Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 32

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 32
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN depurð. Áður en gripið er til svefnbætandi lyfja er mikilvægt að skoða svefnvenjur barnsins. I mörg- um tilfellum er með einföldum aðgerðum hægt að bæta svefnmynstrið án lyfjagjafar. Þríhringlaga geðdeyfðarlyf er sá lyfjaflokk- ur sem mest reynsla er á í meðferð vefjagigtar. Lyfin hafa gefið ágæta raun í að dýpka svefn og draga úr stoðkerfisverkjum. Virkni lyfjanna er þó mjög einstaklingsbundin. Samkvæmt rann- sóknum gagnast lyfin 25-40% fullorðinna sjúk- linga (73). Algengasta þríhringlaga geðdeyfðar- lyfið sem notað hefur verið í vefjagigt er amitryp- tilín (Amilin®). Hjá börnum og ungmennum hafa mjög litlir skammtar (10 mg) af þríhringlaga geð- deyfðarlyfjum gefið marktækan árangur (67). Sjúkraþjálfun/þjálfun Hlutverk sjúkraþjálfara í meðferðarferli bama og ungmenna með vefjagigt felst í að bæta færni og líkamsástand, draga úr verkjum frá stoðkerfi og hjálpa þeim að tileinka sér lífstíl sem dregur úr einkennum sjúkdómsins. Fræðsla og þjálfun, einkum þolþjálfun, styrkt- arþjálfun og vatnsþjálfun eru þau meðferðarform sjúkraþjálfara sem hafa gefið bestan árangur. Meðferðir með lágorku laser (74), hljóðbylgjum og blandstraumi (75) bandvefslosun/nuddi (76, 77) og TNS rafstraumi (78) hafa einnig gefið árangur. Ávinningur fólks með vefjagigt af því að stunda líkamsþjálfun hefur endurtekið verið stað- festur í rannsóknum (68, 79) og ætti því ætíð að vera hluti af meðferð. Áhrif þjálfunar á vefjagigtar- einkenni barna og ungmenna hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega, en þjálfun hefur verið hluti af meðferð í nokkrum rartnsóknum á börnum og ungmennum og benda þær til þess að svipaðra áhrifa megi vænta hjá þeim og fullorðnum (12, 79). Rannsóknir á áhrifum æfingameðferðar á börn með liðagigt (juvenile idiopathic arthritis) benda til að sú meðferð bæti þol og auki lífsgæði barnanna (80, 81). Hjá fullorðnum með vefjagigt hefur árangur af þolþjálfun (79, 82) og styrktarþjálfun (83) verið hvað mestur, en þjálfun í vatni (79, 83, 85) hefur einnig gefið góðan árangur. Almennur árangur er meiri, það er fleiri einstaklingar ná árangri og brottfall er minna, ef þjálfunarprógramm er með litlu álagi. Jafnvel mjög róleg þjálfun eins og QiGong hefur marktækt bætandi áhrif á heilsu og einkenni vefjagigtarsjúklinga (79). Þjálfun hefur þessi áhrif meðan hún er stunduð reglulega, en ávinningur þverr smám saman ef þjálfun er hætt (68). Algengi vefjagigtar hefur mælst 0,16% í hópi ungmenna í keppnisíþróttum (n=641) sem er mun lægri tíðni en mælst hefur í öðrum rannsóknum úr þýði grunnskóla barna (85). Þetta gæti bent til að gott líkamsástand sé verndandi þáttur fyrir vefja- gigt, en önnur skýring gæti verið að einstaklingar með vefjagigt stundi síður keppnisíþróttir. Hugræn atferlismeðferð Margar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy) sé áhrifaríkt meðferðarform í baráttunni við einkenni vefjagigtar (86). Niðurstöður rann- sóknar Degotardis og félaga (87) benda til að hægt sé að kenna börnum með vefjagigt aðferðir hug- rænnar atferlismeðferðar til sjálfshjálpar. Meðferð þeirra fólst í átta vikna íhlutun sem samanstóð af verkjastjómun, bættum svefnvenjum og athöfnum daglegs lífs. Börnunum vom meðal annars kennd- ar aðferðir atferlisstjórnunar (cognitive restruct- ing), slökun, að stoppa neikvæðar hugsanir og að umbuna sér. Meðferðin hafði jákvæð áhrif á verki, líkamleg einkenni, kvíða, þreytu og svefngæði. Börnin bættu einnig almenna færni sína og voru minna frá skóla. Rannsóknir Kashikar-Zuck og félaga 2005 (88) og Walco og Ilowite 1993 (89) sýna einnig fram á ágæti þessarar meðferðar á einkenni vefjagigtar hjá börnum og ungmennum. Lyfjameðferð Gildi lyfja í meðferð vefjagigtar hafa fyrst og fremst verið rannsökuð í fullorðnum. Þar sem verkun flestra lyfjanna byggist á að hafa áhrif á starfsemi miðtaugakerfisins er nauðsynlegt að nota lyfin af varkámi í minna þroskuðu taugakerfi barna og unglinga. Jafnframt þarf að gæta þess að túlka jákvæðar niðurstöður úr rannsóknum á fullorðnum með fyrirvara, þar sem þessi lyf hafa ekki verið rannsökuð eins og gera þyrfti til að sýna vísindalega fram á virkni þeirra, hættuleysi og þol hjá börnum og unglingum. Þar sem áhrif lyfjameðferðar í vefjagigt barna og ungmenna eru lítið þekkt, þarf að meta þörf fyrir lyfjameðferð út frá einkennum og vanda- málum hvers einstaklings. Algengustu lyf sem notuð eru í meðferð bama og ungmenna með vefjagigt eru verkjalyf, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), þríliringlaga geðdeyfðarlyf og serótónín sértæk endurupptöku hamlandi lyf (SSRI) (16). I þeim fáu lyfjarannsóknum sem hafa verið gerðar sérstaklega á börnum ályktuðu Yunus og Masi (2) að bólgueyðandi gigtarlyf og verkjalyf, og Siegel og félagar (12) að bólgueyðandi gigtarlyf og þríhringlaga geðdeyfðarlyf hefðu bætandi áhrif á einkenni vefjagigtar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á 468 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.