Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 7
;
Jóhannes
Björnsson
johbj@landspitali.is
Jóhannes Björnsson,
meinafræðingur á Landspítala
og ritstjóri og ábyrgðarmaður
Læknablaðsins.
Editor's Interim Report
Jóhannes is Professor and
Chairman, Department
of Pathology, Landspítali
University Hospital,
and Editor-in-Chief of The
lcelandic Medical Journal.
RITSTJÓRNARGREINAR
Drög að áfangaskýrslu
Um þessar mundir eru þrjú ár frá því að
Læknablaðið var skráð á gagnagrunn National
Library of Medicine (NLM/Medline) í Banda-
ríkjunum.
Eins og áður hefur komið fram í þessum dálk-
um ábyrgðist ritstjórn Læknablaðsins af þessu til-
efni ákveðið vinnulag við meðhöndlun innsendra
fræðigreina, það er að segja frumgreina ("original
articles"), yfirlitsgreina og sjúkratilfella. í umsókn
um skráningu í gagnagrunninn lýsti ritstjórnin
þannig vinnuferlum sem hún hefði þegar tekið
upp eða myndi taka upp ef Læknablaðið fengist
fært í gagnagrunninn. Forsenda skráningarinnar
voru meðal annars nákvæmar upplýsingar um
menntun, þjálfun og rannsóknir ritnefndarmanna.
Auk þess, og í sem stytztu máli er ferli innsendra
fræðigreinar eftirfarandi: ritstjórnarfulltrúa berst
fræðigrein sem framsend er til ritstjóra/ábyrgð-
armanns sem úthlutar einum ritnefndarmanni
greininni til frekari ákvörðunar. Viðkomandi
ritnefndarmaimi er samtímis oftast fenginn annar
ritnefndarmaður („secunder"), þeim fyrri til að-
stoðar ef þurfa þykir. A þessu stigi getur ábyrgur
ritnefndarmaður stöðvað ferlið og mælt með höfn-
un greinarinnar án frekari umfjöllunar og tekur
ritstjórnin öll þá ákvörðun sameiginlega. Sýnu
algengast er þó að viðkomandi fræðigrein sé send
áfram til ritrýni. Það er skilyrði við umfjöllun um
frum- og yfirlitsgreinar, að fyrir liggi að minnsta
kosti tvær bitastæðar umsagnir ritrýna. Getur þá
oft flýtt fyrir að leita til þriggja aðila strax í upp-
hafi. Dýpt og lengd umsagnanna er mjög mismun-
andi og ritrýni sem er ein eða tvær málsgreinar
almenns eðlis kemur ritstjóm og höfundum að
takmörkuðu gagni varðandi framhaldið.
Hjá Læknablaðinu tíðkast tvíblind ritrýni, það
er að segja hvorki ritrýnar né höfundar þekkja
hver til annars. Smæð íslenzks læknasamfélags
er hins vegar slík að líklega grunar hvorn aðila,
stundum þó ranglega, hver hinn sé. Starf ritrýnis
er vanþakklátt, vinnuframlagið er umtalsvert
og ritrýnir fær enga umbun, hvorki þessa heims
né annars, fyrir verkið, nema síður sé ef til hans
spyrst, sem er þó sem betur fer sjaldgæft. Það er
misjafnlega erfitt að fá ritrýna eftir því hver sér-
grein læknisfræðinnar á í hlut og oft koma aðeins
fáir til greina. Ritstjórn Læknablaðsins er afar
þakklát ritrýnum og er fullljóst, að ekki væri unnt
að halda úti Læknablaðinu í því formi sem við
kjósum án aðstoðar þeirra, sérlega ekki að upp-
fylla skilyrði NLM.
Onnur hlið á því hversu fáir ritrýnar eru hér-
lendis er sú, að leitin að þeim getur orðið það erfið
og tafsöm að höfundar þurfi að bíða óheyrilega
lengi eftir að þeim berist aftur verk sitt með
umsögnum. Ritstjórn Læknablaðsins þykir þessi
töf verulega miður, en þekkir engin úrræði sem
gætu breytt þessu að gagni. Sér í lagi er úr vöndu
að ráða þegar lengi hefur verið beðið eftir umsögn,
sem síðan reynist gagnlítil. Hvað varðar þátt höf-
unda, þá hefur ritstjórn nýlega skerpt og stytt
leiðbeiningar til þeirra, og má finna þær á vefsíðu
blaðsins undir fyrirsögninni „Leiðbeiningar til
höfunda fræðilegs efnis."
Hvort sem það má rekja til skráningar hjá NLM
eða einhvers annars þá hefur fjöldi innsendra
fræðigreina farið vaxandi undanfarin misseri.
Höfnunarhlutfall hefur að sama skapi hækkað, og
er nú um það bil 10%. Sá sem þetta ritar hefur á
tilfinningunni, en getur með engu móti sannað, að
íslenzkum rannsakendum þyki fýsilegra en áður
að birta greinar í Læknablaðinu, í ljósi þess að um-
heimurinn muni að minnsta kosti verða þeirra var
og, ekki síður, að nafn höfunda(r) finnist nú oftar
en áður í alþjóðlegum gagnagrunnum.
Ritstjórn hefur nýlega hafið athugun á heim-
sóknum á vefsíðu Læknablaðsins og reynt að
sundurgreina þær eftir þjóðlöndum. Þessar leitir
eru takmörkunum háðar, og engan veginn víst að
þær nái til allra heimsókna; fer það væntanlega
eftir þeirri leitarvél sem viðkomandi kann að nota
í hvert skipti. Engu að síður er óhætt að fullyrða
að heimsóknir erlendra aðila í hverjum mánuði
skipta hundruðum.
Hvað aðra hluta blaðsins áhrærir hefur rit-
stjórn tekið til umfjöllunar, jafnvel í nokkrum
tölublöðum, tiltekin efni og nægir þar að nefna
nýlega og yfirstandandi athugun á framhalds-
menntun lækna og rafrænni sjúkraskrá. Við álítum
að rækileg og djúp umfjöllun, frekar en einfaldar
frásagnir, geti komið okkur öllum að gagni, bæði á
líðandi stundu og síðar sem söguleg heimild.
Ritstjóm og starfsfólk Læknablaðsins freista
þess að ganga þannig frá blaðinu að það sé lækn-
um til gagns og sóma. Hvort það tekst eða ekki er
lesenda þess og eigenda að dæma. Ritstjórn tekur
öllum ábendingum og aðfinnslum með þökkum.
LÆKNAblaðið 2008/94 443