Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 44
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR ORKUHÚSIÐ „Einkarekstur er annað en einkavæðing“ Viðtal við Sigurð Á. Kristinsson Hávar Sigurjónsson Læknastöðin í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut varð tíu ára á þessu ári og hefur starfsemi lækna- stöðvarinnar og samstarfsfyrirtækja á þeim tíma tvisvar sprengt utan af sér húsnæði, fyrst í Alftamýri og síðan í Orkuhúsinu. Er nú horft til allra stækkunarmöguleika að sögn Sigurðar Ásgeirs Kristinssonar bæklunarlæknis og fram- kvæmdastjóra Orkuhússins. „Þegar við hófum starfsemi í Álftamýrinni 1997 höfðu hrannast upp langir biðlistar af fólki sem vildi komast í liðspeglunaraðgerðir þar sem þeim aðgerðum var illa komið fyrir á spítölunum. Starfsemin byrjaði af fullum krafti snemma árs 1998 með 3-4 læknastofur og einni skurðstofu og á árinu 2000 æxluðust málin þannig að við keyptum allt húsið af apótekaranum sem átti það og þá sátum við uppi með talsvert mikið af ónotuðu húsnæði sem þurfti að nýta. Við fengum þá röntgenlækna í lið með okkur og hugmyndin fór að þróast að byggja upp lækningamiðstöð á breiðari grunni. Við fengum einnig sjúkraþjálfara inn í húsið og seldum stoðtæki í gamla húsnæði apóteksins og þetta varð á endanum þannig að húsnæðið var nýtt út í síðasta fermeter. Við þetta varð ekki búið lengur og árið 2003 fengum við húsnæði Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut og þó það væri verulega stærra en Álftamýrin, eða um 4000 fm2, vorum við búin að sprengja það utan af okkur eftir mánuð og enn vantar okkur húsnæði undir alla þá starfsemi sem við viljum og getum rekið," segir Sigurður þegar hann gengur með blaðamanni um húsið. Flatur rekstur Sigurður lýsir rekstri og stjórnun Orkuhússins sem „flötum". „Það er algerlega andstætt við hið pýramídalagaða rekstrarform ríkisspítalanna og ég lít á hlutverk mitt sem framkvæmdastjóra að búa fólkinu þægilegt vinnuumhverfi þar sem hver og einn ræður sinni starfsemi en starfsemi allra kemur þó út sem ein heild. Orkuhúsið sam- anstendur af fimm fyrirtækjum. Læknastöðin er með tvær móttökuhæðir og stóran skurðstofugang og þess má geta að við bæklunarlæknar erum eina sérgreinin í læknastétt auk svæfingalækna sem höfum sjálfir búið til okkar eigin gæðastaðla fyrir skurðstofurekstur og Landlæknisembættið samþykkti þá síðan í framhaldi af því. Hér eru hátt í 30 læknar starfandi og þar er um að ræða bæklunarlækna, svæfingalækna, verkjasérfræð- inga, heila- og taugaskurðlækni og lýtalækni. Þeir bæklunarlæknar sem að eru að flytja heim hafa margir hverjir mestan áhuga á að starfa hjá okkur og á síðustu einu til tveimur árum hafa þeir fjórir bæklunarlæknar sem komið hafa til starfa á Reykjavíkursvæðinu svo til allir komið í fullt starf í Orkuhúsinu. Þetta eru þrír læknar í fullu starfi hjá okkur og einn í hálfu starfi. Á næstu tveimur árum á ég von á tveimur bæklimarlæknum til viðbótar erlendis frá. Þá munu vera starfandi í Orkuhúsinu 18 bæklunarlæknar sem er mun fleiri bæklunarlæknar en á bæklunardeild Landspítala þannig að hér er rekin í raun stærsta bæklunar- deild landsins. Islensk myndgreining rekur hér öfluga rönt- genþjónustu með fullkominn stafrænan tækja- búnað til almennrar myndgreiningar, ómskoð- unar, sneiðmyndatöku og segulómunar. Röntgen- þjónustan er ekki eingöngu einskorðuð við lækna Orkuhússins heldur sinnir hún einnig öllum öðrum læknum. Sjúkraþjálfun íslands sem hér er til húsa er stærsta einkarekna sjúkraþjálfun á land- inu, þar starfa um 20 sjúkraþjálfarar og hafa eina og hálfa hæð til umráða. Innanlandsdeild Össurar er hér á hálfri hæð og á jarðhæð er verslunin Flexor sem Lyf og heilsa rekur en þar eru seldar ýmsar stoðtækjavörur, skófatnaður og einnig er rekin þar öflug göngugreiningarþjónusta." Eins og sjá má og Sigurður leggur áherslu á er öll starfsemi í Orkuhúsinu bundin við stoðkerfi líkamans og það er konseptið á bakvið reksturinn að sögn hans. „Ég starfa hér í rauninni í þremur hlutverkum. I fyrsta lagi er ég bæklunarlæknir, í öðru lagi framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar og í þriðja lagi framkvæmdastjóri Orkuhússins. í þvi hlutverki lít ég á mig sem eins konar þjón- ustustjóra því allir sem hér starfa eru í rauninni með eigin rekstur. Allir læknar hvort sem þeir eru hluthafar eða ekki leigja t.d. aðstöðuna af Læknastöðinni. Læknastöðin sér síðan um rekstur á skurðstofum og sameiginlegu starfsfólki. Svipað rekstrarfyrirkomulag er hjá íslenskri myndgrein- ingu og Sjúkraþjálfun íslands en kjarni málsins er sá að allir vinna á gólfinu. Hér er engin meiriháttar LÆKNAblaöið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.