Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR INFLÚENSULYF 2. Fyrirbyggjandi notkun. Gert er ráð fyrir að meðgöngutími sýkingarinnar sé tveir til þrír dagar og að sýktur einstaklingur sé smitandi frá einum sólarhring áður en einkenni koma í ljós í allt að sjö til 10 daga. Þar sem meðferð sjúklinga með oseltamivíri eða zanamivíri dregur verulega úr líkum á smiti (sérstaklega oseltamivír) (15, 24, 35) má halda því fram að ekki sé alltaf þörf á fyrirbyggjandi með- ferð hjá einstaklingum sem komast í nána snert- ingu (innan við einn metra) við sjúklinga sem eru á fullri veirulyfjameðferð. Auk þess draga aðrar varnaraðgerðir eins og góður handþvottur, notk- un sloppa, gríma, hanska og gleraugna verulega úr líkum á smiti og minnka þannig þörfina á veirulyfjum (58, 59). Lyfjameðferð heilbrigðra sem munu komast eða hafa komist í mikla nálægð við sýkta ein- staklinga verður að byggjast á mati þeirra lækna sem ávísa lyfjunum. Við það mat þarf að taka tillit til eftirfarandi: • Hversu miklar líkur eru á því að sjúklingurinn sé með inflúensu? • Hversu skæður er faraldurinn og hversu miklar líkur eru á alvarlegum veikindum ef einstak- lingurinn sýkist? • Er sjúklingur á fullri veirulyfjameðferð? • Hversu góðar varnaraðgerðir voru (verða) við- hafðar þegar samneytið átti sér stað? • Hversu lengi var (verður) einstaklingurinn útsettur fyrir smiti? Náið samneyti í langan tfma eykur líkur á smiti. • Líkur á aukaverkunum við fyrirbyggjandi notkun. • Hefur einstaklingurinn verið bólusettur með bóluefni gegn heimsfaraldri? Læknar geta því mælt með eftir- farandi fyrirbyggjandi notkun: a. Engin fyrirbyggjandi meðferð verður gefin en full meðferð hafin strax (innan 48 klukku- stunda og helst innan 24 klukkustunda) eftir að viðkomandi sýnir merki um sýkingu. Þar sem birgðir veirulyfja eru takmarkaðar má færa fyrir því rök að slík notkun tryggi bestu nýt- ingu lyfjanna en þó með þeirri hættu að fjöldi sjúklinga geti orðið verulegur og sumir hugs- anlega orðið alvarlega veikir. Ef faraldurinn verður hins vegar ekki skæður er skynsamlegt að nota lyfin á þennan hátt vegna aukaverkana lyfjanna sem sést geta við langvarandi fyr- irbyggjandi notkun. Þeir sem bólusettir hafa verið gegn heimsfaraldri eiga ekki að fá fyr- irbyggjandi veirulyf nema sýnt hafi verið fram á að bóluefnið veiti litla vörn. b. Fyrirbyggjandi meðferð verður hafin eins fljótt og auðið er eftir að einstaklingur hefur komist í mikla nálægð við sjúkling (innan við eins metra fjarlægð) og gefin í 10 daga. Verði heilbrigður einstaklingur á fyrirbyggjandi með- ferð veikur skal hann settur á fulla meðferð. Vert er að benda á að þeir sem eru á fyrirbyggjandi meðferð fá oft einkennalausa sýkingu og geta því hugsanlega verið varðir gegn frekari sýk- ingu eftir að fyrirbyggjandi meðferð líkur (35). Ef sá sem verið hefur á fyrirbyggjandi meðferð kemst aftur í nána snertingu við sjúkling með inflúensu skal hann ekki settur á fyrirbyggj- andi meðferð en full meðferð hafin ef einkenni um sýkingu koma fram. Notkun á þennan hátt tryggir næstbestu nýtingu veirulyfjanna. c. Fyrirbyggjandi meðferð verður gefin heil- brigðum einstaklingi áður en hann kemst í mikla nálægð við þá sem eru sýktir. Meðferð verður gefin í að minnsta kosti 10 daga eftir síð- asta samneyti við sjúkling og að hámarki í sex vikur. Utbreidd notkun lyfjanna á þennan hátt er hins vegar óhagkvæm og þau munu nýtast fáum. í grófum dráttum má skipta þeim sem þurfa fyrirbyggjandi lyfjameðferð í þrjá hópa: 1. Fjölskyldumeðlimir veikra Samkvæmt viðbragðsáætlun verður leitast við að meðhöndla sýkt fólk heima svo lengi sem ástand þeirra leyfir. Heimilið ásamt fjölskyldumeðlimum verður einangrað í 10 daga, hinn veiki settur á veirulyfjameðferð eins fljótt og auðið er en með- ferð einkennalausra fjölskyldumeðlima ákveðin samkvæmt liðum a eða b hér að ofan. 2. Heilbrigðisstarfsfólk Dregið verður úr smithættu á heilbrigðisstofn- unum með því að gera heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur með sýkta einstaklinga skylt að nota sérstakan hlífðarbúnað og fylgja ýmsum öðrum sóttvarnaráðstöfunum. Auk þess verða sjúkling- ar með inflúensu settir á veirulyfjameðferð sem dregur verulega úr líkum á smiti. Hætta á sýkingu hjá heilbrigðisstarfólki minnkar því verulega og því hægt að bjóða meðferð samkvæmt liðum a, b eða c. 3. Löggæslulið, björgunarsveitir Leitast verður við að hafa eins fáa í vinnu við að flytja og annast sjúka eins og kostur er. Rík áhersla verður lögð á notkun hlífðarbúnaðar, að leiðbein- ingum um sóttvarnir verði fylgt og veirulyf verði boðin samkvæmt liðum a eða b. LÆKNAblaðið 2008/94 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.