Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 18

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 18
IFRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Inngangur Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga breytingar á þekkingu og viðhorfum unglinga til kynlífs, kynsjúkdóma og getnaðarvarna frá sumri 2001 til veturs 2005-2006 og eftir fræðslu veturinn 2005-2006. Árið 1998 var stofnað félag meðal læknanema við Læknadeild Háskóla íslands til að sirtna forvarnastarfi varðandi kynheilbrigði í framhaldsskólum á grundvelli jafningjafræðslu. Hugmyndin kviknaði á sam- norrænum ráðstefnum læknanema, en svipuð forvarnafélög eru starfrækt á Norðurlöndunum og víðar (1). Starfsemin hófst veturinn 2000-2001 og félagið nefnist nú Ástráður (2). Félagar í Ástráði heimsækja flesta framhaldsskóla landsins til að fræða unglinga um getnaðarvarnir, einkenni kyn- sjúkdóma, varnir gegn þeim og annað sem við kemur kynheilbrigði. Læknanemar fá kertnslu um þessi málefni í byrjun haustannar 2. árs og fara síðan í skólana, þar sem að jafnaði fást tvær kertnslustundir til fræðslunnar. Kynfræðsla í grunnskólum er mismikil og ekki vel skilgreint irtnan hvaða kertnslugreina hún skuli veitt. Kertnarar og skólahjúkrunarfræðingar kunna að vera misvel í stakk búnir til að ræða viðkvæm mál sem þessi. Rartnsóknir hafa bent til þess að heppilegt geti verið að utanaðkomandi aðili komi að kynfræðslu í skólum, til dæmis á grundvelli jafningjafræðslu (3). Þetta á bæði við um alnæmisfræðslu (4) og almertna kynfræðslu (3). í áfangamarkmiðum náttúrufræði og lífsleikni við lok 10. bekkjar segir að nemandi eigi að „geta tekið ábyrga afstöðu í kynferðismálum byggða á þekkingu á líkamlegum kyneinkennum, gerð og starfsemi kynfæra, mikilvægi getnaðarvama" og eigi að „þekkja helstu kynsjúkdóma, orsakir, einkertni, smitleiðir og mögulegar varnir, afleið- ingar og lækningar" (5). Óvíst er þó hvernig þessi markmið skila sér í haldgóðri þekkingu unglinga. Margt bendir til að þekking íslenskra ungmenna á getnaðarvörnum sé mirtni en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum (6). Fóstureyðingar og fæð- ingar í aldurshópnum 15-19 ára hafa til skamms tíma verið töluvert algengar á íslandi miðað við Norðurlöndin (7), en hlutfallslega hefur þó dregið úr þeim atburðum meðal unglinga síðari árin (8). Ekki er vitað hvort þessar þunganir voru allar ótímabærar, en 70-80% íslenskra ungmenna töldu sig ekki tilbúin í foreldrahlutverkið samkvæmt nýlegri rannsókn (6). Kynfræðsla verður að fara fram víðar en í skólum og þá ekki síst frá foreldrum til bama. Foreldrar ræða þó fremur við böm sín um tíða- hring kvenna og barneignir en kynsjúkdóma og getnaðarvarnir (9). Sumir telja skírlífi einu leiðina til að forðast kynsjúkdóma og ótímabærar þung- anir ungmenna og að kynfræðsla stuðli að fyrra upphafi kynlífs en ella (10). Ekki eru samt tengsl milli fræðslu um kynlíf og aukinnar kynlífsiðkun- ar ungmenna (11, 12). Aðgengi að kynlífstengdu efni hefur hins vegar aukist mikið á vefnum og í öðrum fjölmiðlum og nýleg könnun benti til að langflestir unglingar á Islandi hafi séð klámefni í sjónvarpi, klámblöðum, á neti og á myndbandi eða DVD (13). Á íslandi er notkun hormónagetnaðarvarna algeng hjá ungum stúlkum (6). Bæði kynin virðast jafnlíkleg til að nota getnaðarvarnir að staðaldri en viðhorf stúlknanna er í heild jákvæðara. íslensk ungmenni virðast þó ekki byrja að nota getn- aðarvarnir fyrr en eftir fyrstu kynmök. Unglingar sem ræða getnaðarvamir við foreldra sína virðast jákvæðari gagnvart getnaðarvörnum og stúlkur eru líklegri til að geta rætt þessi mál við foreldra en piltar (6). Þrátt fyrir jákvæð viðhorf er þekking og notkun íslenskra unglinga á getnaðarvörnum minni en æskilegt væri (14). Neyðargetnaðarvöm kom á markað 1998 og tvöfaldaðist sala hennar á árabilinu 2001-2006 (Ellert Á. Magnússon, Lyfjastofnun, persónu- legar upplýsingar), einkum eftir að aðgengið var auðveldað árið 2000. Meiri notkun kann að vera vísbending um aukna vitund ungmenna á þessu úrræði, en breyting á aðgengi og ný lyfjaform gætu líka hafa skipt máli (15). Forvamastarf læknanema varð til þess að tveir höfunda (RFI, JÞE) stóðu sumarið 2001 að könnun á þekkingu og viðhorfi til kynfræðslu, kynsjúk- dóma og getnaðarvarna meðal 201 sextán ára ung- lings í Reykjavík og á Akureyri. Niðurstöðurnar bentu til að þekkingu um kynlífstengd mál væri ábótavant. Tímabært þótti fimm ámm síðar að afla sambærilegra upplýsinga til að fá samanburð við fyrri könnun, og leggja mat á hvort fræðslan bæri árangur. Efniviður og aðferðir Þverskurðarrannsókn var gerð á tímabilinu október 2005 til apríl 2006 með spumingalist- um sem lagðir voru fyrir 417 ungmenni í tveimur framhaldsskólum á Akureyri og sex á Reykjavíkursvæðinu að fengu leyfi skólastjórn- enda. Einungis voru teknir með unglingar sem fæddir voru árið 1989. Nemendur fengu 15-20 mínútur til að svara spurningalista sem var sam- bærilegur þeim sem notaður var 2001 (Jón Þorkell Einarsson og Ragnar Freyr Ingvarsson, óbirt efni, unnið úr eldri spurningalista Jóns Þorvarðarsonar, BA-ritgerð, Kennaraháskóla íslands 1978). I fyrri rannsókn voru þátttakendur allir 16 ára unglingar 454 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.