Læknablaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 31
__________FRÆÐIGREINAR
TREFJAVEFSLUNGNABÓLGA
rannsókn frá Olmstead sýslu í Minnesóta fylki f
Bandaríkjunum reyndist nýgengið vera 0,85 (29).
Vaxandi nýgengi hér á landi gæti haft ýmsar skýr-
ingar. í fyrsta lagi er aukin vitund um sjúkdóminn
en stutt er síðan honum var lýst fyrst sem klínísku
heilkenni af Epler á árunum 1984-85. í öðru lagi
hefur orðið fjölgun á lungnasérfræðingum og
þar með berkjuspeglunum á íslandi á tímabilinu.
í þriðja lagi er aukin notkun lyfja og meðferðar
sem gæti hugsanlega aukið fjölda greindra TÞO. í
fjórða lagi má nefna hækkandi aldur þjóðarinnar.
Tilfellin hér á landi dreifðust nokkuð jafnt um
landið. Flest tilfelli voru á Reykjavíkursvæðinu.
(sjá mynd III). Hæst var tíðnin í Vestmannaeyjum,
alls sjö tilfelli. Ekki er einföld skýring á því, en
eyjan hefur fengið reglulegar heimsóknir frá
lungnalæknum, sem gæti verið hluti af skýring-
unni.
í trefjavefslungnabólgu er yfirleitt um nokkuð
jafnt kynjahlutfall að ræða (12). Aldur við grein-
ingu getur spannað vítt tímabil en flestir eru á
aldrinum 60-70 ára. Öfugt við marga aðra lungna-
sjúkdóma hefur ekki verið hægt að sýna fram á
tengsl við reykingar (12).
Klínísk einkenni og teikn
Sjúkdómseinkenni lýsa sér venjulega sem hósti án
uppgangs, mæði, hækkaður líkamshiti, þyngd-
artap og almennur slappleiki. Brjóstverkir og
nætursviti koma einnig fyrir. Blóðhósti er afar
sjaldgæfur. Mæðin er venjulega frekar væg nema í
einstaka tilfellum, sérstaklega þegar um er að ræða
hratt vaxandi form sjúkdómsins. Einkennin hafa
gjarnan verið til staðar í nokkrar vikur fyrir grein-
ingu nema á hratt vaxandi forminu, þar sem þau
geta verið til staðar í fáeina daga. Almenn líkams-
skoðun getur verið eðlileg en brak yfir þéttingar-
svæðum við lungnahlustun var algengasta teiknið
við skoðun (7). Reyndist brak marktækt algengara
í TÞO hópnum (73%) en í TÓO hópnum (49%) en
að öllum líkindum hefur það enga þýðingu.
Blóðrannsóknir
Ekki eru til sértæk blóðpróf sem greina trefjavefs-
lungnabólgu sem slíka, en bólgupróf eins og sökk
og CRP eru yfirleitt hvort tveggja töluvert hækk-
uð. Til að gefa til kynna hve mikið bólguástand
er til staðar í líkamanum, var meðaltals-sökk 69
mm/klst og meðaltals-CRP 115 mg/L í íslensku
rannsókninni (7). Einnig er oft um að ræða væga
hækkun á hvítum blóðkornum, mest hlutleys-
iskymingum (neutrophils). Stundum sést vægur
blóðskortur og lækkun á albúmíni sem end-
urspeglar bólguástandið í líkamanum.
Berkjuskol
Berkjuskol og deilitalning þess getur verið gagnleg
í greiningu trefjavefslungnabólgu til aðgreiningar
frá öðrum sjúkdómum. Almennt sýnir deilitalning
skolsins í trefjavefslungnabólgu nokkuð blandaða
mynd; um er að ræða aukningu á eitilfrumum (20-
40%), en hlutleysiskyrningar eru um 10% og um
5% eru eósínófílar (30-32). í trefjavefslungnabólgu
er fjöldi eitilfrumna því hærri en fjöldi eósínófíla.
Eitilfrumurnar eru virkjaðar og CD4/CD8 hlutfall
eitilfrumna í berkjuskoli er lækkað í trefjavefs-
lungnabólgu (12). Berkjuskolið er ekki sértækt
fyrir trefjavefslungnabólgu. Ef fjöldi eósínófíla er
aukinn er eósínófíl lungnabólga líklegri en sé hlut-
fall hlutleysiskyrninga hækkað er lungnatrefjun
(pulmonary fibrosis) líklegri.
Mynd IV. a) Röntgenmynd
aflungum og b) tölvu-
sneiðmynd aflungum sýna
útlægar og dreifðar pétting-
ar beggja vegna aflungna-
blöðrugerð (12). (Birt með
leyfi European Respiratory
Journal.)
LÆKNAblaðið 2008/94 31