Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR INFLÚENSULYF Veirulyf gegn inflúensu og leiðbeiningar um notkun þeirra í heimsfaraldri Þórólfur Guðnason smitsjúkdómalæknir Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir Haraldur Briem sóttvarnalæknir Lykilorð: inflúensa, heimsfaraldur, veirulyf, viðbragðsáætlun, ísland. Sóttvarnasviði Landlæknis- embættisins. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórólfur Guðnason, Landlæknisembættinu, Austurströnd, 210 Seltjarnarnesi. Sími: 510-1900 thorolfurQlandlaeknir. is Ágrip Vinna við gerð viðbragðsáætlana vegna heims- faraldurs inflúensu stendur nú sem hæst hér á landi sem í öðrum löndum. Lyfjameðferð gegn inflúensu mun gegna mikilvægu hlutverki í þess- um áætlunum og hefur það markmið að draga úr alvarlegum afleiðingum heimsfaraldurs og hefta útbreiðslu hans. í þessari yfirlitsgrein er fjallað um þau veirulyf sem líkleg eru til að skila árangri við meðferð á alvarlegri inflúensu og leiðbeiningar gefnar um notkun þeirra. Mikilvægt er að sátt verði um leiðbeiningar um notkun veirulyfjanna svo hægt verði að tryggja bestu nýtingu þeirra birgða sem til verða í landinu. Inngangur A 20. öld hafa þrír heimsfaraldrar inflúensu geis- að í heiminum og var spánska veikin 1918 þeirra skæðust en talið er að í löndum þar sem hún gekk hafi um helmingur íbúa sýkst og um 50 milljónir látist (1). Ef næsti heimsfaraldur inflúensu líkist spönsku veikinni má ætla að hér á landi geti um 150.000 manns sýkst, um 100.000 veikst alvarlega og allt að 6000 látist ef ekkert verður að gert (2-4). Svo skæður faraldur myndi valda gríðarlegu álagi á heilbrigðisþjónustuna og miklum þjóðfélags- legum skaða. Því er brýnt að skipuleggja og leggja mat á aðgerðir sem heft geta útbreiðslu inflúensuimar. Veirulyf munu gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki í heimsfaraldri bæði við meðhöndlun veikra einstaklinga og til að fyrirbyggja sýkingu. Hér er gerð grein fyrir þeim veirulyfjum sem mestar vonir eru bundnar við þegar heimsfarald- ur ríður yfir og leiðbeiningar gefnar um notkun þeirra. Þar eð engin reynsla er af notkun lyfjanna í heimsfaraldri þá byggja leiðbeiningarnar að mestu á rannsóknum og reynslu af notkun þeirra í árlegri inflúensu og þeirri reynslu sem fengist hefur við notkun þeirra hjá sjúklingum sem sýkst hafa af H5Nl-stofni inflúensuveirunnar. ■■ ENGLISH SUMMARYH Guðnason Þ, Sigmundsdóttir G, Briem H The use of anti-viral agents in pandemic influenza, lcelandic guidelines Intensive work on preparedness planning for the next pandemic influenza is currently ongoing in lceland as well as in other countries. Anti-viral agents will play a significant role in minimizing the potential devastating effects of pandemic influenza. In this overview the antivirals likely to be used in the next pandemic influenza are discussed and official national guidelines provided regarding their use. In order to maximize the utilization of the national stockpiles of antiviral agents the authors hope that icelandic physicians will follow the guidelines presented. Keywords: pandemic influenza, antiviral agents, preparedness planning, lceland. Correspondence: Þórólfur Guðnason, thorolfuhQlandlaeknir. is Veirulyf gegn inflúensuveirum Um þessar mundir eru þrír flokkar veirulyfja á markaði sem eru virk gegn inflúensuveirum en það eru núkleósíð/núkleótíð lyf en í þeim flokki er ríbavírín, M2-hemlar, en í þeim flokki eru aman- tadín og rímantadín og loks neuramínídasa (NA) hemlar. Frekari rannsóknir þurfa að fara fram á núkleósíð/núkleótíð lyfjum hjá mönnum áður en hægt verður að mæla með almennri notkun þeirra við inflúensu (5, 6). M2-hemlar munu ekki gegna þýðingarmiklu hlutverki í heimsfaraldri inflúensu vegna hárrar tíðni á myndun ónæmis (7-10) og algengra aukaverkana (7,11). í þessari grein verð- ur því einungis gerð grein fyrir NA-hemlum og notkun þeirra. NA (neuramínídasa) hemlar Tvö lyf í þessum flokki, oseltamivír (Tamiflu©) og zanamivír (Relenza®) hafa verið á markaði frá því LÆKNAblaðið 2008/94 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.