Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 43
í UMRÆÐUR O G FRÉTTIR SLENSK ERFÐAGREINING Að mínu áliti er gagnið sem hafa má af þessu svo takmarkað að aurunum væri betur varið í annað. Enginn efast þó um að íslensk erfðagrein- ing stendur mjög framarlega í rannsóknum á sínu sviði. Það er bara ennþá talsvert langt í land að upplýsingarnar hafi hagnýtt gildi fyrir almenning. Það getur vel verið að fólk hafi gaman af þessu og í sjálfu sér er ekkert við því að segja, en hættan er þó sú að fólk taki of mikið mark á þessu og telji að þetta svari veigamiklum spurningum um heilsu- farslega framtíð þess. Ég hefði ennfremur talið það óviðeigandi ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn heilbrigðismála væru að auglýsa þetta sem lausn á heilsutengdum vandamálum, þar eð lausnir á því sviði eru yfirleitt fólgnar í samfélagslegum aðgerðum en ekki erfðafræðilegum rannsóknum. Það sem við eigum að leggja áherslu á er að lífstíls- breytingar séu jákvæðar og stuðli að vellíðan og bættu heilsufari fremur en að fólk sé rekið áfram af ótta við ótímabæran dauða sinn. Þá erum við komin inn í hræðsluþjóðfélagið þar sem allir búast alltaf við hinu versta. " Aðgangur þriðja aðila að upplýsingunum Jóhann Ágúst kveðst ekki óttast að ÍE láti þriðja aðila í té þessar upplýsingar sem fyrirtækið býður til sölu. „Ég geri reyndar ráð fyrir að ÍE sjái sér ekki hag í því að reyna að opna fyrir slíkan aðgang því það gæti gert fyrirtækinu meiri skaða en gagn. Ég sé enga ástæðu til að rengja ÍE að þessu leyti. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af því að þrýst- ingur frá þriðja aðila verði á einstaklinginn sjálfan. Segjum sem svo að einstaklingur sem farið hefur í erfðagreiningu ætli að taka sér nýja sjúkdóma- og líftryggingu. Ef niðurstöður erfðagreiningar eru óhagstæðar eða viðkomandi er metinn í aukinni áhættu fyrir einhverjum af þeim 18 sjúkdómum sem eru til skoðunar hjá ÍE, vaknar spurningin hvort viðkomandi einstaklingur á að greina frá því á upplýsingablaðinu til tryggingafélagsins varðandi heilsufar sitt og og fjölskyldusögu. Ef upp kemst að hann hefur ekki lagt öll þekkt spil á borðið vaknar spurningin um það hvort hann missi bótaréttindi ef til kemur. Einnig gæti komið til greina að einstaklingur með hagstætt áhættu- mat samkvæmt erfðagreiningu kynnti það fyrir tryggingafélagi með ósk um ódýrari tryggingu. Þá verður stutt í að hefð skapist á því sviði. Ég tel heldur ekki æskilegt að upplýsingar af þessu tagi fari inn í sjúkraskrámar, þar sem sjúklingar skrifa stundum ómeðvitað undir að tryggingafélög megi afla sér upplýsinga úr sjúkraskránum. Þá gætu læknar orðið nauðbeygðir til að afhenda þær. Það þarf þó að hafa allan vara á varðandi þetta og ganga þannig frá málum að hvorki trygginga- félög, lögregluyfirvöld, eða atvinnufyrirtæki sem eru að ráða fólk í vinnu hafi aðgang að slíkum upplýsingum." DeCODEme pakkinn er söluvara Jóhann Ágúst dregur ekki dul á þá skoðun sína að með þessu tilboði sé íslensk erfðagreining að biðla til hluthafa og væntanlegra fjárfesta. „Margt af því sem IE lagði upp með fyrir áratug síðan hefur brugðist og þetta er - eins langt og ég get metið það - eitt af útspilunum til að hækka verðgildi hlutabréfanna og halda lífi í fyrirtækinu. Það hefur komið fram í viðtali við Kára Stefánsson að íslensk erfðagreining ætli sér að hafa af sölu þessara upplýsinga umtalsverðar tekjur. Eflaust hefur fyrirtækið gagn af því en það má spyrja sig hvort sala á þessum upplýsingum sé mikilvægt framlag til heilsuverndar almennings og svar mitt er neitandi, þetta er fyrst og fremst söluvara, líf- fræðilegar upplýsingar eru settar á markaðstorgið í þeirri von að almenningur láti glepjast." Jóhann Ágúst er eindreginn talsmaður þess að spomað sé gegn tæknihyggjunni í heilsuvernd og bendir á að lífefnafræði (biomedicin) hafi alið af sér sérstaka menningu í nútímasamfélaginu, „ ... þar sem við sjáum okkur sem mólekúl og efnahvörf og leitum að lausnum í hinu smæsta í stað þess að skoða umhverfið og áhrif þess á okkur og okkar á það. Um þetta er víða fjallað og bendi ég til dæmis á bókina Biomedicine as Culture sem ágæta lesningu um þetta efni. Ég vil þó að lokum taka sérstaklega fram að á undanförnum árum hef ég ekki verið andsnúinn fyrirtækinu IE sem slíku og hef lítinn áhuga á að karpa við forstjóra fyr- irtækisins í fjölmiðlum. Þátttaka mín í umræðunni að þessu sinni hefur eingöngu snúist um að benda almenningi og fagfólki á kosti og galla ákveðins söluvarnings undir formerkjum heilsuvemdar." Orlofsgestir athugið! í Orlofsblaði Læknafélags Islands fyrir árið 2008 er birt verðskrá þar sem uppgefið leiguverð fyrir orlofshús í Alicante er 35.000 kr. Rétt er að taka fram að þetta orlofshús er aðeins leigt út í hálfan mánuð í senn og er leig- an því samtals 70.000 kr. LÆKNAblaðið 2008/94 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.