Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 3
ílœfknafjlabib óódcvt Ceóendutn cvcs oq pddcvc Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins Nokkrar breytingar hafa nýlega orðið á ritstjórn Læknablaðsins. Karl Andersen sérfræðingur í hjartalækningum hætti í stjórn eftir átta ára sam- fellda setu. Kann Læknablaðið honum innilegar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins. Tveir nýir ritstjórnarmenn bættust síðan í hópinn í kjölfarið. Gunnar Guðmundsson sérfræðingur í lungnasjúkdómum og Margrét Arnadóttir sérfræðingur í nýrnasjúkdómum. Læknablaðið býður þau velkomin til starfa og væntir góðs af samstarfinu. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Hugmynd Ingibjargar Magnadóttur (f. 1974) að myndverki fyrir Læknablaðið er sniðin sérstaklega að markhópi þess. Hún bregður upp táknmynd læknavísindanna, mannsmynd sem kennd er við Vítrúvíus og staðsetur líkamann innan geómetrískra forma, í hring og ferningi. Ingibjörg vinnur með gjörninga, myndbönd og innsetningar og notar iðulega sjálfa sig í forgrunni. Hún fæst við klisjur og persónugervingu sem miðla einhvers konar visku um manneskjuna. Sem dæmi má nefna persónu hennar „Afríska kvenprestinn“ sem ferðast um heiminn og heldur fyrirlestra, völvuna sem þylur spádóma eða listagyðjuna sjálfa. Að þessu sinni tekst hún á við vísindi sem eiga að sýna fram á algild hlutföll um manneskjuna, tengsl hennar við náttúruna og stöðu í veröldinni. Rómverski arkitektinn Vítrúvíus bjó til kenningu um byggingarlist sem byggðist á hlutföllum mannslíkama, symmetríu og að hver eining sé í ákveðnu hlutfalli við heildina. Hann nefndi ýmis dæmi eins og lengd handa eða andlits í hlutföllum við líkamshæð, og að jafn langt sé milli útréttra arma og frá hvirfli til ilja. Síðari tíma kennismiðir reyndu að myndgera hugmyndir hans en engum tókst það betur en Leonardo da Vinci sem dró upp hina þekktu skissu í vinnubók sína. Teikningin sýnir karlmannslíkama sem stendur annars vegar með útrétta arma og snertir jaðra fernings, hins vegar með gleiða fætur og snertir jaðra hrings þar sem naflinn er í miðjunni. Lagt hefur verið út frá því að ferningsformið sé tákn efnislegrar tilvistar en hringformið andlegrar. Leonardo lagði vísindi og list að jöfnu eins og títt var um endurreisnarmenn og aðhylltist þá hug- myndafræði að með þvi að gaumgæfa mannslikamann, uppbyggingu hans og virkni mætti fá innsýn í hönnun alheims- ins. Slikar hugmyndir breyttust i tímans rás með áherslu á sérstöðu einstaklings- ins og tilfinningalíf hvers og eins. Ekki þótti fýsilegt að eltast við algilda staðla um mannfólkið og í dag er furðulegt að hugsa sér slíka útreikninga með tilliti til karlkyns eingöngu. Teikning Leonardos varð á 19. öld alþjóðlegt tákn lækninga og er enn notuð viða í því samhengi. Ingibjörg leggur út af henni i sjálfsmynd þar sem hún stendur sem fulltrúi mannkyns og alls alheims innan um kunnugleg tákn. Með hjarta í hendi vísar hún í stjörnumerkjahringinn og tekur á móti nýju ári. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDiC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aösetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður/Ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.