Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2008, Side 41

Læknablaðið - 15.01.2008, Side 41
í s UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LENSK ERFÐAGREINING Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilis- lækningum. Sumar rannsóknaniðurstöður, þótt þær séu ekki einhlítar, benda meira að segja til þess að streita ýmiskonar skerpi eða eigi þátt í þróun MS sjúkdómsins. Það er því í fyllsta máta eðlilegt að spyrja hvort vitneskja af þessu tagi hafi forvarn- argildi eða ekki." Gott að þekkja sjálfan sig Það er ekki laust við Jóhann Ágúst glotti þegar spurt er um gagnið sem einstaklingur á að hafa af því að kaupa erfðaupplýsingar um sjálfan sig. „Það er alltaf gott að þekkja sjálfan sig bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, sérstaklega ef maður hefur mannaforráð, er í stjórnunarstöðu og hefur að auki áhuga á forvörnum. Ef slíkur ein- staklingur er til dæmis þekktur fyrir tuddaskap, ósvífni eða að gera lítið úr öðrum hefur sá hinn sami afskaplega gott af því að þekkja slíka veik- leika í persónuleika sínum. í Whitehall II rann- sókninni bresku hefur til dæmis verið sýnt fram á að fólki sem verður undir á vinnustað vegna yfirgangs yfirmanns, er hættara við að fá krans- æðastíflu en öðrum. Heilsuvernd snýst því meðal annars um sjálfsþekkingu, einkum yfirmanna. Slíkrar vitneskju má hins vegar afla sér með ýmsum einföldum leiðum. Erfðamengið segir ekk- ert til um þetta og í rauninni sé ég ekki að slíkar upplýsingar bæti neinu við núverandi þekkingu. Og svo væri kannski skynsamlegt fyrir þann sem vill læra um sjálfan sig að kíkja af og til til læknis, ekki einungis til að láta skoða líkamann, heldur til að fara yfir stöðu mála í heild, - skoða heilsufar, lífsstíl og ættarsögu í samhengi. Hvert er ég að stefna? Er líferni mitt gott fyrir heilsu mína og fyrir það fólk sem mér þykir vænt um? f slíku „áhættu- mati" getur margt komið fram sem gagnlegt er að vinna áfram með." Enfólk ræður því væntanlega sjálft hvort það kaupir erfðaupplýsingar um sjálft sig eða ekki? „Einmitt. Hlutverk fræðimanna er að upplýsa fólk um kosti og galla þess að fá upplýsingarnar. LÆKNAblaðið 2008/94 41

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.