Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 39
Ú R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Fyrsta sérverslun á íslandi með dauðra manna bein Elínborg Bárðardóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna elinborgb@simnet. is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Ragnar Freyr Ingvarsson Sigurður Böðvarsson Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) var stofn- að 1978 og á því 30 ára afmæli á árinu. í tilefni afmælisins ákvað stjóm félagsins að safna saman gögnum um sögu heimilislækninga á íslandi til varðveislu á viðeigandi hátt. Vonumst við til að sú vinna auðveldi komandi kynslóð að skrifa sögu félagsins þegar það verður tímabært. í Læknablaðinu (nóvember 2007) var áhuga- verður pistill Ólafs Þ. Jónssonar læknis og Braga Þ. Ólafssonar um ævisögur og endurminningar lækna. Samkvæmt samantekt þeirra á flestu sem gefið hefur verið út um það efni sýnist mér að það séu mestar líkur á að skrifa endurminningar sínar ef maður er læknir og heitir Bjarni, Jón, Björn, Ólafur eða Guðmundur. Aðeins ein kona komst á listann en þess ber þó að geta að afar fáar konur voru í læknastétt fyrir 1950 eins og réttilega er bent á í greininni. Mér fannst það einnig broslegt að sagnfræðingar hafa skipt sjálfsævisögum niður í hina ýmsu flokka, þ.á.m. sjálfsdýrkunarrit, rétt- lætingarrit, fortíðarglýjurit, játningarit, pólitísk sjálfssögurit, uppgjörsrit, áróðursrit, lífsferilsrit, lífsreynslusögur og verðmætavörslurit auk fleiri tegunda. Verðmætavörslurit finnst mér hljóma best hvað svo sem það nú þýðir nákvæmlega. Ég hef sjálf sótt í að lesa ævisögur lækna og pistla eftir löngu liðna lækna og fundist það fróðleg og skemmtileg lesning. Að lesa sér til um fortíð- ina er hollt að mínu mati, það vekur með manni hógværð í nútíðinni sem er nauðsynleg framtíð- inni. Mjög líklega munu læknar framtíðarinnar undrast hvernig við notum geðlyf í dag á sama hátt og við í dag hleypum brúnum yfir vatns- kúrum og föstum sem margir geðlæknar höfðu óbilandi trú á í byrjun síðustu aldar. Safn ritsmíða Vilmundar Jónssonar landlæknis get ég t.d. nefnt sem skemmtilega lesningu. Vilmundur skrifaði m.a.: „að gagnvart flestum sjúkdómum standi læknar eins og veðurfræðingar gagnvart veðr- inu og flestir sjúkdómar sem á annað borð batna, batna án kraftaverka á svipaðan hátt og vont veður snýst í gott". Þessi orð voru skrifuð 1933 og ollu töluverðri úlfúð meðal lækna en það var í þeim sannleikur þá og 75 árum síðar er ennþá í þeim sannleikskorn. Ég mæli einnig með lestri um fyrirtækið Mannabein SF í bók Páls Kolka „Úr myndabók læknis", þar sem segir frá fyrstu sérverslun á íslandi með dauðra manna bein, frek- ar sérstök frásögn og stórskemmtileg. Saga heimilislækninga er nátengd sögu sam- félagslegrar hugsjónar og hugmynda um vel- ferðarkerfið og þróaðist samkvæmt norrænni fyrirmynd að mestu, þó að Bretar hafi einnig haft svipaðar hugmyndir. Með tilkomu sjúkrasam- laga og stofnunar Tryggingarstofnunar ríkisins (1936) var í raun lagður grunnur að því að sjúk- lingar hefðu sinn eigin heimilislækni og fengju þannig samfellda persónulega læknisþjónustu. Heilsuverndarstöðin var stofnuð 1953 og síðan fylgdu Islendingar öðrum þjóðum í umræðu um almennar lækningar og skort á almennum lækn- um. Boðskapur og áhrif 68-kynslóðarinnar hafa líklega líka ýtt undir hugmyndir um samhyggju og það að bjóða hefðbundnu stjórnkerfi og hugs- unarhætti byrginn og úr þeim jarðvegi spruttu menn eins og Ólafur Mixa sem varð síðan fyrstur íslenskra lækna til að fá sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum 1971. A áttunda áratugnum þróaðist síðan hugmyndafræði heimilislækninga á íslandi. Megininntak hennar var að frumheilsu- gæsla væri grunnur góðrar heilbrigðisþjónustu og samfella væri mikilvægasta forsenda vandaðra heimilislækninga. Heimilislæknir hefði samfélags- lega ábyrgð ekki síður en ábyrgð gagnvart skjól- stæðingi sínum. Góð heilsugæsla var einnig talin þarfnast menntaðra heimilislækna sem byggðu grunn sinn á fræðilegri nálgun sem styddist við vísindavinnu og þróunarvinnu. Auk þess hefðu heimilislæknar þörf fyrir sömu virðingu og laun og aðrir sérfræðingar. Þessi hugmyndafræði hefur í raun staðist tímans tönn, er ennþá í fullu gildi, en það er þó full ástæða til að standa vörð um hana og það gerum við m.a. með því að varðveita sögu hennar. Félag íslenskra heimilislækna hefur stigið fyrsta skrefið eins og fram hefur komið til varðveislu sögu heimilislækninga. Það er því ærin ástæða til að hrósa félaginu fyrir framsýni og dugnað enda hefur það sýnt sig á undanförnum áratugum að FÍH hefur unnið brautryðjendastarf í mörgum málum, m.a. kennslu- og gæðamálum, og stutt dyggilega við rannsóknir heimilislækna. Félagsmenn, þ.e. heimilislæknar íslands, hafa sýnt mikinn félagsþroska, samheldni og dug í bar- áttu sinni fyrir uppbyggingu heimilislækninga á íslandi. Til hamingju, FÍH, með 30 ára afmælið. LÆKNAblaðið 2008/94 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.