Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR INFLÚENSULYF Ónæmi fyrir zanamivíri hefur ekki verið lýst hjá einstaklingum með inflúensu en hefur verið lýst hjá ónæmisbældum einstaklingi með inflúensu sem hafði verið meðhöndlaður í 10 daga (46). Því er hugsanlegt að ónæmi sé líklegra að myndast fyrir oseltamivíri en zanamivíri. Hins vegar sýna niðurstöðumar að ónæmi fyrir NA-hemlum getur myndast við mikla notkun lyfjanna. Þar sem allar oseltamivír-ónæmar veirur eru næmar fyrir zana- mivíri er ljóst að í heimsfaraldri er nauðsynlegt að birgðir af báðum lyfjum þurfa að vera tiltækar. Ónæmi H5Nl-inflúensuveiru fyrir NA-hemlum Ónæmi H5Nl-inflúensuveiru fyrir oseltamiv- íri hefur verið lýst hjá nokkrum sjúklingum í Víetnam sem höfðu verið meðhöndlaðir með lyfinu (38). Sömu veirustofnar voru hins vegar næmir fyrir zanamivíri (38). Lítil reynsla er af notkun zanamivírs hjá sjúklingum sem sýktir eru af H5N1 og ónæmi ekki verið lýst. Aukaverkanir NA-hemla Aukaverkanir oseltamivírs eru sjaldgæfar og ekki alvarlegar. Algengustu aukaverkanirnar eru ógleði og uppköst sem geta sést hjá allt að 10% ein- staklinga (15, 47, 48) en til að draga úr þeim hefur verið mælt með að gefa lyfið ekki á fastandi maga (21). I seinni tíð hefur nokkur umræða farið fram um hvort notkun oseltamivírs geti tengst rugl- ástandi hjá bömum. Engin óyggjandi orsakatengsl virðast vera á milli oseltamivír-notkunar og þess- ara einkenna (49, 50). Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa hvatt heilbrigðisstarfsmenn til að fylgjast vel með og tilkynna möguleg tengsl lyfs- ins við ofangreind einkenni. Aukaverkanir af völdum zanamivírs eru sjald- séðar en þó hefur slæmum astmaeinkennum verið lýst hjá einstaklingum með undirliggjandi lungna- sjúkdóma (51, 52). Leiðbeiningar um notkun veirulyfja við sýkingu af völdum H5N1-stofns inflúensuveiru Inflúensa af stofni H5N1 hefur greinst í fuglum, einkum í Suðaustur-Asíu frá 1997. Frá 2003 hafa sýkingarnar verið mjög skæðar í hænsnfuglum og valdið miklum búsifjum, einkum í Suðaustur- Asíu, og hafa á seinni árum borist til annarra heimsálfa. Þó H5Nl-stofn veirunnar sé bráðsmit- andi og alvarlegur í fuglum er sjaldgæft að hann berist frá fuglum í menn og smit milli manna hefur einungis verið staðfest í örfáum tilfellum (53). í júní 2007 höfðu greinst rúmlega 300 einstaklingar í heiminum með sýkingu af völdum H5N1. Flestir þeirra voru búsettir í Suðaustur-Asíu, voru yngri en 20 ára og yfir 50% höfðu látist (39,54). Sérfræðihópur á vegum Alþjóðaheilbrigðis málastofnunarinnar hefur gefið út leiðbein- ingar um notkun veirulyfja til að meðhöndla og fyrirbyggja sýkingar af völdum H5N1 (55) og einnig hefur samstarfsnefnd sóttvarnalæknis, Landbúnaðarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlitsins gefið út leiðbeiningar til starfs- manna alifuglabúa um varnaraðgerðir gegn fuglaflensu (56,57). Leiðbeiningar sérfræðihóps Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar eru eftirfarandi (55, 57): • Meðferð hjá sjúklingum með fuglainflúensu á að hefja eins fljótt og auðið er eftir að einkenni koma í ljós og helst innan 48 klukkustunda. o Oseltamivír gefið í hefðbundnum skömmt- um tvisvar á dag í að minnsta kosti fimm daga (sjá töflu), eða o Zanamivír gefið í hefðbundnum skömmtum tvisvar á dag í að minnsta kosti fimm daga (sjá töflu) • Fyrirbyggjandi meðferð. Leiðbeiningar um fyrirbyggjandi meðferð eru hins vegar óljósar. Taka verður tillit til þess hversu náið samneyti hins heilbrigða einstaklings var við hinn sýkta (mann eða dýr) og einnig hversu góðar varn- araðgerðir voru viðhafðar þegar samneytið átti sér stað. Mælt er með fyrirbyggjandi meðferð hjá ein- staklingum sem haft hafa náið samneyti við sýktan einstakling/dýr eða unnið með H5N1- inflúensuveiru á rannsóknarstofu þar sem hlífð- arbúnaður var ekki notaður. Með nánu samneyti er átt við: a. Tengsl við menn: Náin tengsl (innan eins metra) við einstakling sem er með mögulega eða stað- festa sýkingu af völdum H5N1 (58, 59). b. Tengsl við hænsni eða villta fugla: Vinna við slátrun eða förgun sýktra fugla eða handleikið sýktan fugl án hlífðarbúnaðar. Fyrirbyggjandi meðferð skal hefja eins fljótt og auðið er eftir að samneytið átti sér stað. Varðandi nánari leiðbeiningar er vísað í greinargerð sérfræði- hópsins (55, 57) og leiðbeiningar sóttvarnalæknis, Landbúnaðarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlitsins (56). Viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs inflúensu í áætlunum flestra þjóða vegna heimsfaraldurs inflúensu er gert ráð fyrir umfangi faraldurs sem svipar til spönsku veikinnar 1918. í þeim faraldri sýktust um 50% allra einstaklinga og 2,5-5% hinna sýktu létust (2). Undir forystu sóttvamalæknis og ríkislög- reglustjóra hefur um nokkurt skeið verið unnið að LÆKNAblaðið 2008/94 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.