Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 90
1 HUGLEIÐING HÖFUNDAR
KVILLAR 0 G L Y F í S í Ð U N N 1
Kvillar og lyf í Síðunni
Böðvar
Guðmundsson
BÖÐVAR guðmundsson
Böðvar Guðmundsson
fæddist árið 1939. Stúdent
frá MR 1962 og Cand.
mag. í íslensku 1969.
Kenndi íslensku við MH
1969-74 og MA1974-
80. Stundakennari við
Leiklistarskóla íslands
1981-83, lektor í Bergen
1983-87, en hefur helgað
sig ritstörfum síðan. Verk
hans eru m.a. Ijóöabækur,
leikrit og skáldsögur,
þeirra þekktastar
eru bækur hans um
vesturfarana: Híbýli
vindanna 1995 og Lífsins
tré 1996 en meö þeim
vann hann hug og hjörtu
íslendinga og hlaut fyrir þá
síðarnefndu Hin íslensku
bókmenntaverðlaun 1997.
Sögur úr Síðunni eru
tengdar sögur úr íslenskri
sveit um miðja síðustu öld.
Læknavísindin eru mér hulinn dómur en ég þekki
marga lækna, frændur og vini og stjúpdóttir mín
er læknir. Samt ætla ég ekki að skrifa neitt um
þetta ágætisfólk, heldur að reyna að rifja upp
heilsufar fólks í Síðunni um miðja síðustu öld, en
þá byrjaði ég að taka eftir því sem var umhverfis
mig. Ég byrja efst og fikra mig niður eftir fólki.
Hárið á fólki var svipað og í dag, nema hvað
eldri konur gengu yfirleitt með fléttur, karlarnir
voru þunnhærðir. Lús var næstum óþekkt en
engu að síður voru gerðar varúðarráðstafanir við
henni. Einu sinni í viku þvoði móðir mín okkur
krökkunum um hárið úr grænsápulegi og kembdi
okkur á eftir með fíntenntum og flugbeittum lúsa-
kambi sem var hreinasta pyndingartæki. Hann
var svo fíntenntur að engin lús slapp í gegnum
hann. Það kom aldrei nokkur lús í leitirnar og
ég verð að játa að enn þann dag í dag hef ég ekki
séð lús. Á nágrannabæ bjuggu hagleiksbræður
og þeir betrumbættu lúsakambinn sinn, smíð-
uðu á hann sérstakan lúsadrepara. Það var þunn
stálplata, klemma, sem lagðist að kambinum
með sterkri fjöður. Klemmunni var haldið opinni
meðan kembt var og kæmi lús í leitirnar var fjöðr-
inni sleppt og klemman lokaðist og marði lúsina í
klessu. Þeir tóku ekki einkaleyfi á þessa uppfinn-
ingu sína, enda lúsin um það bil að hverfa.
Fyrir neðan hárið sitja augun. Mér finnst núna
að margt gamalt fólk hafi verið rauðeygt og oft
einhver vilsa í augnakrókum. Eldra fólk átti margt
gleraugu, en það var talið nóg að fá sér gleraugu
einu sinni á ævinni. Ég man eftir gömlum manni
sem kom oft til okkar á jóladag og settist strax út
í horn með jólablað Tímans í höndunum og gler-
augu móður minnar á nefinu. Hans gleraugu voru
fyrir löngu hætt að passa en þennan eina dag árs-
ins komst hann í gleraugu sem hann gat lesið með.
Það var mikill hátíðisdagur.
Færum okkur neðar. Margir karlar tóku í
nefið og þurrkuðu tóbakstaumana í sérstaka nef-
tóbaksklúta, sem ég síðar hef komist að raun um
að eru danskir hálsklútar. Það sauð og kraumaði
hátt í þessum tóbaksnefjum en ég man að mér var
sagt að neftóbaksmenn fengju síður kvef en aðrir.
Og þá eru það tennurnar. Tannhirða var næst-
um engin. Margir karlar báru þó á sér tannstöngul,
sem oftar en ekki var tálgaður leggur úr álftarfjöð-
ur. Flestar konur voru komnar með falskar tennur
upp úr tvítugu, karlar fengu þær seinna. Við tann-
pínu var aðeins eitt ráð og það var að láta draga úr
sér tönnina. Læknisbústaðurinn var nokkuð langt
í burtu og stundum kom læknirinn með mjólk-
urbílnum og þá sátu þeir sem eitthvað var að við
brúsapallinn og biðu eftir lækningu meðan mjólk-
urbílstjórinn var að setja mjólkurbrúsann á bílpall-
inn eða sortera póstinn. Ég man eftir einum lækni
sem var heljarmenni að burðum og margar sögur
sagðar um ómælda krafta hans. Ein sagan var sú
að hann notaði aldrei töng til að draga tennur úr
fólki, það gerði hann með fingrunum. Margir karl-
menn voru með brotnar tennur eða skörð. Átök
og stympingar við skepnur enduðu oft með því
að tennur hrukku. Tvo góða granna vissi ég um
sem misstu tennur í stympingum við hrúta og sá
þriðji var að koma heim úr kaupstað og hundur
hans stökk upp í fangið á honum við heimkomuna
með svo áköfum fagnaðarlátum að hann skallaði
úr honum báðar framtennurnar. Ég hef sennilega
verið orðinn tíu ára þegar tannburstar komu til
sögunnar og tannkrem. Tannkrem þótti óskaplega
gott á bragðið og ég man að maður stalst stundum
til að reka tunguna í tannkremstúbuna án þess að
nota burstann.
Fólk var oft með eymsli í hálsinum, kverkaskít,
eins og það var kallað. Og krakkar með bólgna
eitla og kirtla og hvað það nú heitir allt saman.
Það þótti mikil heilsubót að láta taka kirtlana úr
krökkum. Stundum var fólk líka með eymsli fyrir
brjóstinu en það var ekki skilgreint nánar. Eldra
fólk átti til að vera mæðið samfara brjósteymsl-
unum en það var aldrei sett í samband við veilt
hjarta. Hjartveikir voru þeir einir kallaðir sem
voru kvíðnir og huglausir.
Og svo var það hryggurinn og árans gigtin.
Hún gat nú reyndar farið um allan skrokkinn, en
verst var hún í bakinu. Þó finnst mér að gigtin
hafi plagað karla og konur á ólíkan hátt, karlarnir
voru skakkir og skældir af gigt í bakinu en konur
meira í öxlum. Og margar konur kvörtuðu yfir
handadofa.
Þá var einnig mikið talað um magasár. Það
þótti skelfilegur sjúkdómur, ekki hvað síst vegna
þess að þeir sem þjáðust af magasári máttu ekkert
borða nema hænsnakjöt, og hænur lagði almeimi-
legt fólk sér alls ekki til munns. Það voru skelfileg
örlög að mega ekki borða neitt nema hænsni það
90 LÆKNAblaðið 2008/94