Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 20
■ FRÆÐIGREINAR INFLÚENSULYF um 2000 en þau koma í veg fyrir að inflúensuveir- an losni frá sýktum frumum og eru virk gegn A og B stofnum veirunnar (12,13). Oseltamivír er til bæði í töflu- og mixtúru- formi og er ætlað einstaklingum eins árs og eldri. Meðferðar- og fyrirbyggjandi skammta má sjá í meðfylgjandi töflu. Zanamivír er einungis til sem innöndunarduft og er ætlað þeim sem eru fimm ára og eldri. Engar rannsóknir hafa borið saman virkni þessara lyfja en lyfleysurannsóknir benda til að hún sé mjög svipuð bæði hvað varðar meðferð sýktra ein- staklinga og fyrirbyggjandi notkun (12). Árangur meðferðar sýktra einstaklinga með NA-heml- um í árlegri inflúensu Oseltamivír hjá þeim sem eru eldri en eins árs og zanamivír hjá eldri en fimm ára eru virk í með- ferð við inflúensu (14). Þau stytta lengd veikinda um einn til tvo sólarhringa og draga verulega úr einkennum (15-18). Virkni lyfjanna til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sýkingarinnar er óljósari (14,19, 20) en þó virðist oseltamivír koma í veg fyrir alvarlega lungnabólgu og dregur úr sjúkrahússinnlögnum (16). Bestur árangur næst ef meðferð hefst innan 12 klukkustunda frá upphafi einkenna en árangur er vafasamur ef meðferðin hefst >48 klukkustunda eftir að einkenni koma fram (21-23). Meðferð sem hefst snemma dregur verulega úr veirumagni í öndunarvegi sjúklinga og minnkar þannig líkur á smiti en styttir hins vegar ekki þann tíma sem sjúklingur er smitandi (15, 24, 25). Ymislegt bendir til að lyfin séu einnig virk hjá ónæmisbældum einstaklingum og dragi úr alvöru sýkingarinnar (26,27). Árangur fyrirbyggjandi meðferðar með NA-hemlum í árlegri inflúensu. Oseltamivír og zanamivír koma í veg fyrir stað- festa inflúensu hjá 70-90% heilbrigðra (12, 28, 29) en fyrirbyggjandi virkni hjá ónæmisbældum ein- staklingum hefur ekki verið fyllilega rannsökuð (30). í heimsfaraldri verður lögð áhersla á að gefa fjölskyldumeðlimum veikra einstaklinga fyrirbyggjandi meðferð. Fjórar rannsóknir hafa verið birtar um árangur fyrirbyggjandi notkunar oseltamivírs og zanamivírs á heimilum þar sem inflúensa hafði greinst (31-35). Helstu niðurstöður þeirra eru: • Virkni (efficacy) 10 daga fyrirbyggjandi með- ferðar með oseltamivíri var 81-91% ef litið er á virkni til að fyrirbyggja veikindi en 48-63% til að koma í veg fyrir sýkingu með eða án ein- kenna. Þetta þýðir í raun að hluti þeirra sem fékk fyrirbyggjandi meðferð í 10 daga fékk einkennalausa sýkingu með fjórfaldri hækkun mótefna gegn inflúensuveirunni sem vænt- anlega verndaði gegn frekari sýkingu (33-35). • Virkni 10 daga fyrirbyggjandi meðferðar með zanamivíri var 75% þegar horft var á virkni til að hindra veikindi en 60% til að koma í veg fyrir sýkingu (31, 32,35). • Líkur á smiti minnkuðu um 19% þegar sjúk- lingar voru meðhöndlaðir með zanamivíri en 80% við meðhöndlun með oseltamivíri (35). Þessar niðurstöður benda til að sjúklingar með inflúensu smiti síður ef þeir eru meðhöndlaðir með oseltamivíri heldur en zanamivíri. Árangur meðferðar með NA-hemlum gegn H5Nl-stofni inflúensuveiru Bæði oseltamivír og zanamivír hafa sýnt góða virkni í tilraunaglösum gegn öllum stofnum H5N1 (36, 37) en oseltamivír ónæmum stofnum hefur þó verið lýst hjá nokkrum sjúklingum á oseltamivír meðferð (38). Engar staðlaðar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni NA hemla hjá einstaklingum sem sýkst hafa af H5Nl-stofni inflúensuveirunnar né held- ur árangri lyfjanna til að koma í veg fyrir smit. Meðferð með oseltamivíri hefur verið lýst hjá 25 veikum einstaklingum af völdum H5N1 (39). Af þeim létust 19 og virtist árangur meðferðarinnar því vera lítill. Hins vegar hófst meðferðin seint og ekki fyrr en sjúklingarnir voru orðnir alvarlega veikir. Virkni oseltamivírs verður því tæpast metin af þessum upplýsingum. Lítil reynsla er af notkun zanamivírs við sýk- ingu af völdum H5N1. Sýnt hefur verið fram á að lyfið er virkt gegn öllum stofnum veirunnar inni á rannsóknarstofu og einnig þeim stofnum sem eru með minnkað næmi fyrir oseltamivíri (38). Ónæmi árlegrar inflúensu fyrir NA-hemlum Ónæmi fyrir oseltamivíri hefur verið lýst hjá um 1% fullorðinna og 5% barna sem meðhöndluð voru með oseltamivíri í árlegri inflúensu (24, 40). Hærra ónæmi fyrir oseltamivíri hefur verið lýst í Japan og í einni rannsókn greindist ónæmi hjá 16- 18% bama (41,42). Þessar niðurstöður benda til að ónæmi sjáist oftar hjá börnum sem meðhöndluð eru með oseltamivíri heldur en fullorðnum. Dýratilraunir benda til að oseltamivír-ónæmar inflúensuveirur smitist síður milli einstaklinga og valdi vægari einkennum en næmar veirur (43, 44). Þetta vekur vonir um að þótt ónæmi fyrir oselta- mivíri yrði útbreitt í heimsfaraldri þá myndi það ekki hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Allar oseltamivír ónæmar veimr hafa reynst næmar fyrir zanamivíri (38, 45, 46). 20 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.