Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 59
U M R Æ Ð U R F R Á O G F R É T T I S I Ð A N E F N útgefið til bráðabirgða 10. júní 1977. Önnur lækningaleyfi, sem íslenzk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt honum, eru því sennilega ólögleg. Ferill Kára í verklegu og klínísku námi í læknadeild Háskóla íslands og á kandídatsári var með endemum. Um það getur heill her skólafélaga hans vitnað og fjölmargir aðrir. Þar á meðal núverandi landlæknir, þá formaður félags læknanema. Kári fékk lækningaleyfi með undanþágu í júní 1977, þar sem hann var látinn undirrita eið, í vitna viðurvist, um að ljúka héraðsskyldu við fyrsta tækifæri, enda „væri mér ljúft að heita því að gera það að loknu sérnámi". (Sjá Guðni Th. Jóhannesson: „Kári í jötunmóð".) Kári hefur ekki starfað sem læknir á Islandi frá árinu 1977. í nærfellt áratug hefur hann ekkert starfað sem læknir. Þar áður vann Kári einkum við rannsóknir. Engu að síður er hann ráðinn til að „standa vaktina" á taugadeild Landspítala í fimm daga. Stekkur svo burt í miðju kafi til að opna hluta- bréfamarkað í New York. Hvernig getur svona gerzt á æðstu heilbrigðisstofnun íslands? Er þetta leikhús? Það voru ekki gæði og traust sem þama réðu ferð. Ekki einu sinni marg- rómað frelsi fólks til að velja sjálft lækni. Er ekkert gæðaeftirlit með ráðningum lækna? Beztu og færustu læknum þykir erfitt að taka upp þráðinn eftir nokkurra mánaða hlé. Hvað segir yfirstjóm spítalans? Gaf hún leyfi fyrir þessari ráðningu? Eins og sérstaklega var tekið fram í fréttatilkynningu að stjórn deCODE hefði gert. Hvað segir landlæknir? Veitti hann frekari undanþágu á lækningaleyfinu? Kári talaði um „elegant tillögu" Elíasar Ólafssonar yf- irlæknis taugadeildar. I sjónvarpinu 18. júlí sl. hafði hann eftir Elíasi „að þetta væri sniðug aðferð til þess að gera þessa góðu samvinnu ennþá betri, milli spítalans og Islenskrar erfðagrein- ingar". Hvers konar rugl er þetta eiginlega? Er það aðferðin til að bæta enn frekar samvinnu íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala að bjóða Kára vinnu á taugadeild? Skuldar taugadeildin Kára eitthvað? Hvað kemur næst? Við sem störfum sem læknar alla daga vikunnar hljótum að spyrja. Megum við eiga von á svona þjónustu við sjúklinga okkar, þegar við vísum þeim á Landspítala að vandlega at- huguðu máli? Eru engin takmörk fyrir því hve hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi ætlar að leggjast lágt í siðleysinu? " Stjórn Læknafélags íslands hefur ekki látið mál þetta til sín taka að öðru leyti en því að óska álits Siðanefndar á því hvort Jóhann Tómasson hafi gerst brotlegur gegn siðareglum lækna með ein- hverjum af ummælum sínum um Kára Stefánsson lækni í fyrr- nefndri grein í Læknablaðinu. Af hálfu Jóhanns hefur verið tekið til vama og þess krafist að hann verði sýknaður af kröfum Læknafélags íslands. Af hálfu Jóhanns var þess krafist að siðanefndarmaðurinn Þórður Harðarson viki sæti við meðferð málsins. Hafði hann, sem er varamaður, verið kvaddur til starfa í nefndinni af for- manni vegna óskar Asgeirs B. Ellertssonar læknis um að taka ekki sæti í nefndinni við meðferð máls þessa. Þórður óskaði eftir að verða leystur frá starfa sínum í nefndinni að framkominni þessari kröfu og var orðið við þeirri ósk. Þá óskaði varamað- ur Birgir I. Guðjónsson eftir því að taka ekki sæti í nefndinrd vegna starfstengsla við Jóhann Tómasson en þeir starfa á sömu heilsugæslustöð. Nefndarmennirnir