Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 91

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 91
HUGLEIÐING HÖ KVILLAR O G LYF í F U N D A R S í Ð U N N I sem eftir var. Nokkur hræðsla var líka við garna- flækju og krökkum var bannað að rúlla sér niður brekkur því það gat flækt garnirnar. Þá var einnig nokkur uggur í fólki við botnlangabólgu og lagt ríkt á við krakka að gleypa ekki sveskjusteina því þeir voru sérstaklega vel fallnir til að setjast um kyrrt í botnlanganum og eyðileggja hann. Og þá er komið að fótunum því um það sem er milli magans og fótanna var aldrei rætt. Það fólk sem var komið á efri ár þegar ég var krakki hafði slitið sínum barnsskóm fyrir daga gúmmístígvél- anna. Barnsskórnir voru úr eltiskinni og um þann fótabúnað er lítið hægt að segja annað en að það er einhver versti fótabúnaður sem þekkst hefur í heimsbyggðinni. Sæi maður beran fót á eldra fólki voru þeir yfirleitt afmyndaðir, hnýttir og skakk- ir, tærnar riðluðust hver á annarri, stóratáin oft þversum yfir allar hinar. Og margt gamalt fólk var þjakað af fótasárum sem ekki vildu gróa, bæði á lærum og leggjum. Flest fólk yfir fertugu gekk við staf ef það brá sér bæjarleið. Og hvað gerði fólk svo sér til lækninga? A hverjum bæ voru nokkur meðul til daglegra þarfa, á sumum bæjum voru sérstakir meðala- skápar en á mörgum voru meðulin geymd í vegg- klukkunni. Helstu meðul sem ég man eftir voru sinkáburður að bera á auma húð, sár voru ýmist þvegin úr lísóli eða joði. Joðglas var til á hverjum einasta bæ og joðið borið á skeinur með fjöðurstaf. Arnika, sem ég hef ekki hugmynd um hvað er, var borin á mar, asperín var tekið inn við höfuðverk, LANDSPÍTALI Deildarlæknar Stöður deildarlækna við lyflækningadeildir Landspítala eru lausar til umsóknar frá 1. júlí 2008. Um er að ræða námsstöður í almennum lyflækningum til allt að 3 ára ætlaðar þeim sem hyggja á frekara sérfræðinám í lyflækningum eða skyldum greinum. Deildarlæknar hljóta þjálfun í almennum lyflækningum með störfum á öllum sérdeildum lyflækningasviða I og II ásamt bráðamóttökum og göngudeildum spítalans. Fjölbreytt tækifæri gefast til þátttöku í rannsóknarverkefnum í samvinnu við sérfræðilækna á lyflækningasviðum. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2008. Viðtöl eru liður í ráðningarferlinu. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem finnast á www.heilbrigðisraduneyti.is ásamt náms- og starfsferilsskrá (curriculum vitae) og tveimur meðmælabréfum til Steins Jónssonar, framhaldsmenntunarstjóra lyflækningasviða, Landspítala Fossvogi sem veitir nánari upplýsingar steinnj@landspitali.is ásamt umsjónardeildarlæknunum Ragnari Frey Ingvarssyni ragnari@landspitali.is og Steinunni Þórðardóttur steintho@landspitali.is víða voru til verk- og vindeyðandi dropar, en þá var ekki lengur hægt að fá þegar ég fór að muna eftir mér. En margir áttu leifar frá betri tímum. Mér hefur síðar verið sagt að verk- og vindeyð- andi hafi verið hreint ópíum, hvað sem til er í því. En það þótti gott að lúra á þessum dropum og margir treindu þá fram yfir miðbik aldarinnar. Vaselín var einnig til á flestum bæjum en við auk- inn kúabúskap leysti júgursmyrslið það af hólmi. Mér var að minnsta kosti kennt að júgursmyrsl og vaselín væru eitt og það sama. Laxerolía var einn- ig til víða og það þótti oft gefast vel ef það var ein- hver pest í krökkum að láta þá laxera. Súlfalyfjum man ég einnig eftir, ekki hvað síst vegna þess að föður mínum tókst að lækna köttinn okkar af kattafári með súlfalyfjum. Sums staðar lumaði fólk á heimatilbúnum áburði og grasaseyði, en það var sjaldgæft. Ég man eftir gömlum manni sem gaf okkur þriggja- pelaflösku fulla af gigtarmeðali sem hann sauð úr fíflaleggjum. Það var grængrátt á litinn og af því var sérkennileg, römm lykt. Það átti að bera á gigt- ina og var sagt að hefði undarlegan lækningamátt. Þegar ég komst á gigtaraldurinn var gamli mað- urinn löngu dáinn og þriggjapelaflaskan tæmd, svo ég get ekki talað af eigin raun. Þetta held ég að hafi verið algengustu heimilis- meðulin, en þau gætu verið fleiri, því við minn- isleysi hefur ekki enn fundist neitt almennilegt meðal. LÆKNAblaðið 2008/94 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.