Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 105

Fréttatíminn - 05.12.2014, Page 105
 Bækur karl Ágúst úlfsson gerir upp nÁmsÁrin í ohio Ég held að Spaugstofan hætti aldrei Leikarinn og höfundurinn Karl Ágúst Úlfsson gaf út á dögunum bókina Aþena-Ohio sem er safn útvarpspistla sem hann sendi heim fyrir rúmum tuttugu árum þegar hann dvaldist í Bandaríkjunum við nám. Hann segir pistlana vekja upp góðar minningar, en um leið skrýtna tilfinningu um að lesa um sitt eigið líf. k arl Ágúst Úlfsson hefur verið iðinn við skriftir í gegnum tíðina og eftir hann liggja 16 vinsælar barnabækur um Bjarnastaðabangsana í eigin þýð- ingu. Einnig hefur hann skrifað fyr- ir leikhús og sjónvarp sem og náms- efni. Aþena Ohio er í smásagnastíl enda voru sögurnar skrifaðar sem útvarpspistlar. „Þetta eru pistlar sem ég sendi á Rás 2 þegar ég var í námi í Ohio fyrir tuttugu árum. Það hafa margir verið að spyrja mig í gegnum tíð- ina hvort það væri hægt að nálgast þessa pistla með einhverjum hætti og þess vegna ákvað ég að demba mér í það að gefa þetta út,“ segir Karl Ágúst sem nam leikritun í há- skólanum í Athens, Ohio. „Fyrst þurfti ég auðvitað að skoða þá að- eins því ég hafði ekkert leitt hugann að þeim í öll þessi ár. Þá sá ég að þetta eru allt litlar sögur. Sögur af daglegu lífi Íslendings í hinum stóra Kannski var þetta ekki nógu fyndið, segir Karl Ágúst Úlfsson. Mynd/Hari heimi sem finnst auðvitað allt best á Íslandi,“ segir Karl. Þetta er tími sem ég hafði aldrei gert upp, átti eftir að binda endahnútinn á hann, svo mér þótti það ágætis hugmynd að láta reyna á þetta.“ Þroskasaga manns Karl Ágúst setti af stað söfnun á Karolina Fund sem er vefsvæði þar sem fólki gefst tækifæri til að f jármagna hugmyndir sínar og hugverk. Viðtökurnar létu ekki á sér standa og náðist að fjármagna framleiðslukostnaðinn. „Ég tók meistaragráðu í leikritun og hand- ritagerð þegar ég var búinn að starfa í 10 ár sem leikari á Íslandi. Ég hef alltaf verið að skrifa og þeg- ar ég var að taka saman um daginn hvað ég hef skrifað, þá er þetta þó nokkur bunki,“ segir Karl. Þá er ég ekki að telja með það sem liggur í augum uppi, sem er Spaugstofan, og gríðarlegt útvarps og sjónvarps- efni sem henni tengist. Í rauninni hef ég starfað miklu meira sem höfundur en leikari.“ Þegar tuttugu ára gamlir pistlar eru lesnir upp á nýtt, standast þeir tímans tönn? „Auðvitað hefur margt breyst, og það er gaman að því að á þess- um tíma var enginn með síma í vas- anum og Internetið var ekki heldur til, svo það var margt annað í gangi í lífi fólks, segir Karl. Þetta gerist líka fyrir þessa miklu Ameríku- væðingu okkar Íslendinga, sem hefur verið mjög hröð á síðustu árum. Þarna er Ísland ekki þessi litla Ameríka sem varð svo seinna,“ segir Karl. „Það var ekki kominn McDonalds á Íslandi og enginn að halda upp á Valentínusardag eða Þakkargjörðina hér heima. Ég bý til einhverskonar sögumann sem er eyjarskeggi sem staddur er í þessu stóra og ruglingslega sam- félagi og skilur í rauninni ekki upp né niður,“ segir Karl. „Ég hafði ekkert litið á pistlana síðan ég skrifaði þá þegar ég fór að huga að útgáfunni, og það var afskaplega kómískt að fara yfir þá tuttugu árum síðar,“ segir Karl. Það er fótur fyrir öllum sögunum þó ég færi í stílinn og ýki og geri mér upp skoðanir. Þetta er svolítil þroskasaga manns sem reynir allt hvað af tekur að halda sjó í sam- félagi sem hann botnar lítið í, og kemst svo að því smátt og smátt að kannski er þetta ekki svo bölv- að þrátt fyrir allt. Kannski er ekki allt betra á Íslandi,“ segir Karl. „Ég reyndi alltaf að sjá kómísku hliðina á þessu lífi sem var þá svo frábrugðið okkar á Íslandi. Það rifjuðust upp fyrir mér við- brögðin sem pistlarnir fengu hér heima á þessum tíma. Ég fékk góð viðbrögð en svo voru sumir sem voru tortryggnir út í þau viðhorf sem ég var að viðra,“ segir Karl. En kannski var það mér að kenna, kannski var þetta ekki nógu fynd- ið, eða nógu fáránlegt.“ m yndlistarmaðurinn Jón Óskar leiðir gesti Lista-safns Íslands við Frí- kirkjuveg um sýningu sýna, Ný verk, á sunnudaginn klukkan 14. Jón Óskar er málari stórra flata og verkin á sýningunni eru risastór og agnarsmá, og allt þar á milli. Jón Óskar stundaði nám við Scho- ol of Visual Arts í New York á ní- unda áratugnum og á að baki fjölda einka- og samsýninga á Íslandi og erlendis. Grunneiningin í myndlist Jóns Óskars er og hefur ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungnustu mynd. Mynd Hari Sunnudagsleiðsögn með Jóni Óskari w Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir Píanóleikari Helgi Már Hannesson ,,Ég man þau jólin...” Jólatónleikar Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember kl. 20:00 Miðaverð, 3.000 krónur Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir w Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir Píanóleikari Helgi Már Ha nesson ,,Ég man þau jólin...” Jólatónleikar Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember kl. 20:00 Miðaverð, 3.000 krónur Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir w Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir Píanóleikari Helgi Már Hannesson ,,Ég man þau jólin...” Jólatónleikar Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. d ember kl. 20:00 Miðaverð, 3.000 krónur Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir w Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir Píanóleikari Helgi Már Hannesson ,,Ég man þau jólin...” Jólatónleikar Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember kl. 20:00 Miðaverð, 3.000 krónur Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir w Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir Píanóleikari Helgi Már Hannesson ,,Ég man þau jólin...” Jólatónleikar Í Seltjarnarneskirkju Fimmtudaginn 11. desember kl. 20:00 Miðaverð, 3.000 krónur Einsöngvari Valgerður Guðnadóttir Skíða- og snób rettapakkar 20%afsláttur • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is www.alparnir.is Góða gæði Betra verð ✓ ✓ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR LAUGARDAGINN 13. DESEMBER KL. 17.00 OG SUNNUDAGINN 14. DESEMBER KL. 17.00 OG 20.00 MIÐASALA Á MIDI . IS OG WWW.KKOR. IS MIÐAVERÐ KR. 4 .900 E I N S Ö N G V A R A R HELGA RÓS INDRIÐADÓTTIR SÓPRAN T R O M P E T L E I K A R A R ÁSGEIR H. STE INGRÍMSSON E IR ÍKUR ÖRN PÁLSSON O R G E L L E I K A R I LENKA MÁTÉOVÁ P Á K U L E I K A R I EGGERT PÁLSSON S T J Ó R N A N D I FR IÐRIK S. KRIST INSSON BENEDIKT GYLFASON DRENGJASÓPRAN 96 menning Helgin 5.-7. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.