Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2008, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.06.2008, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR módel tvíkostadreifingar (e. binomial distribu- tion). Vísindasiðanefnd samþykkti rannsóknina og fengið var upplýst samþykki þátttakenda og forráðamanna þeirra. VSNb2004120009/03-l. Leyfi var fengið frá Skólaskrifstofu Garðabæjar fyrir rannsókninni. Niðurstöður Sjá þátttökutöflu, tafla I. S. pyogeties beratíðni: S. pyogenes ræktaðist frá 60 bömum af 270 í grunn- skólum Garðabæjar (22%, 95% vikmörk 17-27). Beratíðnin í 1.-6. bekk var 28% (22-35) en í 7.-10. bekk 11% (4-17). Hæst var tíðnin í 1. bekk eða 45%, sjá töflu II. Magn vaxtar var skráð hjá 38 og af þeim vom aðeins örfáar þyrpingar í tveimur til- vikum, lítill vöxtur í fjómm, nokkur vöxtur í 19 og mikill vöxtur í 13 tilvikum. Af þeim 270 börnum sem tóku þátt vom 161 stúlkur eða 60% og 40% drengir. Beratíðni stúlkna var 20% en drengja 26%. Munur var ekki marktækur. Sýklalyfjaónæmi: Ónæmi S. pyogenes fyrir erýtrómýcíni reyndist vera 17% og 13% fyrir tetracýklíni, sjá mynd 1. Beratíðni MÓSA: Engir MÓSA stofnar ræktuðust úr hálsstrokum bamanna. Umræða Þessi rannsókn sýndi háa beratíðni S. pyogenes hjá grunnskólabömum í Garðabæ eða 22%. Beratíðni S. pyogenes hefur mælst mishá. I rannsóknum frá síðustu tveimur áratugum hefur beratíðnin hjá bömum mælst 2,5-11,7% (6-9,12), en einnig upp í 26% (5). Beratíðni er háð tíma og staðsetningu, en einn- ig aldri. Hún er hæst hjá börnum 2-15 ára og á tímabilinu janúar til mars á norðlægum slóðum. Rannsóknin var gerð á grunnskólabörnum 6-15 ára £ mars og apríl og var við því að búast að beratíðni yrði í hærra lagi. Niðurstöður okkar eru samhljóma öðrum rannsóknum sem sýna hærri beratíðni hjá yngri grunnskólabörnum en þeim eldri, þar sem við fáum beratíðni hjá 1.-6. bekk 28% samanborið við 11% beratíðni hjá 7.-10. bekk og er það marktækur munur (6-9). Rannsóknin var gerð í skólum og mögulegt er að tíðnin verði hærri vegna smits innan bekkja eða vinahópa. Beratíðni er breytileg frá einum tíma til annars. Vel þekkt er Tafla II. Niðurstöður úr hálsræktun 270 frískra barna í grunnskólum Garðabæjar. Bekkur (aldur) Fjöldi sýna Meö S. pyogenes Beratíöni % 1. (6 ára) 29 13 45 2. (7 ára) 30 7 23 3. (8 ára) 30 11 37 4. (9 ára 28 10 36 5. (10 ára) 30 6 20 6. (11 ára) 30 3 10 7. (12 ára) 30 2 7 8. (13 ára) 29 4 14 9. (14 ára) 22 4 18 10. (15 ára) 12 0 0 Alls: = 270 = 60 = 22 (17-27) SýklalyfjaónæmiS. pyogenes% penicillín erýtrómýcin tetracýklín klindamýcín að streptókokkahálsbólgur eru algengastar á norð- lægum slóðum á veturna og snemma á vorin (13). Okkar rannsókn var gerð síðla vetrar eða í mars og apríl 2005. Mikið var um streptókokkaháls- bólgur á þessum tíma (14). Þekkt er að oft kemur tímabundið beraástand eftir streptókokkaháls- bólgu (15) og gæti það mögulega einnig skýrt að einhverju leyti þessa háu tíðnitölu. Hér er um að ræða fyrstu athugun á S. pyogenes beratíðni á Islandi sem hefur þá takmörkun að rannsóknin er gerð á afmörkuðum hópi, grunn- skólabömum í Garðabæ á ákveðnum tíma. Gera þyrfti fleiri svipaðar rannsóknir til að fá betri mynd af beratíðni hér á landi. Tæplega fjórðungur barna á grunnskólaaldri reynast vera S. pyogenes berar í þessari rann- sókn. Þetta þurfa læknar að hafa í huga varðandi ábendingar fyrir streptókokkarannsóknum (hrað- greiningarpróf eða ræktun) hjá börnum með önd- unarfæraeinkenni og túlkun niðurstöðu úr slíkum rannsóknum. Jafnframt er mikilvægt að upplýsa foreldra um þessa háu beratíðni. Leiða má líkur að því að talsverður fjöldi barna sem eru S. pyogenes berar en með sjúkdómseinkenni tengd veirusýk- ingum séu meðhöndluð í dag með sýklalyfjum að óþörfu. Klínískar leiðbeiningar landlæknis benda á Mynd I. Sýklalyfjaónæmi S. pyogenes sem ræktuðust úr hálsi heilbrigðra barna. LÆKNAblaðið 2008/94 449
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.