Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 75
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR í O R Ð 2 0 5 Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhjtglandspitali. is Umræðuhópur Panel í 196. pistli (Læknablaðið 2007; 93: 239) voru til- greind ensku orðin panel og panel discussion, sem notuð hafa verið í tengslum við opna umræðu valins hóps, við eða fyrir framan áheyrendur. Undirritaður tilgreindi íslensku heitin umræða og umræðuhópur til að nota í þessu samhengi. Bent var á að nafnorðið panel væri sennilega komið inn í miðaldaensku úr frönsku, en þar hefði það upphaflega merkt hluti af einhverju. Þorkell Jóhannesson sendi stuttu síðar tölvu- póst með þessum orðum: Ég er ekki ósammála þýðingunni á PANEL í þessu samhengi. Orðið er réttilega komið úr frönsku í ensku, en á rætur sínar í miðaldalatínu, PANNELLUS, sem er smækkuð mynd úr PANNUS, en pannus á sér gildar merkingar í læknisfræði (t.d. pannus corneae). Upphaflega merk- ingin getur því trauðla verið „hluti af einhverju" eins og þú skrifar. Mér skilst raunar, að upphaflega merkingin lwfi verið ferhyrndur klútur eða eitthvað slíkt. í ensku hefur orðið síðan fengið fjölda yfirfærðra merkinga (t.d. kviðdómur) og kemur fyrir í ýmsum samsetningum (t.d. panel-doctors). Ekki sammála Undirritaður hefur stundum lagst gegn tillögum Þorkels, eins og sjá má til dæmis í pistlum 35,67 og 172. Allt hefur það verið í góðu, utan einu sinni. Þá hringdi Þorkell og var nokkuð hvass eftir að einn pistillinn hafði birst og ítrekaði af ákefð tillögu sína, sem undirritaður hafði andmælt. Báðir end- urtóku röksemdir sínar og hvorugur gaf sig þar til Þorkell kvaddi skyndilega með þessum orðum: „Jæja, ég nenni ekkiþessu þvargi lengur." Ekki leið þó á löngu þar til næsta tillaga barst. Hljóðritun í 198. pistli (Læknablaðið 2007; 93: 445) var fjallað um texta og fræðiheiti í nýlegri Handbók í lyf- læknisfræði. Meðal annars var minnst á hljóðritun efnaheita og lyfjasamheita á íslensku. Sett var fram ósk um að hljóðritunarskrefið yrði stigið til fulls, þannig að s eða k kæmi alltaf í stað c, eins og við ætti, og að s kæmi alltaf í stað z (salicýlat verði salisýlat og prómetazín verði prómetasín). Sömuleiðis var lagt til að íslensku broddstafirnir yrðu hiklaust notaðir þannig að ritað væri í en ekki i (nítró- en ekki nitró-) og ó en ekki o (fenól- en ekki fenol-) þegar við ætti. Frá Þorkeli barst síðan þetta: Eg er þér sammála um broddstafina. Raunar fellur mér fyrir brjóst, að ýmsir, einkum ekki læknislærðir menn, bögglast með „nitur" í stað „nítur", sem á sér fallega hliðstæðu í „mítur", þegar þeir vilja ekki sætta sig við að nota hið gamalþekkta orð köfnunarefni. Önghljóð og hvæs Síðasti íðorðapistill var helgaður Þorkeli Jóhannessyni til að þakka fyrir þátttöku hans og þann áhuga sem hann hefur ætíð sýnt íðorða- smíðinni. Athugasemdir frá Þorkeli hafa nú birst í sextán pistlum, ef rétt er talið, og skal nú getið þeirrar sem síðast barst. í 201. pistli (Læknablaðið 2007; 93: 445) var fjallað um hvernig þýða ætti orðið wheezing í læknisfræðilegum textum. Niðurstaða undir- ritaðs var sú að wheezing mætti þýða á tvo vegu: 1. önghljóð, þegar vísað er til hátóna flautu- eða blísturshljóða sem heyrast við lungnahlustun, og 2. hvæsandi eða másandi öndun, þegar vísað er til öndunarhljóða sem sjúklingur eða nærstaddir heyra. Bent var á að uppruna ensku sagnarinnar to wheeze mætti rekja um miðaldaensku (whese) og fornensku (hwæsan) og síðan til íslensku (huæsa). Þorkell vildi þá bæta þessu við: Til gamans vil ég benda á að anglósaxneska orðið „hwesan" eða „hvæsan" er einnig rótskylt „hwösta" á því máli, sem orðið er að „husten" íþýsku og svo vitanlega enn nær stofni að „hósta" á íslensku. Early mobilization Albert Páll Sigurðsson, taugasjúkdómalæknir, sendi beiðni um gott íslenskt heiti sem nota mætti í stað ensku samsetningarinnar early mobilization. Hugtakið felur í sér að sjúklingar eru virkjaðir fljótt eftir aðgerð eða sjúkdómsáfall (svo sem slag), og fengnir til að hreyfa sig í rúmi, fara á fætur og sinna eigin þörfum eins og hægt er. Fjallað var um orðið mobilization í pistlum 167,194 og 195. Fram kom að notkunarsviðin væru mörg og að orðið væri notað um: 1. útleysingu frumna úr beinmerg, 2. útlosun efna úrforðabúri í vefj- um eða frumum í líffæri, 3. virkjun varnarviðbragða, 4. ræsingu liðsauka á stofnun til vinnu eða í útkall, 5. losun líjfæris úr samvöxtum eða náttúrulegri festingu við skurðaðgerð og 6. liðkun liða og liðamóta. Snemmvirkjun Við ofanritað mætti nú bæta: 7. virkjun sjúklinga til að hreyfa sig. Undirritaður setti strax saman úr þessum efniviði nafnorðið snemmvirkjun sem þýðingu á early mobilization. Kallað er eftir fleiri hugmyndum eða athugasemdum. LÆKNAblaðið 2008/94 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.