Læknablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR
YFIRLITSGREIN
Algengi
Margt bendir til að vefjagigt sé nokkuð algeng
meðal barna sem leita til gigtarlækna (19). í rann-
sókn Bowyers og Roetters (1996) reyndust 2,1%
barna sem komu í fyrsta sinn á gigtardeild barna
vera með vefjagigt (20). Tveimur árum síðar hafði
sú tala hækkað upp í 7,65% á sama svæði (12) sem
sýnir að vaxandi vitund um sjúkdóminn stuðlar
að aukinni tíðni greiningar.
Mismunandi niðurstöður hafa fengist á algengi
vefjagigtar í þýði. Buskila og félagar (21) rann-
sökuðu 338 ísraelsk börn á grunnskólaaldri og
reyndist 21 (6,2%) þeirra uppfylla ACR greining-
arviðmið ameríska gigtlæknafélagsins. í rann-
sókn Mikkelsons (22) á 1756 finnskum grunn-
skólabörnum reyndust 22 (1,3%) þeirra uppfylla
ACR sjúkdómsgreiningarviðmiðin, en Clark og
félagar (15) sem einnig notuðu ACR viðmiðin
greindu vefjagigt í sjö af 548 (1,2%) mexíkönskum
grunnskólabörnum, allt stúlkum. Ef tekið er mið
af þessum prósentutölum gætu á bilinu 700-3600
íslensk böm á aldrinum sex til átján ára verið
haldin vefjagigt (reiknað út frá miðársmannfjölda
eftir aldri frá Hagstofu íslands). I öllum rannsókn-
unum hefur algengi vefjagigtar reynst meira hjá
stúlkum en drengjum og mest hjá stúlkum á kyn-
þroskaskeiði.
Orsakir og lífeðlismeinafræði einkenna
Orsakir vefjagigtar hjá ungmennum eru ekki
þekktar, en margar mismunandi kenningar hafa
verið settar fram. Tilhneiging er til að leita orsak-
anna í sálfélagslegum þáttum með þeim rökum að
ekki sé hægt að staðfesta sjúkleikann með hefð-
bundum rannsóknum. Einstaka halda því fram
að vefjagigt sé „ruslafötugreining" og að ekki sé
um raunverulegan sjúkdóm að ræða. Rannsóknir
síðustu ára hafa þó smám saman verið að ryðja
burtu þeirri skoðun og leitt í Ijós að einkenni vefja-
gigtar megi rekja til víðtækrar truflunar í ýmsum
líffærakerfum (23).
Ekki er vitað um neinn ákveðinn orsakaþátt sem
getur skýrt allar birtingarmyndir vefjagigtarinnar,
en ýmsir þættir hafa verið tilgreindir og rannsak-
aðir, meðal annarra fjölskyldu- og erfðaþættir,
svefntruflanir, truflun í starfsemi miðtaugakerf-
isins, slys, áverkar, andlegt álag, sýkingar, oflireyf-
anleiki og aðrir undirliggjandi sjúkdómar.
Fjölskyldu og erfðaþættir
Rannsóknir hafa sýnt fram á, með tölfræðilegri
marktækni, að jákvæð fjölskyldusaga er stór
áhættuþáttur fyrir vefjagigt og að hlutfalls-
leg áhætta barna vefjagigtarsjúklinga er aukin
Tafla II. Kvikupunktar
Hnakkabein (occiput): Við vöðvafestur í
hnakkarót beggja vegna
Neðri hluti háls: Framan á hálsi fyrir ofan
viðbein beggja vegna
Sjalvöðvi (trapezius): Aftan á baki á
mótum axlar og háls beggja vegna miðlínu
Ofankambsvöðvi (supraspinatus): Ofan
herðablaða nær hryggsúlu beggja vegna
Annað rif: Á bringunni í hæð við annað rif,
beggja vegna
Olnbogar: Utanvert á olnbogum á báðum
handleggjum
Mjaðmir: Ofanvert á mjaðmasvæði
ofarlega í rassvöðva beggja vegna
Mjaðmahnúta (greater trochanter):
Aftanvert á mjaðmahnútum, beggja vegna
Hné: Innanvert á hnjám í hæð við miðja
hnéskel
(24-28). Þannig reyndust 16 af 58 (28%) börnum
vefjagigtarsjúklinga uppfylla greiningarskilmerki
ACR fyrir sjúkdómnum (25) og í annarri athugun
reyndist algengi vefjagigtar vera 26% hjá blóð-
skyldum ættingjum kvenna með vefjagigt og 19%
hjá eiginmönnum þeirra (29). Þetta getur bent til
að erfða- og fjölskylduþættir eigi þátt í tilurð vefja-
gigtarheilkennisins.
Erfðafræðilegur breytileiki í ýmsum boð-
efnakerfum i heila er talinn hafa mikla þýðingu í
orsakameingerð vefjagigtar. Nýlegar rannsóknir
gefa til kynna að fjölbreytileiki gena í serótónín-
(30, 31), dópamín- (32) og katekólamín- (33) kerf-
um eigi þar þátt. Þessi fjölbreytileiki gena er ekki
sértækur fyrir vefjagigt þar sem hann finnst einnig
í tengdum kvillum, svo sem kvíða og þunglyndi.
Nákvæm vitneskja um hvernig erfðaþættir mynda
orsakameingerð vefjagigtar liggur ekki fyrir en
líklegt er að samspil margra gena þurfi til að valda
heilkenninu.
Svefntruflanir
Svefntruflanir eru eitt höfuðeinkenni vefjagigtar,
bæði hjá börnum og fullorðnum (2, 12, 13, 17) og
af mörgum taldar vera einn af orsakaþáttum vefja-
gigtar. í rannsókn Yunus og Masi (2) reyndust 67%
vefjagigtarbarna og ungmenna sofa illa, en öll
töldu þau sig vakna þreytt og í rannsókn Siegels
og félaga (12) þar sem 45 börn og ungmenni
með vefjagigt tóku þátt í símaviðtölum töldu
96% þeirra sig eiga við svefntruflanir að stríða.
Rartnsókn Tayag-Kiers og félaga (13) á svefni
barna og ungmenna með vefjagigt (n=16) leiddi
í ljós að svefn þeirra var bæði óeðlilegur að upp-
byggingu og skertur samanborið við svefn heil-
brigðra barna (n=14). Heildarsvefntími þeirra var
LÆKNAblaðið 2008/94 465