Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 31

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 31
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN vefjagigt reyndist vera með ofhreyfanleika og 17 af 43 (40%) börnum með ofhreyfanleika greindust með vefjagigt. Aðrar orsakir Hugsanlega geta fleiri þættir komið vefjagigt- arferli í gang hjá börnum og ungmennum. Þekkt er að slæmir áverkar á hálsi og/eða baki (57-61), veiru- eða bakteríusýkingar (62, 63) og aðrir und- irliggjandi sjúkdómar (64) geti hrundið af stað vefjagigtarferli hjá fullorðnum. Á undanförnum árum hafa vísindamenn komið auga á tengsl milli ýmissa kvilla sem hafa í grunninn svipaða sjúkdómsmynd og vefja- gigt. Hugmyndir eru um að þessir kvillar geti verið mismunandi afbrigði af sama heilkenni (64, 65). Síþreyta (chronic fatigue syndrome) er af mörgum talin vera sami sjúkdómur og vefjagigt, en rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli vefja- gigtar og síþreytu. Bell og félagar (66) skoðuðu 27 böm með síþreytu og reyndust átta (29,6%) af þeim uppfylla greiningarviðmið vefjagigtar. Önnur dæmi um þessi afbrigði eru næmisraskanir (multible chemical sensitivity), mígreni, kjálka- liðsraskanir (temporomandibular joint disorders) og millivefjablöðrubólga (interstitial cystitis). Chronic multi-symptoms illness (CMI) (64) og dysregulation spectrum syndrome (DSS) (65) eru samheiti sem notuð hafa verið yfir sjúkdómsgrein- ingar sem eru taldar hafa sameiginlegan grunn. Vefjagigtarheilkennið getur verið frumsjúk- dómur (primary disease), en hann getur líka fylgt öðrum sjúkdómum. Svo virðist sem sjúkdómar sem valda langvinnum verkjum og trufla svefn geti hrint af stað sjúkdómsferli vefjagigtar. Talið er að allt að 25% sjúklinga með iktsýki (rheumatoid arthritis), rauða úlfa (systemic lupus erythemato- sus), hryggikt (ankylosing spondylitis) uppfylli greiningu á vefjagigt (64). Meðferð Þrátt fyrir að þekkingu á vefjagigt hafi fleygt mikið fram þá er ekki til nein meðferð sem hefur áhrif á öll einkenni hennar. Fáar haldbærar rannsóknir eru til á meðferðum við vefjagigt hjá börnum og ungmennum, en úrræðin byggjast að mestu á því sem mælt er með fyrir fullorðna með vefjagigt en eru aðlöguð að aldri og félagslegu umhverfi (67). Nýlega hafa verið birtar yfirlitsgreinar um meðferð við vefjagigt, með ábendingum um ákjós- anlegustu meðferðir byggðar á niðurstöðum hald- bærra vísindarannsókna og reynslu sérfræðinga. Niðurstaða Goldenbergs og félaga (68), Arnolds (69) og Evrópusamtaka gigtarlækna (EULAR) (70) er í flestum atriðum sú sama, að bata megi vænta af meðferð sem felur í sér fræðslu, þátttöku sjúklings, betri svefni, viðeigandi lyfjameðferð og líkamsþjálfun. Einnig að sálfræðimeðferð, eink- um hugræn atferlismeðferð, bæti líðan og ástand vefjagigtarsjúklinga. Ábendingar þeirra er ekki að öllu leyti hægt að yfirfæra á börn og unglinga, einkum hvað varðar lyfjameðferðir. Algengustu mælitæki á árangur ýmissa með- ferðarúrræða í vefjagigt eru spurningalistar, mat á virkni kvikupunkta með verkjamæli (dolorimetry) eða með þrýstingi fingra, mælingu á gripstyrk og ýmis þolpróf. FIQ spurningalistinn (Fibromyalgia Impact Questionnaire) hefur verið mest notaður og VAS kvarði til að meta verki. Forsenda árangurs í meðferð við vefjagigt sem hefur svo flókna birtingarmynd er ítarleg greining á einkennum, mati á ástandi og meðferðarþörf sjúklings, ásamt góðri þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta sem æskilegt er að komi að með- ferð. í þverfaglegu teymi geta verið mismunandi heilbrigðisstéttir allt eftir þörfum hvers einstak- lings en heimilislæknir, sérfræðilæknir í geðlækn- ingum, gigtlækningum, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og sálfræðingur eru dæmi um heilbrigðisstéttir sem gætu myndað slíkt þverfaglegt teymi. Fræðsla Fræðsla hefur bætandi áhrif á mörg einkenni vefjagigtar hjá fullorðnum, meðal annars á verki, svefn, þreytu, lífsgæði, sjálfstraust og þol (68, 71). Sjálfshjálpamámskeið sem samanstanda af fræðslu, hugrænni atferlismeðferð og æfingameð- ferð eru árangursrík (72). Fræðsla í sjálfshjálp gerir sjúklingum kleift að hafa betri stjórn á sjúkdómn- um og að vera virkir þátttakendur í meðferðarferl- inu. Mikilvægt er að barnið og foreldrar þess séu tekin inn í meðferðarteymið og að þau séu frædd um sjúkdóminn, helstu meðferðir og ráð til að takast á við hann. Mikilvægt er að gera þeim ljóst að um raunverulegan sjúkdóm sé að ræða, að einkennin séu ekki ímyndun. Kenna verður um þátt skerts svefns, streitu, andlegs álags og lélegs líkamsástands £ að viðhalda eða auka á einkenni sjúkdómsins. Foreldrar verða að taka virkan þátt í meðferðinni meðal annars til að auka virkni barns- ins og til að hvetja það til athafna sem draga úr verkjum og vanlíðan. Svefn Eitt af frumskilyrðum þess að ná árangri í meðferð vefjagigtar er að bæta svefninn (2,13), aukin svefn- gæði geta dregið úr stoðkerfisverkjum, þreytu og LÆKNAblaðiö 2008/94 467

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.