Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR O G FRETTIR LYFJAIÐNAÐURINN OG ÞRÓUNARLÖND • I Úganda fundust árið 2003 tveir gámar fullir af gjafalyfjum sem voru ónothæf vegna þess að ýmist uppfylltu þau ekki gæðastaðla, voru útrunnin eða svöruðu ekki þörfum landsins. Förgun krafðist mikilla fjármuna sem ekki voru til. Lyfjaþróun á grunni aldagamallar þekkingar og hefða Náttúra Namibíu er töfrandi en grimm. Landið er geysilega þurrt og eyðimerkur þekja stóran hluta þess. Sanfólkið í Kalaharieyðimörkinni hefur í aldanna rás þurft að læra að nýta fátæklegar og á tíðum einkennilegar gjafir náttúrunnar sér til lífsbjargar. Þar á meðal er plantan Hoodia gordinii. Þessi planta hefur nýst Sanfólkinu til þess að kveða niður hungurtilfinningu á erfiðum tímum. Eftir að það uppgötvaðist að vinna mætti úr plöntunni megrunarlyf inn á risavaxinn velmeg- unarmarkað Vesturlanda, fóru hjólin að snúast. Einkaleyfi var tekið út fyrir lífvirka efnið P57. í þeirri umræðu sem fylgdi „uppgötvun" vestrænna vísindamanna fór lítið í upphafi fyrir umræðu um hvort raunverulegir uppgötvendur hins virka efnis, það er San, fengju einhvern arð af uppgötvun sinni. Suður-afrískur mannréttinda- lögfræðingur, Roger Chennells að nafni, tók upp mál þeirra og fékk suður-afrísk yfirvöld til að taka málið upp á sína arma. Málinu lyktaði með því að þeir fá greiðslur sem hlutfall af vörðugreiðslum, en það var talið geta verið fordæmisgefandi fyrir aðra frumbyggja í heiminum, sem búa yfir þekk- ingu sem lyfjafyrirtæki geta nýtt (25). Síðan þá hefur orðið allnokkur alþjóðleg umræða á þessu sviði (26) og í mars síðastliðn- um tilkynnti Alþjóðaviðskiptastofnunin að hún myndi endurskoða ákvæði í TRIPs samningnum í samhengi við sáttmálann um verndun líffræðilegs fjölbreytileika, en þar er kveðið á um jafnræði í dreifingu ágóða ávinnings sem til verður vegna sjálfbærrar nýtingar á grunni líffræðilegs fjöl- breytileika. Samvinnuverkefni iðnaðar og hjálparstofnana - PPP I þeirri umfjöllun sem hér hefur farið á undan hefur verið komið víða við, en af henni virðist mega ráða að lyfjafyrirtæki séu upphaf alls ills þegar kemur að samskiptum þeirra við viðkvæma hópa manna. Það er auðvitað alls ekki svo. Eins og getið var um í upphafi hefur fólk almennt miklar væntingar til þróunarstarfsemi lyfjafyrirtækja og uppgötvanir á sviði lyfjafræði hafa vegið þungt við að leysa mörg alvarleg heilbrigðisvandamál. Frá aldamótum virðist mega greina ákveðinn við- Hoodia gordinii. Mynd: snúning í samskiptum lyfjafyrirtækja við almenn- ÓlöfÝrr Atladóttir ing í þriðja heiminum. Ef til vill má rekja þennan viðsnúning til aukins þrýstings frá ráðamönnum í þróunarríkjum, til dæmis á vettvangi WTO. Kannski skiptir máli að um síðustu aldamót komu upp margvísleg hneyksli sem skóku grunnstoðir þess trausts sem ríkja þarf milli almennings og lyfjageirans. Einnig geta ný viðhorf í stjórnun og rekstri og aukinn þrýstingur almennings á það að fyrirtæki takist á hendur samfélagslegar skyldur (27) haft áhrif og í því samhengi má rýna í vaxandi umræðu um aðild einkageirans að þróunaraðstoð og þróunarsamvinnu. Samvinna einkageirans og hins opinbera á ýmsum sviðum opinberra framkvæmda hefur verið vaxandi á undanförnum áratugum (28). Þetta er í anda þeirra nýju strauma að í stað þess að líta á einkageirann og hið opinbera sem tvo andstæða póla sé litið á þessi tvö rekstrarform sem mismunandi mögulegar leiðir að sameiginlegum markmiðum. Aðild einkageirans að opinberri þróunaraðstoð getur verið með ýmsum hætti. í handbók danska utanríkisráðuneytisins um málefnið frá árinu 2006 er gerð grein fyrir nálgunarleiðum með mismik- illi aðkomu ríkisvaldsins. Þeim leiðum má skipta í tvo hópa. Annars vegar er um að ræða verkefni sem miða að þróun einkageirans þar sem um er að ræða samstarf einkafyrirtækja í Danmörku og þróunarlanda með óbeinni þátttöku hins op- inbera. Hins vegar hafa opinberir aðilar í þróun- arsamvinnu samstarf við fyrirtæki og stofnanir í Danmörku um ákveðin verkefni (PPP). Auk þess- LÆKNAblaðið 2008/94 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.