Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 33
FRÆÐIGREINAR
YFIRLITSGREIN
áhrifum ýmissa lyfja á vefjagigt í fullorðnum
en þar til á síðustu árum hafa flestar þeirra náð
til fárra einstaklinga og túlkun niðurstaðna því
oft erfið. Evrópusamtök gigtarlækna (EULAR)
hafa birt gagnreyndar klínískar leiðbeiningar
um meðferð við vefjagigt (70). Þar er mælt með
notkun parasetamóls, veikra ópíóða, þríhringlaga
geðdeyfðarlyfja og annarra geðdeyfðarlyfja og
pregabalíns í meðferð vefjagigtar, en varað er við
notkun sterkra verkjalyfja.
Þríhringlaga geðdeyfðarlyf, einkum amitryp-
tilín, hafa í yfir 20 ár verið notuð í meðferð
vefjagigtar hjá fullorðnum. Áhrif þessara lyfja á
einkenni vefjagigtar hafa verið staðfest í nokkrum
rartnsóknum og eru áhrifin meðal annars fólgin í
dýpri svefni og minni stoðkerfisverkjum auk þess
hafa þau róandi og kvíðastillandi áhrif (73, 90).
I nýlegum rannsóknum á áhrifum geð-
deyfðarlyfja sem hemja endurupptöku á bæði
serótóníni og norepinefríni (DRI; dual re-uptake
inhibitors) hafa komið fram sterkar vísbendingar
um að þau hafi góð áhrif á ýmis einkenni vefja-
gigtar, svo sem verki, kvikupunkta, almenna
líðan og stirðleika. Af DRI-lyfjum hefur duloxe-
tine (Cymbalta®) verið mest rannsakað í vefjagigt
(91-93). Athyglisvert er að í rannsókn Arnolds og
félaga (92) bætti duloxetine (Cymbalta ) einkenni
vefjagigtar óháð því hvort einkenni kvíða og þung-
lyndis urðu betri, sem undirstrikar þá staðreynd
að samband vefjagigtar og þunglyndis er óbeint.
Niðurstöður rannsókna á áhrifum geðdeyfðar-
lyfja sem eingöngu hemja serótónín-endurupp-
töku (SSRI; selective serotonin re-uptake inhibitor)
hafa verið minna samkvæmar en rannsóknir á
DRI-lyfjum (69), en tvær rannsóknir hafa s}mt
fram á að SSR- lyf (fluoxitine) bæti líðan sjúklinga
nokkuð (94, 95).
Mjög athyglisverðar niðurstöður hafa nýlega
fengist með notkun pregabalíns (Lyrica) í vefja-
gigt. Lyfið hefur í tvíblindum rannsóknum dregið
marktækt bæði úr verkjum og þreytu, og einnig
aukið gæði svefns (96). Pregabalín er fyrsta lyfið
sem hefur verið formlega viðurkennt af amerísku
matvæla- og lyfjaeftirlitsnefndinni (FDA) í með-
ferð vefjagigtar (97). Náskylt lyf, gabapentin,
hefur einnig jákvæð áhrif á ýmis einkenni vefja-
gigtar (98).
Notkun parasetamóls og bólgueyðandi gigt-
arlyfja í vefjagigt er almennt viðurkennd af lækn-
um, en engar rannsóknir eru þó til sem styðja
gagnsemi lyfjanna í vefjagigt hjá fullorðnum
(68). Af verkjalyfjum þá hafa rannsóknir sýnt að
Tramadól hafi væg jákvæð áhrif á vefjagigtarverki,
einkum ef gefið með parasetamóli (99).
Önnur meðferð
Meðferð við vefjagigt þarf að vera einstaklings-
miðuð og æskilegt er að meðhöndla sem flest ein-
kenni og því getur þurft fleiri fagaðila inn í með-
ferðarteymið, má þar nefna iðjuþjálfa, sérfræðing í
kjálkakvillum og ýmsa sérgreinalækna.
Langveik börn og foreldrar þeirra leita oft
hjálpar í ýmissi óhefðbundinni meðferð og þekkt
er að vefjagigtarsjúklingar nota óhefðbundnar
meðferðir meira en aðrir sjúklingahópar (100).
Framboð óhefðbundinna lækninga er fjölbreytt,
en sem dæmi má nefna notkun nálastungna við
verkjum, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og
hómópatíu. Lítið er til af haldbærum gögnum sem
styðja gagnsemi þessara meðferða (67).
Sjúkdómsgangur og horfur
Talið er að vefjagigt hjá börnum sé langvinnur
sjúkdómur líkt og hjá fullorðnum og hafi mikil
áhrif á heilsu, fæmi og lífsgæði þeirra, en lang-
tímahorfur eru ekki þekktar (16). Nokkrar rann-
sóknir hafa þó bent til þess að horfur séu góðar
hjá stórum hluta þessa sjúklingahóps (2, 12, 22),
einkum ef viðeigandi meðferð er beitt (2, 12, 88,
101). Buskila og félagar (102) álykta út frá niður-
stöðum rannsóknar sinnar að batahorfur barna
og ungmenna séu mun betri en fullorðinna. Talið
er að börn sem hafa minni svefntruflanir (2), börn
sem ná að glíma við sjúkdómsástand sitt (103) og
börn sem hafa gott sálfélagslegt umhverfi hafi
betri batahorfur (104). Fjölskylduaðstæður og
heilsufarssaga foreldra virðist hafa áhrif á það
hvernig börn ná að höndla sjúkdómsástand sitt.
Því sterkari sem verkjasaga er í fjölskyldu bams,
einkum hjá foreldrum þess, því verr virðist það
ráða við sjúkdómsástand sitt (104). Það getur bent
til að erfðaþáttur hafi áhrif á sjúkdómsmyndina
og/eða það að alast upp í slíku umhverfi móti
upplifun barns.
Frekari rannsókna er þörf til að athuga hvort
vefjagigt hjá börnum og ungmennum fylgi þeim
inn í fullorðinsárin og hvort snemmtæk íhlutun
geti breytt þar um.
Lokaorð
Rannsóknir sýna að vefjagigt er raunverulegt
vandamál hjá 1,2-6,2% barna á grunnskólaaldri.
Þessi hópur stríðir við heilsuleysi, skerta fæmi og
minnkuð lífsgæði, jafnvel enn meiri en krabba-
meinsveik börn í lyfja- og/eða geislameðferð.
Þrátt fyrir að rannsóknarniðurstöður liggi
fyrir um truflaða starfsemi ýmissa líffærakerfa
hjá vefjagigtarsjúklingum og um þau áhrif sem
heilkennið hefur á líf og heilsu fólks, ríkja enn
LÆKNAblaðið 2008/94 469