Læknablaðið - 15.06.2008, Qupperneq 17
F
RÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Viðhorf og þekking 16 ára
unglinga á kynlífstengdu efni
Kolbrún
Gunnarsdóttir1
læknanemi
Reynir Tómas
Geirsson12
sérfræðilæknir í fæðinga-
og kvensjúkdómafræði,
prófessor
Eyjólfur
Þorkelsson1
læknanemi
Jón Þorkell
Einarsson2
læknir í sérnámi í
lyflækningum
Ragnar Freyr
Ingvarsson2
læknir í sérnámi í
lyflækningum
Sigurbjörg
Bragadóttir1
læknanemi
Lykilorð Kynfræðsla, unglingar,
kynsjúkdómar, getnaðarvarnir,
neyðargetnaðarvörn
’Læknadeild HÍ,
Vatnsmýrarvegi 16,
2Landspítali, Hringbraut,
101 Reykjavík
Bréfaskriftir og fyrirspurnir:
Reynir T. Geirsson,
Kvennasvið,
Landspítala,
Hringbraut,
101 Reykjavík.
S. 543 1000
Netfang:
reynirg@landspitali. is
Ágrip
Tilgangur: Kynsjúkdómar og ótímabærar þung-
anir hafa verið félags- og heilbrigðisvandamál
meðal íslenskra unglinga og algengari á íslandi
en í nágrannalöndunum. Sumarið 2001 var gerð
könnun á þekkingu og viðhorfum 16 ára unglinga
til kynfræðslu, kynsjúkdóma og getnaðarvarna
sem sýndi að þekkingu á kynsjúkdómasmiti
og getnaðarvörnum var verulega ábótavant.
Könnunin var endurtekin 2005-2006 með tvöfalt
stærra úrtaki og niðurstöður rannsóknanna born-
ar saman til að meta breytingar í ljósi fræðsluátaks
frá Astráði, forvamastarfi læknanema.
Efniviður og aðferðir: Spumingalisti með 69
fjölvalsspurningum var lagður fyrir 16 ára
ungmenni á Akureyri og á Reykjavíkursvæðinu
í tengslum við forvarnastarfið. Samanburður var
gerður á svömm 2001 og 2005-2006, og fyrir og
eftir fræðsluna.
Niðurstöður: Alls tóku 201 ungmenni þátt 2001
og 417 í könmminni 2005-2006. Flestum fannst
fræðslan eiga heima í skólum og æskilegt væri
að utanaðkomandi fagfólk veitti hana. Þáttur
foreldra var takmarkaður. Þekkingu var ábóta-
vant á báðum rannsóknatímabilum, en marktæk
breyting til batnaðar sást, milli tímabila og eftir
fræðslu (p<0,001). Meðal annars fannst að í
hópi pilta í seinni könnuninni töldu 13% pilluna
veita vörn gegn kynsjúkdómum, tæp 70% allra
unglinganna taldi að herpessýking læknaðist með
sýklalyfjum og tíundi hver að hægt væri að lækna
HIV. Viðhorf til kynhegðunar höfðu lítið breyst
milli tímabila og 66% töldu eðlilegt að 14-16 ára
unglingar stundi kynlíf, þótt einungis 8% væru
reiðubúin til að taka afleiðingunum.
Alyktun: Vanþekking og misskilningur um ýmis
grunnatriði kynlífs eru algeng meðal unglinga,
ekki síst varðandi alvarlegustu kynsjúkdómana,
sem bendir til að bæta megi kynfræðslu í grunn-
skólum og á fyrstu stigum framhaldsskóla.
E N G L I S H SUMMARYHHHH^HHI
Gunnarsdóttir K, Geirsson RT, Þorkelsson E, Einarsson JÞ, Ingvarsson RF, Bragadóttir S
Attitudes and knowledge on sexual matters among 16-year old teenagers
Objective: Sexually transmitted diseases and unplanned
pregnancies are social and health issues among lcelandic
teenagers and are more prevalent than in neighbouring
countries. In 2001 knowledge and attitudes to sexual
education, sexually transmitted disease and contraception
among 16-year olds were investigated by questionnaire.
Knowledge was defective. The study was repeated in
2005-2006 in a larger sample and change over five years
estimated after an educational effort on sexual issues was
launched by medical students (www.astradur.is).
Material and methods: A survey with 69 multiple choice
questions was administered in conjunction with sexual
education by medical students. Changes in replies to the
same questions were compared between 2001 and 2005-
2006 as weil as before and after teaching.
Results: A total of 201 teenagers were in the first and 417
in the latter study. There was a wish for sexual education
in schools and by outside advisers. The parental role was
relatively small. Knowledge was inadequate in both, but
significant improvement was seen between periods and
afterthe educational effort (p<0.001). Misconceptions
were common, such as 13% of boys believing that oral
contraceptives protected against sexually transmitted
disease, that herpes infection was curable by antibiotics
(70% of respondents) and that modern medicine cured HIV
(10% of respondents). Attitudes to sexual behavior had not
changed by 2005-6 and 66% thought it normal for 14-16
year olds to have sexual intercourse, while only 8% were
ready to handle the consequences.
Conclusion: Misconception and inadequate knowledge
on various key aspects of sexuality is common, not least
on serious sexually transmitted diseases, which suggests
a need for improved sexual education in late primary and
early secondary school.
Key words: Sexual education, teenagers, sexually
transmitted disease, contraception, emergency
contraception
Correspondence: ReynirTómas Geirsson,
reynirg@landspitali.is
LÆKNAblaðið 2008/94 453