptök sín og endalok í píkunni og viðkvæmni hennar og styrkur eru í brennidepli. Þetta nýjasta verk Elísabetar Jökul- sdóttur hefur X-faktorinn í risaskömmt- um. Þetta „eitthvað“ sem gerir það að verkum að sum bókmenntaverk heilla frekar en önnur. Textinn er óstýrilátur og ljóðin ófullkomin, eins og ástin sjálf, eða kannski fullkomin einmitt vegna þess að þau eru eins og þau eru. Enginn dans við Ufsaklett er társtokkin og brimsölt bók, en líka ofurlétt og hressandi. Lesið hana og þið munuð heillast láta! Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Sjúk af ást og öðrum fjára t ilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í vikunni. Verð- launin verða afhent á Bessa- stöðum í byrjun næsta árs og er þetta í 26. sinn sem þau eru veitt. Þeir þrír höfundar sem standa uppi sem sigur- vegarar fá að launum eina milljón króna. Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar bækurnar Þrír snéru aftur eftir Guðberg Bergsson, Koparakur eftir Gyrði Elíasson, Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur, Öræfi eftir Ófeig Sig- urðsson og Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladótt- ur, Sveitin í sálinni eftir Eggert Þór Bernharðsson, Gunnlaugur Halldórsson – Arkitekt sem Pétur H. Ármannsson ritstýrir, Lífríki Íslands eftir Snorra Bald- ursson og Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda eftir Svein Yngva Egilsson. Í flokki barna- og ungmenna- bóka er Ármann Jakobsson tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann, Bryndís Björgvinsdóttir fyrir Hafn- firðingabrandarann, Eva Þengilsdóttir fyrir Nálu – riddarasögu, Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn fyrir Fuglaþrugl og naflakrafl og Þórarinn Leifsson fyrir Mann- inn sem hataði börn. Þá eru fimm tilnefnd til Ís- lensku þýðingarverðlaunanna. Þau eru Gyrðir Elíasson fyrir Listina að vera einn eftir Shunt- aro Tanikawa, Herdís Hreiðars- dóttir fyrir Út í vitann eftir Virginiu Woolf, Hermann Stef- ánsson fyrir Uppfinningu Morles eftir Adolfo Bioy Casares, Jón St. Kristjánsson fyrir Náðar- stund eftir Hönnuh Kent og Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Lífið að leysa eftir Alice Munro. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar Stefán Máni hefur um árabil verið einn vinsælasti spennusagnahöfundur landsins, þekktastur fyrir bók sína Svartur á leik, sem einnig hefur verið kvikmynd- uð. Litlu dauðarnir hefur yfirbragð spennusögu, en færist að öðru leyti undan nákvæmari flokkunum. Kristófer Sveinbjörnsson er viðskiptafræðingur sem vinnur í banka en er sagt upp í efnahagshruninu. Fyrir 2007 hefur hann stundað nám í bókmennta- fræði og baslað við að klára B.A.-ritgerð um skáld- skap Gyrðis Elíassonar. Hann er kvæntur Margréti Elsu Benediktz, sem er af ríkum ættum, en faðir hennar er hæstaréttarlögmaðurinn Mattías B. Bene- diktz, sem ekki er aðeins „ráðríkur, tilætlunarsamur og andlega kæfandi heldur einnig feðraveldið holdi klætt“(30). Í sögunni er flakkað fram og aftur í tíma. Eitthvað slæmt gerðist í febrúar 2007 sem verður til þess að lífið í lok árs 2008 er söguhetjunni Kristófer ekki sér- lega auðvelt. Hann hefur komið sér í vandræði, fest sjálfan sig í eðju svika og spillingar og þegar hann missir vinnuna í bankanum, þá hefst baráttan við að bjarga sjálfum sér og fjölskyldunni. Lokahluti bókar- innar er síðan ein allsherjar upplausn. Sagan breytir um svip, kynjaverur sýna sig og martraðakenndar myndir verða áberandi. Litlu dauðarnir er saga úr hruninu, ein af mörgum, en hún er e.t.v. frábrugðin öðrum slíkum að því leyti að hrunið er í mörgum lögum. Hrun fjármálakerfis- ins, hrun ákveðinna „góðra“ gilda í samfélaginu og persónulegt hrun einstaklingsins Kristófers Svein- björnssonar, sem gengur fyrir kvíðastillandi lyfjum og er í sífellu ásóttur af misskelfilegum fortíðar- draugum. Hann er einstaklingur sem er að missa tökin í öllum skilningi. Að sumu leyti minnir Litlu dauðarnir á fyrstu bæk- ur Stefáns Mána. Allt hverfist um aðalsöguhetjuna, sem oftar en ekki er langt frá því að vera aðlaðandi, en henni er fylgt fast eftir og allar hennar athafnir tíundaðar og gaumgæfðar. Kristófer í Litlu dauð- unum er fokkleiðinlegur síkvartandi smáborgari sem fór í taugarnar á þeim lesanda sem hér skrifar frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Í sjálfu sér er það mjög áhugaverð upplifun að fylgja eftir aðalpersónu sem maður hefur ekki nokkra einustu samúð með á neinum tímapunkti og eiginlega afrek út af fyrir sig að maður nái að lesa bókina til enda. Það afrek vinnur lesandinn þó nokkuð auðveldlega, bara vegna þess að Stefán Máni kann að gróðursetja í honum bæði spennu og hrylling. -þhs Karlmaður að hruni kominn  Enginn dans við ufsaklett – Ástin ein taugahrúga Elísabet Kristín Jökulsdóttir Viti menn 2014, 88 s.  Litlu dauðarnir Stefán Máni Sögur útgáfa, 308 s. Helgin 5.-7. desember 2014 Bryndís Björgvins- dóttir. Ófeigur Sigurðsson. Bókaútgáfan Hólar / Hagasel 14 / 109 Reykjavík / 587 26 19 / holar@holabok.is Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og sagna- meistari, fer hér á kostum og enginn verður svikinn af æviminningum hans sem eru sneisafullar af fróðleik og skemmtilegum sögum. Sagnameistari segir frá!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.