Allan Vagn Magnússon og Stefán B. Matthíasson kvöddu því Ingvar Kristjánsson lækni til starfa í nefndinni án þess að það sætti andmælum eða athugasemdum af hálfu aðila en þeim gafst kostur á að koma þeim að. Þá hefur Jóhann Tómasson beint kæru að 21 nafngreindum læknum en þar er þess krafist að siðanefnd LÍ kveði á um að kærðu hafi brotið gegn siðareglum LÍ og finni að háttsemi þeirra og veiti þeim formlega áminningu. Þessi kæra verður tekin til meðferðar í öðru máli. I greinargerð lögmanns Jóhanns, Ragnars Aðalsteinssonar, hrl., kveður hann upphaf máls þessa vera til þess að rekja að Jóhann Tómasson, læknir, ritaði grein í Læknablaðið 9. tbl. 2005 undir fyrirskriftinni „Nýi sloppur keisarans". Grein þessi hafi einnig birst á vefsíðum LÍ, svo sem annað efni í Læknablaðinu. Tilefnið hafi verið að birst höfðu fréttir í fjölmiðlum um vikuráðn- ingu læknis til afleysinga á taugasjúkdómadeild Landspítalans. Hinn 17. júlí 2005 muni tvö af stóru dagblöðunum hafa birt tíð- indin á forsíðu sinni og í ríkissjónvarpinu hafi frétt hafist með þessum orðum „Forstjóri Islenskrar erfðagreiningar stendur vaktina þessa dagana í afleysingum á taugasjúkdómadeild Landspítalans." Muni hafa staðið til að Kári Stefánsson læknir leysti af á greindri deild í eina viku. Fyrrnefnd auglýsinga- mennska af hálfu læknisins sé brýnt brot á upphafsákvæði 20. gr. siðareglna LI þar sem segi að lækni sé ósæmandi að vekja á sér ótilhlýðilega athygli. Jóhann Tómasson hafi hins vegar verið að gæta skyldu sinnar skv. 3. mgr. 5. gr. siðareglna LÍ þar sem segir að lækni sem fær vitneskju um aðstæður sem hann telur faglega óviðunandi sé skylt að gera grein fyrir þeim skoðunum sínum. Jóhann hafi talið eðlilegast að gera grein fyrir þessum skoðunum sínum á viðeigandi stað, sem sé Læknablaðið, sem muni berast til flestra eða allra lækna í landinu. Hafi hann vakið athygli á því að Kári Stefánsson hefði „skilyrt, takmarkað lækn- ingaleyfi útgefið til bráðabirgða 10. júní 1977." Þær tvær setn- ingar sem lögmaðurinn lýsir sem tilefni Siðanefndar máls þessa eru sem hér segir: Kári hefur skilyrt, takmarkað lækningaleyfi og útgefið til bráðabirgða 10. júní 1977. Önnur lækningaleyfi sem íslenzk heil- brigðisyfirvöld hafa veitt honum eru því sennilega ólögleg. Margvísleg viðbrögð hefðu orðið við þessum ummælum, annars vegar hjá stjórn Læknafélags Islands og hins vegar hjá Kára Stefánssyni. Lögmaður Kára Stefánssonar hafi ritað ábyrgðarmanni Læknablaðsins bréf 12. september 2005 og talið að í greininni hafi verið veist að Kára Stefánssyni og starfs- heiðri hans sem læknis og telji hann ummæli Jóhanns vera „svigurmæli". Hinn 21. nóvember 2005 hafi Læknablaðið sent Jóhanni Tómassyni upplýsingar um og kynnt honum að grein hans hefði verið ritskoðuð og teknar tvær setningar úr grein- inni á vefsíðu. Jafnframt hafi honum verið send bréfaskipti (föxuð) um málið sem fyrirhugað hafi verið að birta í blaðinu í desember 2005. Hinn 21. nóvember 2005 hafi Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur ritað Kára Stefánssyni bréf þar sem vísað sé í grein Jóhanns og sagt að þar sé gefið í skyn að Kári stundi lækningar án tilskilinna leyfa. Síðan segi orðrétt „þetta hefur reynst að vera rangt. Þú ert beðinn afsökunar á því að þessi ummæli skyldu hafa birst í Læknablaðinu. Þau verða umsvifalaust fjarlægð úr netútgáfublaðsins. Greinin í heild er LÆKNAblaðið 2008/94 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.