Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2008, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.06.2008, Qupperneq 28
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Tafla I. Greiningaraðferð Yunus og Masi felur í sér eftirfarandi: • Útbreiddir stoökerfisverkir I >3 mánuði frá þremur líkamssvæðum eða meira og að ekki sé um undirliggjandi orsakaþátt að ræða, svo sem gigt eða áverka. • Fimm jákvæðir kvikupunktar (tafla II.) • Eðlilegar niöurstöður hefðbundinna læknisrannsókna. • Að minnsta kosti þrjú af eftirtöldum 10 einkennum: Óeðlileg þreyta Kvíöi eöa spenna Svefntruflanir, vakna þreytt/ur Langvinnur höfuðverkur Iðraólga Mjúkvefjabólgur Dofatilfinning/náladofi í útlimum Auknir verkir við líkamlegt álag Auknir verkir við veörabreytingar í börnum og ungmennum (juvenile primary fibro- myalgia syndrome) (2). Sjúkdómurinn einkertnist meðal annars af útbreiddum stoðkerfisverkjum, óeðlilegri þreytu og svefntruflunum, svipað og hjá fullorðnum (2-4). Mörg önnur einkenni fylgja sjúkdómnum, meðal annars stirðleiki, iðraólga, fótaóeirð, kuldanæmi, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð (2-4). Talið hefur verið að vefjagigt hrjái 2-13% fólks (4-9). Sennilega er sú tíðni of há því yf- irlitsgrein frá 2006 reiknar með að algengi vefja- gigtar sé á bilinu 0,66-4,4%, en höfundarnir skoð- uðu 30 rannsóknargreinar sem uppfylltu skilyrði um greiningu á vefjagigt í þýði (10). Margt bendir til að vefjagigt sé nokkuð algeng meðal barna sem leita til gigtarlækna (2), en fáar faraldsfræðilegar rannsóknir eru til um það. Vefjagigt hefur mikil áhrif á heilsu, daglega færni og lífsgæði barna. í nýlegri rannsókn (11) var borið saman almeimt heilsufar og lífsgæði barna með vefjagigt (n=57), bama í krabbameins- meðferð (n=78), barna með aðra gigtarsjúkdóma (n=154) og heilbrigðra barna (n=3371). Lagðir voru spurningalistar annars vegar fyrir börnin og hins vegar fyrir foreldra þeirra. Niðurstöður sýndu að börn og ungmenni í vefjagigtarhópnum voru haldin meiri þreytu, svefntruflunum, einbeit- ingarskorti og verkjum en börn í hinum hóp- unum. Athyglisvert er að þessi hópur barna með vefjagigt taldi líkamlega og andlega heilsu sína marktækt lélegri en hópur barna sem var í lyfja- eða geislameðferð vegna krabbameins. Fylgni milli sjálfsmats barnanna á heilsu sína og mats for- eldra þeirra var góð, sérstaklega hvað varðaði mat á þreytu og verkjum. Þessi samanburður milli barna og ungmenna með vefjagigt, krabbamein eða aðra gigtarsjúk- dóma lýsir vel hversu mikil áhrif vefjagigt getur haft á heilsufar og lífsgæði. Þessar niðurstöður undirstrika þörfina fyrir markvissa meðferð fyrir þennan sjúklingahóp, byggða á skilningi og þekk- ingu á meðferðarúrræðum. Einkenni Sjúkdómsmynd vefjagigtar hjá börnum og ung- mennum svipar að stærstum hluta til vefjagigtar hjá fullorðnum, en er ekki eins að öllu leyti (2, 12). Algengustu sjúkdómseinkenni barnanna eru útbreiddir stoðkerfisverkir (94-97%), vakna þreytt (82-100%), svefntruflanir (67-94%), óeðlileg þreyta (81-97%), stirðleiki (77-79%), höfuðverkur (53- 82%) og mjúkvefjabólgur (59-61%). Önnur algeng einkenni eru iðraólga, tíðaverkir, dofatilfinning, kvíði og depurð. Helsti munur á einkennum vefjagigtar fullorð- inna og bama og ungmenna er að yngri aldurs- hópurinn hefur meiri mjúkvefjabólgur, færri virka kvikupunkta (tenderpoints) (2,12) og svefntruflun þeirra er annarrar gerðar (13). Hjá börnum og ungmennum er alfa-bylgju truflun (the alpha (7.5 -11 Hz) EEG sleep arousal disorder) ekki jafnmikil og hjá fullorðnum, en þau eru órólegri í svefni og þjást af lotu-hreyfiröskun útlima (periodic limb movement disorders, PLMS) (13). Greining Viðurkenndasta aðferð til að greina vefjagigt hjá fullorðnum eru greiningarskilmerki banda- rísku gigtlækna samtakanna (ACR, the American College of Rheumatology) en þau voru gefin út árið 1990 (14). ACR greiningarskilmerkin hafa aldrei verið stöðluð fyrir börn (15), en ýmsir telja viðmiðin of þröng fyrir börn sem gæti leitt til þess að vefjagigt verði vangreind í þessum aldurshópi (2, 16, 17). Því settu Yunus og Masi fram breytt greiningarviðmið fyrir börn og ungmenni undir 18 ára aldri (2). Samkvæmt þeim er einstaklingur að öllum líkindum með vefjagigt gefi hann sögu um útbreidda verki frá þremur af fjórum líkamssvæð- um (það er í efri hluta líkamans hægra og vinstra megin og í neðri hluta líkamans hægra og vinstra megin) í minnst þrjá mánuði og hafi við þreifingu að minnsta kosti fimm virka kvikupunkta af 18 (tafla I og II). Hjá fullorðnum eru kvikupunktar metnir með því að þrýsta með fjögurra kílógramma þrýstingi en mælt hefur verið með því að notaður sé þriggja kílógramma þrýstingur í stað fjögurra til greiningar á kvikupunktum hjá börnum og ung- mennum (18). ACR sjúkdómsskilmerkin fyrir full- orðna gera ráð fyrir útbreiddum verkjum í minnst þrjá mánuði frá öllum fjórum líkamssvæðum og virkum 11 af 18 kvikupunktum. 464 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.