Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR LIFRARBÓLGA C uðu Rhesus immúnóglóbúlíni sýndi að einungis 2,1% þeirra höfðu fengið skorpulifur 27 árum eftir smit (16). Önnur líkleg skýring á vægum lifr- arskaða er sú að sjúklingarnir eru tiltölulega ungir. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sjúkdómsgangur er hraðari og meiri líkur á skorpulifur því eldri sem einstaklingurinn er við smit (4). Ekki er vitað af hverju þetta gerist. í þessari aftursæju rannsókn voru athugaðir nokkrir þættir með tilliti til áhrifa á náttúrulegan gang sjúkdómsins, það er hversu mikill lifrar- skaðinn væri. Fylgni var á milli aldurs, bæði við sýnatöku og áætlaðs aldurs við smit, og bandvefs- myndimar; því eldri því meiri bandvefur. Það kemur á óvart að ekki reyndist fylgni milli þess hversu lengi smit hafði varað og þess hversu mik- ill lifrarskaðinn var. Aðrar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli þessara þátta (4). A þessu er ekki augljós skýring. Hún gæti þó að hluta til verið sú að samsetning sjúklingahópsins gefi ekki tilefni til nægilegs breytileika til að fram komi marktækur munur við tölfræðilega útreikninga. Einnig þarf að hafa í huga að áætlaður smittími er að nokkru leyti ágiskun í rannsókninni. Ennfremur er vel þekkt að lifrarskaði allnokkurs hluta sjúklinga eykst ekki að marki samhliða lengri smittíma og niðurstöður nokkurra rannsókna benda til að annars hraustir HCV jákvæðir einstaklingar séu mögulega í minni hættu á að þróa með sér alvarlegan lifrarsjúkdóm en áður var talið (17). Vitað er að samhliða sýkingar af völdum lifr- arbólguveiru B og/eða HIV hraða gangi lifrarsjúk- dóms hjá einstaklingum með lifrarbólgu C (1). Þar sem flestir sem höfðu jákvæð blóðvatnspróf fyrir lifrarbólgu B höfðu merki um eldri sýkingu kemur ekki á óvart að bólga og bandvefsmyndun var ekki meiri hjá þeim hópi en meðal annarra í rannsókninni. Við mat á sjúklingum með lifrarsjúkdóma er gjarnan stuðst við niðurstöður lifrarprófa. I okkar rannsókn voru tengsl á milli hækkunar á trans- amínasa og magns bólgu og bandvefs. Erlendar rannsóknir sýna að mikil hækkun á transamínös- um hefur forspárgildi um bandvefsmyndun (18). Sýnt hefur verið fram á að mikil áfengisneysla eykur hættuna á skorpulifur hjá sjúklingum með langvinna lifrarbólgu C (1, 4). Erfitt er að leggja mat á áfengisneyslu í baksærri rannsókn eins og þessari þar sem upplýsingar eru fengnar úr sjúkraskýrslum. í fæstum tilvikum lá fyrir form- legt mat á magni (til dæmis neysla mæld í g/dag) eða tímalengd áfengisnotkunar. Var því ekki unnt að meta þátt áfengisneyslu í lifrarsjúkdómi þessa hóps. Niðurstöður okkar sýna að sjúklingar með lifr- arbólgu C sem fóru í lifrarsýnistöku á árunum 1991-2001 höfðu fremur vægan lifrarskaða og fáir höfðu skorpulifur. Mikilvægt er þó að hafa í huga að áhrif sýkingarinnar eiga enn eftir að koma fram hjá stórum hluta sjúklinganna. Þar sem stór hópur íslendinga er þegar sýktur má búast við aukningu á nýgengi skorpulifrar á komandi árum. Það er mikilvægt að fylgja afdrifum þessa sjúklingahóps eftir með annarri rannsókn. Þakkir Erni Ólafssyni tölfræðingi er þökkuð aðstoð við tölfræðiútreikninga í rannsókninni. Heimildir 1. Wong W, Terrault N. Update on chronic hepatitis C. Clin Gastroenterol Hepatol 2005; 3: 5-7-520. 2. Poynard T, Yuen M-F, Ratziu V, Lai CL. Viral hepatitis C. Lancet 2003; 362: 2095-2100. 3. Bosch FX, Ribes J, Díaz M, Cléries R. Primary liver cancer: Worldwide incidence and trends. Gastroenterol 2004; 127 (Suppl. 1): 5-16. 4. Poynard T, Bedossa P, Opolon P. Natural history of liver fibrosis progression in patients with chronic hepatitis C. Lancet 1997; 349: 825-32. 5. Saadeh S, Cammell G, Carey WD, Younossi Z, Barnes D, Easley K. The role of liver biopsy in chronic hepatitis C. Hepatol 2001; 33:196-200. 6. Registry for Infectious Diseases. Chief epidemiologist, Directorate of Health, Iceland. 7. Annual Report, SÁÁ 2004-2005: 57-59 8. Snorrason GJ, Sigurðarson SÞ, Guðmundsson S, Briem H. Óskir um mótefnamælingu gegn alnæmisveiru. Áhættuþættir smits og algengi mótefna gegn alnæmisveiru, lifrarbólguveiru B og C. Læknablaðið 1993; 79: 5-9. 9. Ishak K, Baptista A, Bianchi L, Callea F, De Groote J, Gudat F, et al. Histological grading and staging of chronic hepatitis. J Hepatol 1995; 22: 696-69. 10. Löve A, Stanzeit B. Hepatitis C virus infection in Iceland: a recently introduced blood-bome disease. Epidemiol Infect 1994; 113: 529-36. 11. Garfein RS, Vlahov D, Galai N, Doherty MC, Nelson KE. Viral infections in short-term drugusers: The prevalence of hepatitis C, hepatitis B, human immunodeficiency and human T-lymphotropic vimses. Am J Public Health 1996; 86: 655-61. 12. Lee WM. Hepatitis B vims infection. N Engl J Med 1997; 337: 1733-45. 13. Sherman KE, Rouster SD, Chung RT, Rajicic N. Hepatitis C Vims prevalence among patients infected with Human Immunodeficiency Vims: a cross-sectional analysis of the US adult AIDS Clinical Trials Group. Clin Infect Dis 2002; 34: 831-7. 14. Farsóttafréttir mars 2007. 3.tölublað. 15. Ghany MG, Seef LB. Efforts to define the natural history of chronic hepatitis continue (editorial). Clin Gastroenterol Hepatol 2006; 4:1190-2. 16. Levine RA, Ploutz-Snyder R, Murray F, et al. Assessment of fibrosis progression in untreated Irish women with chronic hepatitis C contracted from immunoglobulin anti-D. Clin Gastroenterol Hepatol 2006; 4:1271-7. 17. Seeff LB, Miller RN, Rabkin CS, et al. 45-year follow-up of hepatitis C vims infection in healthy young adults. Ann Intem Med 2000; 132:105-11. 18. Ghany MG, Kleiner DE, Alter H, et al. Progression of fibrosis in chronic hepatitis C. Gastroenterology 2003; 124:97-104. LÆKNAblaðið 2008/94 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.