Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 22
■ FRÆÐIGREINAR
INFLÚENSULYF
gerð viðbragðsáætlana á íslandi sem mikilvægt er
að hrinda í framkvæmd í byrjun faraldurs. Hluti
þeirrar vinnu beinist að því að tryggja nægar
birgðir veirulyfja þegar heimsfaraldur ríður yfir
því þau munu gegna mjög þýðingarmiklu hlut-
verki við að draga úr smiti og í meðferð veikra
einstaklinga.
Viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs inflú-
ensu hafa fjögur meginmarkmið:
• Draga úr smiti og halda í lágmarki fjölda þeirra
einstaklinga sem sýkjast
• Hægja á faraldri þannig að sem fæstir ein-
staklingar séu veikir á hverjum tíma. Þannig
minnkar álag á heilbrigðisþjónustuna og alla
innviði samfélagsins, og tími vinnst til að koma
bóluefni á markað gegn hinum nýja stofni
inflúensuveirunnar.
• Lækna og líkna sjúkum
• Viðhalda innviðum samfélagsins
f byrjun árs 2007 hafði hið opinbera keypt um
100.000 meðferðarskammta (meðferð fyrir 100.000
einstaklinga í fimm daga) af oseltamivíri og
zanamivíri en stefnt er að því að auka þær birgðir
í 150.000 skammta. Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á
þessum birgðum fyrir hönd hins opinbera, stjórn-
ar dreifingu þeirra og gefur út notkunarleiðbein-
ingar.
Líklegt má telja að ýmis fyrirtæki og einstak-
lingar muni safna að sér birgðum veirulyfja þegar
heimsfaraldur verður í aðsigi þó ekki sé mælt með
slíku. Mikilvægt er að allar stærri birgðir hér á
landi verði opinberlega skráðar, þeim ávísað af
læknum samkvæmt leiðbeiningum sem hér eru
birtar og notkun þeirra skráð. Að öðrum kosti
verða lyfin notuð ómarkvisst, líklegt að skortur
komi upp og ónæmi aukist.
Ferguson og félagar hafa gert stærðfræði-
líkan um áætlaðan árangur oseltamivírs og
zanamivírs í heimsfaraldri inflúensu í Bretlandi
og Bandaríkjunum (60, 61). Þar er gert ráð fyrir
að um helmingur íbúa sýkist, um 30% þurfi með-
ferð vegna veikinda og að fyrirbyggjandi meðferð
verði gefin fjölskyldumeðlimum hinna sýktu í 10
daga. Niðurstöður benda til að slík notkun geti
dregið úr tíðni sýkinga um 50% en þó því aðeins
að meðferð hjá sýktum einstaklingum hefjist innan
sólarhrings frá byrjun veikinda og fyrirbyggjandi
meðferð hefjist innan sólarhrings frá upphafi sam-
neytis við veikan einstakling. Við raunverulegar
aðstæður verður einnig gripið til margvíslegra
annarra samfélagslegra aðgerða sem miða að því
að hefta útbreiðslu faraldursins og er vonast til að
það muni í heild sinni skila umtalsverðum árangri
(6°);
Á íslandi er áætlað að dreifing og notkun osel-
tamivírs og zanamivírs verði eftirfarandi:
• Lyfjunum verður dreift til sóttvarnalækna um-
dæma og svæða, og til apóteka Landspítala og
Sjúkrahússins á Akureyri seint á hættustigi eða
snemma á neyðarstigi samkvæmt ákvörðun
sóttvarnalæknis.
Samkvæmt reglugerð nr. 834/2007 er íslandi
skipt upp í átta sóttvamaumdæmi. f hverju sótt-
varnaumdæmi er einn yfirlæknir heilsugæslu-
stöðvar skipaður sóttvarnalæknir umdæmisins
af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og er
hami ábyrgur fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi
undir stjórn sóttvarnalæknis. Tilnefna má fleiri
sóttvarnalækna í hverju umdæmi og nefnast þeir
sóttvarnalæknar svæða og starfa undir stjórn sótt-
varnalæknis umdæmisins.
• Sóttvarnalæknar umdæma og svæða tryggja
örugga geymslu lyfjanna og sjá um dreifingu
þeirra til heilsugæslustöðva í umdæminu. Þeir
sjá um að koma leiðbeiningum um notkun til
lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks.
• Heilsugæslulæknar sjá um að koma lyfjum
til sjúklinga, skrá notkun þeirra og að notkun
þeirra verði samkvæmt leiðbeiningum sótt-
vamalæknis.
• Á Landspítala bera smitsjúkdómalæknar
ábyrgð á notkun lyfjanna.
Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um notkun
veirulyfja í heimsfaraldri
Rétt er að árétta að einungis læknar geta ávísað
veirulyfjum til sjúklinga hvort sem þau eru gefin
veikum einstaklingum eða í fyrirbyggjandi skyni.
1. Notkun hjá veikum einstaklingum.
Mikilvægt er að meðferð veikra einstaklinga með
veirulyfjum hefjist eins fljótt og hægt er eftir að
veikindi koma í ljós því þá er mesta von um árang-
ur. Stefna ber að því að meðferð hefjist á fyrsta sól-
arhring veikinda en ólíklegt er að hún skili árangri
ef hún hefst >48 klukkustundum eftir að veikindi
hófust og því vafasamt að hefja meðferð í slíkum
tilfellum. Meðferðarlengd mun í flestum tilfellum
verða að minnsta kosti fimm dagar.
• Oseltamivír er skammtað samkvæmt meðfylgj-
andi töflu.
• Zanamivír er gefið eldri en fimm ára eða þeim
sem geta sogað lyfið að sér samkvæmt með-
fylgjandi töflu.
Mælt er með notkun oseltamivírs hjá sjúkling-
um sem grunaðir eru um sýkingar í öðrum líf-
færakerfum en öndunarvegi. Zanamivír verkar
staðbundið á yfirborði öndunarvegar og dreifist
því lítið um líkamann. Rannsóknir benda einnig til
að oseltamivír dragi meira úr smithæfni veirunnar
heldur en zanamivír (35).
22 LÆKNAblaðið 2008/94