Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 23

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR ar og það gæti hafa haft áhrif á svörin. Þó framlag Astráðs sé sennilega mikilvægt geta læknanem- ar aðeins sinnt hluta fræðslunnar. Til að breyta viðhorfum þarf meira en tveggja klukkustunda jafningjafræðslu þó sú aðferð gefi betri árangur en upplýsingagjöf fullorðinna (20, 21). Fræðsla Astráðs virtist hafa haft nokkur áhrif á vetrinum 2005-2006. Nýtt námsefni frá árinu 2006 um kyn- fræðslu er ætlað nemendum á seinni stigum grunnskólans. Þar er fjallað á opinskáan hátt um flest það sem við kemur kynþroska, getnaðarvöm- um, kynsjúkdómum, getnaði, æxlun og upphafi kynlífsiðkunar (22). Fjölþættari fræðsla ætti að tryggja að unglingarnir fái nægar upplýsingar og tileinki sér rétt gildismat. Það virtist almennt viðhorf að eðlilegt sé að 14-16 ára unglingar hafi samfarir. Einungis lítið hlutfall (um 8%) taldi þó þennan aldurshóp reiðubúinn til að taka afleiðingunum. Fjórtán ára einstaklingur er ekki líkamlega eða andlega reiðubúinn til kynlífs og því valda þessar niðurstöður áhyggjum. Rannsóknir hafa sýnt að fræðsla um kynlíf, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir er líkleg til að stuðla að notkun smokksins og pillunnar, en að kynfræðsla hafi lítil eða engin áhrif á aldur við upphaf samfara (23). Líklegt er að félagslegir þættir (viðmið jafnaldra) skipti meira máli en inntak fræðslunnar. Unglingarnir vildu minni áherslu á líffræðileg atriði í kynfræðslu 2005-2006 miðað við 2001, en frekar ræða kynlíf, kynsjúkdóma og hentugar getnaðarvamir. Þetta er i samræmi við svipaða sænska rannsókn (19). Fleiri unglingar vildu fræðslu um klám 2005-2006. Gríðarleg aukning hefur orðið á aðgengi að klámefni, eins og nið- urstöður nýlegrar íslenskrar könnunar sýndu (13). Velta má fyrir sér hvort unglingar vilji meiri umræðu um klám af því að þau viðurkenni klám sem fræðsluefni, eða hvort þau séu óviss um hvað sé raunverulegt í „kynlífi" sem þar er sýnt. Erlendar rannsóknir hafa bent til að hluti unglinga telji klámmyndbönd vera leið til að læra um kyn- líf (16). Áhrif klámvæðingar má ef til vill merkja í viðhorfum strákana til kynhegðunar, í óskum um fyrra upphaf kynlífs og fleiri rekkjunauta. Þessi viðhorf endurspegla þó ekki endilega raunveru- leika, enda sýna íslenskar rannsóknir að stúlkur byrja fyrr að stunda kynlíf en strákar (24). Hér er því frekar um að ræða persónulegar væntingar og í sumum tilvikum brenglaða sýn strákanna á kyn- líf. Aætlaður meðalaldur við upphaf samfara (15,5 ár) var samhljóða eldri íslenskri rannsókn (24). Niðurstöður sýna að fræðsla frá Ástráði hafði marktæk áhrif á þekkingu og viðhorf ungling- anna til atriða er varða getnaðarvarnir, fóstureyð- ingar, kynsjúkdóma og unglingaþunganir. Þetta NauðsynlegtaÖ Steþur þurfa ekki Kynsjúkd. geta Hægtaðlækna Kynsjúkd. geta Neyðargetnaðarv. taka p&jhié sannþ. stráks fyrir eingðngu snitast herpes smitastmeö virkar ekkief >24 fóstureyð. viösarrfarir munnmökum klstfiöafrá sanförum verður að teljast jákvætt í ljósi þess að fræðslan var að jafnaði einungis 80 mínútur. Viðhorf til getnaðarvarna var svipað og fyrir fimm árum en jákvætt að unglingum fannst aðgengið betra. Þó ekki hafi verið sýnt fram á að notkun hormónapill- unnar leiði til verulegrar þyngdaraukningar (25), þá hafði hlutfall unglinga sem höfðu áhyggjur af þessu heldur aukist og þetta útbreidda viðhorf gæti átt þátt í verri meðferðarheldni. Viðhorf til neyðargetnaðarvarnar var jákvæðara en 2001 og færri töldu neyðargetnaðarvömina valda fóst- ureyðingu. Þeim fækkaði enn frekar eftir fræðslu. Þekking á verkunartíma neyðargetnaðarvarnar milli ára var nær óbreytt en batnaði talsvert milli heimsókna. Ekki er nóg að auðvelda aðgengi að neyðargetnaðarvörn, heldur þurfa viðhorf og þekking unglinga og heilbrigðisstarfsfólks að fylgjast að. I þeim löndum þar sem grunnaðgengi í heilbrigðiskerfinu er gott, verður lítil þörf fyrir viðbótarúrræði önnur en að ungt fólk sé meðvitað um neyðargetnaðarvarnir og að viðhorf samfélags- ins sé jákvætt (26). Orsök ótímabærra þungana hjá ungu fólki þar sem almenn notkun getnaðarvarna er góð í samfélaginu virðist oftar vera sú að vörnin bregst heldur en að hún sé ekki notuð (27). Breytingar á þekkingu unglinganna um kynlíf voru minni en búist var við. Fleiri vissu 2005- 2006 en 2001 að samfarir eru ekki nauðsynlegar til að smitast af kynsjúkdómum og þeim fjölg- aði enn frekar eftir fræðslu. Takmörkuð þekking ungmennanna fyrir fræðslu 2005-2006 á smitleið- um og möguleikum á lækningu algengustu og alvarlegustu kynsjúkdómanna vakti athygli. Umræða um munnmök er meiri og jákvæðari og í Bandaríkjunum finnst unglingum þau ekki eins áhættusöm og samfarir með tilliti til kynsjúkdóma (28). Þá var hlutfall þeirra sem töldu fyrir fræðslu 2005-2006 að lækna mætti alnæmis- og herp- essýkingu hátt og athygli vakti að fræðslan bætti ekki þekkingu um alnæmi. Hugsanlegt er að með Mynd 4. Hlutfall 16 ára unglinga sem svöruðu rétt spurningum úr pekking- arhluta. Hér sýndar nið- urstöður par sem marktæk breyting varð eftir heimsókn frá Ástráði. LÆKNAblaðið 2008/94 459

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.