Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 45
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR ORKUHÚSIÐ ORKU húsið Læknastöðin Röntgen Sjúkraþjálfun •• L £. yfirstjórn á skrifstofu og engin í neinum forstjóra- leik. Við erum með sömu yfirbyggingu í dag og fyrir 10 árum þó veltan hafi aukist um 15% að meðaltali á ári." Á þessu ári eru um 3300 aðgerðir framkvæmdar í Orkuhúsinu og Sigurður nefnir að fyrir nokkrum árum taldist sjálfstætt starfandi sérfræðingum til að um 15000 aðgerðir væru gerðar á þeim lækna- stöðum sem starfandi eru á Reykjavíkursvæðinu. Kostnaður ríkisins af starfsemi sjálfstætt starfandi lækna er hins vegar aðeins um nokkur prósent af heildarveltu íslenska heilbrigðiskerfsins. Það munar um minna. Hann segir að þetta rekstrarform hafi mótast af þeim aðstæðum sem einkarekinni heilbrigðisþjón- ustu séu búnar hérlendis. „Aðrar læknastöðvar hafa einnig svipað form á sínum rekstri þar sem hver og einn læknir sendir Tryggingastofnun reikninga fyrir þau verk sem hann framkvæmir og borgar síðan aðstöðugjöld til stöðvarinnar fyrir afnot af skurðstofum og leigu fyrir læknastofu í húsinu. Þetta er eins konar samstarf einyrkja þar sem reynt er að ná sem mestri hagkvæmni við rekstur sameiginlegra þátta. Með því að móta þetta rétt og treysta fólki sem kann sitt fag til að vinna sína vinnu þá gengur þetta ljómandi vel. Ríkissjúkrahúsin mættu gjarnan taka þetta rekstrarform sér til fyrirmyndar og í því liggur ótvírætt gildi einkareksturs í heilbrigðisþjónustu. Einkarekstri má samt ekki rugla saman við einka- væðingu, bandaríska heilbrigðiskerfið eða afskipti tryggingafélaga, þetta er einfaldlega aðferð til að tryggja sem besta og um leið hagkvæmasta þjón- ustu á heilbrigðissviði. Ríkið verður eftir sem áður stærsti kaupandi þjónustunnar fyrir hönd borg- aranna en við stefnum líka að því að eiga fleiri viðsemjendur í framtíðinni en ríkið. Hér er kostn- aður sjúklinganna ekkert meiri en annars staðar. Hann verður aldrei meira en 18 þúsund krónur og enn minni ef sjúklingur er með afsláttarkort." ísland sem heilsuland Þegar Sigurður er inntur nánar eftir því hvaða við- semjendur hann hafi í huga aðra en íslenska ríkið nefnir hann sem möguleika fyrirtæki fyrir hönd starfsfólks síns, tryggingafélög og erlenda aðila sem myndu senda hingað fólk til aðgerða. „Ég hef fulla trú á íslandi sem heilsulandi og að hingað muni í framtíðinni sækja fólk í auknum mæli, artn- ars vegar til almennrar heilsubótar og hins vegar til að sækja sér lækningar á heimsmælikvarða." Sigurður Ásgeir Kristinsson bæklunarlæknir og fram- kvæmdastjóri Orkuhússins. LÆKNAblaðið 2008/94 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.