Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 58
UMRÆÐUR O G FRÉTTI
FRÁ SIÐANEFND
R
fári sem Kári Stefánsson hafi í engu átt upptök að, m.a. hafi grein
Jóhanns verið fyrsta frétt í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins hinn
20. september 2005. í framhaldi af henni hafi Kára Stefánssyni
verði boðið í viðtal í Kastljósi, væntanlega til að bera af sér ásak-
anir Jóhanns um að hann væri óhæfur læknir sem ekki hefði
gilt lækningaleyfi og það væri hneyksli að hann hefði verið
fenginn til að leysa af í sumarleyfum á LSH. í slíkri umfjöllun sé
mjög nærtækt að velta fyrir sér hverju það geti sætt að ritstjóri
Læknablaðsins hafi birt slíka grein og hvað hafi rekið grein-
arhöfund til að rita hana, m.a. í ljósi þess að hann hafði áður
ritað fjölmargar greinar af svipuðum toga þar sem hann veittist
að Kára með ósæmilegum hætti.
Kári hafi væntanlega reynt eftir bestu getu að útskýra málið.
Ummælin sem höfð eru eftir honum séu frekar lágstemmd og
eðlileg miðað við stöðu málsins á þeim tíma sem þau eiga að
hafa fallið. í þessu sambandi beri að líta til meginreglna laga
um heimildir þeirra sem verði fyrir ærumeiðingum til að bera
hönd fyrir höfuð sér, m.a. með orðhefnd, þótt því sé ekki haldið
fram hér að þau ummæli sem Kára eru eignuð séu svo sterk að
fallið geti undir lagalega skilgreiningu á hugtakinu orðhefnd,
þótt heimil væri. Það er því ljóst að ummæli Kára Stefánssonar
um Jóhann Tómasson lækni hafi á allan hátt verið mun hófstillt-
ari en tilefni hefði verið til, miðað við þær ærumeiðingar sem
hann hafði áður mátt þola af hendi Jóhanns. Af þessum atvikum
öllum sé ljóst að engin ástæða er til að óttast að meint ummæli
Kára hafi brotið gegn siðareglum LÍ.
Málið var að svo búnu lagt í úrskurð Siðanefndar og taldi
lögmaður Kára Stefánssonar ekki ástæðu til að fram færi frekari
sönnunarfærsla fyrir nefndinni eða munnlegur málflutningur.
NIÐURSTAÐA
Nefndin hefur aflað sér afrits upptöku á umræddum
Kastljósþætti og lítur hér aðeins til þeirra ummæla sem greind
eru í bréfi nefndarinnar til lögmanns Kára Stefánssonar frá
23. nóvember 2006. Þykja ekki efni til að vísa máli þessu frá
nefndinni að fengnum þessum gögnum þar sem ummæli Kára
Stefánssonar komu fram í umræddum þætti.
Með úrskurði Siðanefndar Læknafélags íslands, uppkveðn-
um nú í dag, kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhann
Tómasson læknir hafi með tilteknum ummælum um starfs-
bróður sinn Kára Stefánsson sem er að finna í grein Jóhanns
í Læknablaðinu gerst brotlegur við Siðareglur lækna. Þau
ummæli voru tilefni þess að umrætt viðtal við Kára Stefánsson
átti sér stað.
í 3. mgr. 22. gr. Siðareglna lækna er að finna eftirfarandi
ákvæði:
Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og hátt-
vísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og
riti og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf
annarra lækna.
Það er álit Siðanefndar að með orðunum "... etja Jóhanni á
foraðið ... " sé gefið í skyn að Jóhann Tómasson hafi skrifað grein
sína að undirlagi annarra og er það auk orðalagsins „Einhverra
hluta vegna þá hef ég fest þarna einhvers staðar inni í heilabúinu
á honum og hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út"
niðrandi í garð Jóhanns og telur lækni ekki sæmandi að tala
svona um starfsbróður sinn. Telur nefndin það engu máli skipta
hér að Jóhann Tómasson hafði viðhaft ummæli um Kára sem
nefndin telur brjóta gegn siðareglum lækna í umræddri grein.
Samkvæmt þessu telur nefndin að Kári Stefánsson hafi brotið
gegn ákvæði 3. mgr. 22. gr. siðareglna lækna í umræddum þætti
hinn 2. nóvember 2005.
Af hálfu stjórnar Læknafélags Islands hefur engin krafa
komið fram um að Kári Stefánsson verði beittur viðurlögum
vegna brots á siðareglum lækna og telur nefndin í ljósi þess
að ekki séu efni til þess að áminna lækninn vegna þessa brots
hans.
ÚRSKURÐARORÐ
Læknirinn Kári Stefánsson braut gegn siðareglum lækna með
eftirfarandi ummælum í viðtali í Kastljósþætti sjónvarpsins 2.
nóvember 2005:
... „etja Jóhanni á foraðið" ... og „Einhverra hluta vegna þá
hef ég fest þama einhvers staðar inni í heilabúinu á honum og
hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út".
Allan V. Magnússon
Ingvar Kristjánsson
Stefán B. Matthíasson
Ár 2007, föstudaginn 7. desember, kom Siðanefnd Læknafélags
íslands saman í fundarsal í húsakynnum Læknafélags íslands að
Hlíðasmára 8, Kópavogi. Nefndina skipa Allan V. Magnússon,
formaður, Ingvar Kristjánsson læknir og Stefán B. Matthíasson
læknir.
Fyrir var tekið erindi stjórnar Læknafélags Islands frá 26.
október 2005 vegna greinar Jóhanns Tómassonar í 9. tbl. 91.
árgangs Læknablaðsins.
ÚRSKURÐUR
Með bréfi dagsettu 26. október 2005 skýrði settur formaður
Læknafélags íslands frá því að stjórn félagsins hefði ákveð-
ið á fundi sínum hinn 25. október 2005 að óska eftir því við
Siðanefnd Læknafélags Islands að hún tæki til umfjöllunar og
úrskurðar, eftir því sem við ætti, kvörtun vegna háttsemi sem
kynni að stríða gegn siðareglum Læknafélags Islands.
Segir síðan að sú háttsemi sem kvartað sé undan sé hvort
Jóhann Tómasson læknir hafi í grein sem hann hafi fengið birta
í 9. tbl. 91. árgangs Læknablaðsins 2005 „Nýi sloppur keisarans"
gerst brotlegur gegn siðareglum lækna með einhverjum af
ummælum sínum um Kára Stefánsson lækni.
Greinin hljóðar svo:
„FORSTJÓRI íslenskrar erfðagreiningar stendur vaktina
þessa dagana í afleysingum á taugasjúkdómadeild Land-
spítalans." Þannig byrjaði Bogi Ágústsson stórfrétt ríkissjón-
varpsins mánudaginn 18. júlí síðastliðinn. Daginn áður höfðu
bæði stóru dagblöðin boðað tíðindin á forsíðu.
Þessi afleysing Kára Stefánssonar á taugadeild Land-
spítala var slíkt dómgreindarleysi og reginhneyksli að efast
verður alvarlega um hæfi stjórnenda hins ríkisrekna heil-
brigðiskerfis. Kári hefur skilyrt, takmarkað lækningaleyfi,
58 LÆKNAblaðið 2008/94