Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 7
Bjarni Þjóðleifsson bjarnit@landspitali. is Höfundur er meltingarlæknir á Landspítala. Cirrhosis hepatis, viral hepatitis C and alcohol consumption in lceland Bjarni Thjodleifsson MD. Ph D. Head of Gastroenterology Department of Medicine Landspitali University Hospital Reykjavik lceland RITSTJÓRNARGREINAR Skorpulifur, lifrarbólga C og áfengisneysla á Islandi Nýgengi skorpulifrar á íslandi er hið lægsta sem þekkist meðal vestrænna þjóða. Rannsókn fyrir tímabilið 1950-1990 sýndi að nýgengi var að meðaltali 4,8 tilfelli árlega fyrir 100.000 íbúa (1). Á árunum 1994-2003 var nýgengi 3,4 sem er 4-6 sinnum lægra en hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum (2). Skorpulifur er endastig margra ólíkra sjúkdóma en meðal vestrænna þjóða er alkóhól- ismi langalgengasta orsökin (50-70%) og næst á eftir kemur lifrarbólga C (8-12%), en ef þessir sjúkdómar fara saman þá margfaldast skaðsemin. Lifrarbólga C er nýr sjúkdómur á Islandi, mest bundin við fíkniefnaneytendur og alls hafa um 1100 einstaklingar greinst með lifrarbólgu C á íslandi. í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein um 97 einstaklinga úr þessum hópi sem fóru í lifrarsýnatöku og var könnuð bólguvirkni og bandvefsmyndun og tengsl við klíníska þætti. Um 73% sjúklinga höfðu enga/mjög væga bólgu og 86% voru með enga/mjög væga bandvefsmyndun og einungis fjórir höfðu skorpulifur. Þessi lága tíðni er ekki alveg óvænt þar sem meðgöngutími skorpulifrar er 10-30 ár og flestir höfðu verið sýktir í minna en 10 ár. Nýgengi skorpulifrar meðal þjóða gefur vísbendingu um forvarnir og heilbrigðisþjón- ustu varðandi alkóhólisma og lifrarbólgu C. Áfengisstefna íslendinga er að minnsta kosti þríþætt: Fyrsta stig hefur það markmið að lágmarka skaðsemi af áfengisneyslu með því að halda heildarneyslu í skefjum. Fjöldi rann- sókna frá mörgum löndum hefur sýnt fram á að skaðsemi áfengis á líkamsheilsu og samfélag sé í réttu hlutfalli við heildarneyslu. Annað stig er að greina og veita meðferð þeim sem ánetjast áfengisfíkn (alkóhólisma). Þriðja stig er að veita meðferð þeim sem hafa skaðað heilsu sína með ofnotkun áfengis. Áfengisstefnan náði markmiði sínu varðandi neyslustýringu fram að 1980, en þá var neyslan <3 lítrar/ár af vínanda á íbúa 15 ára og eldri, eða 3-6 sinnum minni neysla en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Á árunum 1980-2005 jókst neyslan úr 2,9 í 6,4 lítra/ár. Árið 1989 varð breyt- ing á neyslumynstri þegar bjórbanni var aflétt og féll þá hlutur sterkra vína í heildarneyslu úr 77% niður í 20% á árinu 2004. Það er athyglisvert að nýgengi skorpulifrar 1950-2003 hefur minnkað um 27% á sama tíma og áfengisneysla hefur aukist um 120%. Stýring á heildameyslu áfengis er mjög gróft tæki til að lágmarka áfengisskaða og tíðni skorpulifrar ræðst af mörgum öðrum þáttum. Meðgöngutími skorpulifrar er 10-30 ár og áhrif aukinnar neyslu seinustu 10 ára gætu átt eftir að koma fram, sérstaklega samlegðaráhrifin við lifr- arbólgu C. Minni neysla á sterkum drykkjum með tilkomu bjórs bendir til meinlausari drykkjusiða. Áfengistengdum vandamálum (ofbeldisbrot, ölv- unarakstur, slys af völdum ölvunaraksturs og ölvun á almannafæri) hefur heldur ekki fjölgað á tímabilinu 1990-2004 þrátt fyrir 46% aukningu í áfengisneyslu (3). Líklegast er að öflugar aðgerðir á stigi tvö hafi komið í veg fyrir að aukin heildameysla á áfengi komi fram í auknum líkams- eða samfélagsskaða. Árið 2002 voru 204 rúm/100.000 fyrir afeitrun, endurhæfingu og eftirmeðferð alkóhólista og fíkniefnaneytenda (3). Árið 2004 höfðu 6,8% full- orðinna íslendinga verið lagðir inn á Vog. AA er ennfremur mjög virkt á íslandi. Fjöldi AA funda á viku/10.000 íbúa eru 12-14 sem er sexfalt meiri virkni en í Svíþjóð. Tiltölulega fáir Islendingar þurfa á þriðja stigs aðstoð að halda en í öðrum löndum getur fjórðungur af heilbrigðisútgjöldum verið tengdur heilsutjóni af völdum alkóhóls. Áfengisstefna Islendinga hefur borið góðan ár- angur. Þrátt fyrir aukningu á heildarneyslu á sein- ustu árum er neysla Islendinga ennþá sú lægsta sem finnst meðal Evrópuþjóða. Árangur þessarar stefnu og af mjög virkum annars stigs forvörnum kemur fram í lægsta nýgengi skorpulifrar sem þekkist meðal vestrænna þjóða. Ölvunardrykkja og slæmir drykkjusiðir svara sennilega lítið þeim forvarnaraðgerðum sem hér er lýst og þarf að beita þar sértækum aðgerðum sem eru utan við efni þessa pistils. Heimildir 1. Lúðvíksdóttir D, Skúlason H, Jakobsson F, Þórisdóttir A, Cariglia N, Magnusson B, et al. Epidemiology of liver cirrhosis morbidity and mortality in Iceland. Eur J Gastroenterol Hepatol 1997; 9: 61-6. 2. Gunnarsdóttir S, Þjóðleifsson B, Cariglia N, Ólafsson S, Bjömsson E. Nýgengi, orsakir og horfur sjúklinga með skorpulifur á íslandi og í Svíþjóð. Læknablaðið 2006;Fylgirit 52:E 13. 3. Ólafsdóttir H. Trends in alcohol consumption and alcohol- related harms in Iceland. Nordic studies on alcohol and dmgs 2007; 24(Supplement): 47-60. LÆKNAblaðið 2008/94 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.